ESB stillir ríkisstjórninni upp við vegg; Jóni skal fórnað

Evrópusambandið býður aðeins eina leið inn í sambandið og það er leið aðlögunar. Í bréfi frá pólisku formennskunni til Íslands segir að Ísland sé ekki nægilega undirbúið til áframhaldandi viðræðna um landbúnaðarkafla samningins. Orðalagið er ótvírætt: ,,Iceland cannot be considered sufficiently prepared for negotiations."

Evrópusambandið vill að Ísland geri áætlun um breytingar á landbúnaðarkerfinu sem hrint verði í framkvæmd jafnhliða viðræðum.

Evrópusambandið hefur horft upp á aðildarumsókn Íslands veslast upp í höndum Össurar Skarphéðinssonar sökum þess að aldrei hefur verið nægilegur stuðningur við umsóknina meðal þjóðarinnar. 

Skilyrði Evrópusambandsins eru sett fram til að knýja ríkisstjórnina til að brjóta á bak aftur andstöðuna við aðlögunarferlið í stjórnarráðinu. Þess vegna liggur Össur og Jóhönnu Sig.á að fá samþykkt ný lög um stjórnarráð Íslands - til að losna við Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband