Arabinn í Kaupþingi, Cosser auðmannadindill og Kínamaður Samfylkingar

Kortéri fyrir hrun birtust fréttir um að auðugur arabi keypti stóran hlut í Kaupþingi. Kaupin voru blekking, til þess ætluð að hífa upp fallandi gengi Kaupþings. Rétt eftir hrun var hér á ferðinni annar fjárfestir, Steve Cosser, sem ætlaði að setja 230 milljarða í íslenskt atvinnulíf.

Cosser var í reynd gerður út af föllnu íslensku auðmönnunum sem vildi kaupa Morgunblaðið og gera það að málafylgju sinni.

Kínamaðurinn sem ætlar að kaupa Grímsstaði á Fjöllum er með öll einkenni tilbúnings. Það sem meira er þá bendir flest til að tilbúningurinn sé runninn undan rifjum ráðherra Samfylkingarinnar.

Amx-vefurinn hefur vakið athygli á fjöldamörgum tengingum forystu Samfylkingarinnar við Huang Nubo, sjá t.d. hér og hér.


mbl.is Óforsvaranlegt að veita undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Auðugi Arabinn í Kaupþingi er kominn aftur á kreik kortéri fyrir hrun. Í þetta sinn þar sem æðasláttur evrusvæðisins er hvað þyngstur, Grikklandi.

Kemur Sheikh Al-Thani evrunni til "bjargar"?

Guðmundur Ásgeirsson, 5.9.2011 kl. 13:22

2 identicon

Samfylkingin er ógeð.

Það hefur verið ansi mikil rotnun í þeirri fylkingu undanfarið...  eða má ekki segja svo sem er?

jonasgeir (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 13:23

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kjarni málsins er auðvitað sá að fyrirbærið Samfylking er pólitískt ógeð.

Árni Gunnarsson, 5.9.2011 kl. 13:40

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og hvað, er Kínverjinn þá leppur fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur? Er það hún sem ætlar að setjast að á Grímsstöðum þegar hún hefur hrakist í pólitíska útlegð?

Endilega, segðu fleiri brandara!

Þorsteinn Siglaugsson, 5.9.2011 kl. 14:07

5 identicon

Hvað getur maður sagt?

Fjölmennum öll á Austurvöll 1. okt. og mótmælum vinstristjórninni kröftuglega!

Það er kominn tími á kosningar!

Ásgeir (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 14:28

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Lymskulega er ,satt eða logið, að mér tengingu við enn einn Íslendinginn, honum flökrar nú ekki við Jóhönnustjórn.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2011 kl. 15:00

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ömurlegur talsmáti á ykkur hér í athugasemdum. Bendi á að það er ekki samfylkingu að kenna þó að eiginmaður Ingibjargar, Hjörleifur sé vinur þessa Nobo. Samfylking kemur hvergi að þessu máli þar sem að Jón Bjarnason fer með eignarhlut Ríkisins í Grímstöðum og Ögmundur fer með undanþágur. Málið er að Kínverjin í fylgd einhverrja Íslendinga fór Norður og samdi við eigendur Grímsstaða og gerði við þá kaupsamning. Hann hefur ekki tekið gildi og er háður undanþágum sem Ögmundur fjallar um. Og ekkert verður gert á Grímsstöðum nema með leyfi landbúnaðarráðherra. Því Ríkið á 25% í óskiptri jörðinni Grímstaðir á Fjöllum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.9.2011 kl. 16:38

8 identicon

það var svo auðseð þegar Forsetinn talaði um Kinverjann að hann var að gera grin að Jóhönnu !!   ... enn betur kom það i ljós i gærkv þegar hann tók Rikisstjórnina á beinið og hundskammaði hana ..og hvaða meiningar hann hefur um allt ráðslag stjórnarinn !!..... Enda er hún eina virkilega kreppa Islands og það veit forsetin og berst um eins og rjúpann við staurinn að fá fólk til að skilja það og gera eitthvað i málunum !

Ransý (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband