Pólitísk skilaboð og stefna Jóhönnustjórnarinnar

Almennt gildir að ríkisstjórn hvers tíma nýtur eða geldur stöðu efnahagsmála, en það er sá málaflokkur sem ræður mestu um fylgi við stjórnmálaflokka. Til að ríkisstjórn fá notið árangurs í efnahagsmálum þurfa ráðherrar að tóna skilaboð sem eru í samræmi við stjórnarstefnuna sem aftur þarf að vera í einhverju samhengi við veruleikann.

Staða efnahagsmála á Íslandi bráðum þrem árum eftir hrun er hlutfallslega góð, sé tekið mið af hversu víðtækt hrunið var annars vegar og hins vegar hve efnahagserfiðleikar eru miklir beggja vegna Atlantsála.

Ríkisstjórn Jóhnnu Sig. mun ekki njóta góðs af stöðu efnahagskerfisins. Yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar gengur í þveröfuga átt við áþreifanlegar ástæður þess að við erum í þokkalegum efnahagsmálum. 

Fullveldið er aðalástæðan fyrir því að við héldum sjó eftir hrunið. Fullveldið gerði okkur kleift að setja ofvaxið bankakerfi í gjaldþrot. Frændur okkar Írar, sem eru í Evrópusambandinu, fengu tilskipun frá Brussel um að bankagjaldþrot kæmi ekki til greina. Írar eru í dag í gjörgæslu með 14 prósent atvinnuleysi og óljósar framtíðarhorfur. Ríkisstjórn Jóhnnu Sig. vill farga fullveldinu og reynir hvað hún getur að troða okkur inn í Evrópusambandið.

Krónan er önnur meginástæðan fyrir því að við gátum jafnað okkur eftir hrunið, eins og margítrekað hefur verið bent á, síðast af Paul Krugman nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Ráðherrar, sem ættu að ganga um götur og torg syngjandi krónunni lof og prís, eru í akkorðsvinnu að tala niður krónuna. Árni Páll efnahagsráðherrann sjálfur notar hvert tækifærið að níða skóinn af krónunni og dásama evru sem á tvísýna framtíð, svo ekki sé meira sagt.

Útflutningsatvinnuvegirnir er þriðja aðalástæðan fyrir því hve fljótt við höfum unnið okkur upp úr kreppunni í kjölfar hrunsins. Ríkisstjórnin er í stöðugu stríði við sjávarútveginn, sem er hornsteinn útflutningsgreinanna.

Sitjandi ríkisstjórn mun ekki njóta góðs af stöðu efnhagsmál, ekki einu sinni þótt hér drypi smjör af hverju strái. Dæmin eru svo mörg um að efnahagsmálin eru þokkalegu standi þrátt fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sig. - en ekki vegna hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með illu eða góðu skal þjóðinni troðið í ESB. Þessi stjórnunarárátta getur tekið á sig óhuggulegustu myndir:

http://www.dailymail.co.uk/news/article-2033486/Your-children-fat-again.html

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 09:59

2 identicon

Faktiskt alls ekki oliklegt ad Evran falli strax i næstu viku.

Hvad segja ESB sinnarnir ta?

Hvernig gat mjørg tusund sidna kratasyrda regluverkid brugdist?

...Best ad bida og sja. Ekki tad ad tetta væri god nidurstada eda sarsaukalaus...

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 10:51

3 identicon

Ósammála því, að efnahagur hér sé hlutfallslega góður, ef þetta og hitt. Verðbólga fer vaxandi, vextir hækka,  kjarabætur hverfa. Fjöldauppboð á næstu dögum. Gjaldþrotum fækkar síður en svo. Gríðarmikill halli á opinberum fjármálum. Fólksflótti áfram stöðugur. Meira atvinnuleysi með haustinu samt fyrirsjáanlegt. Síendurtekin loforð um mörg þúsund ný störf, en hefur nokkur séð efndirnar? Svo að hægt sé að meta, hvaða gagn er af störfunum. Ekki tókst til dæmis Færeyingum að grafa sig með jarðgöngum út úr sinni fyrri kreppu.  Gjaldeyrishöft hérlendis eru óvægin, enda allar undirstöður í skötulíki. Nánast engar fjárfestingar. Fyrirætlanir um meiri skatta, meðal annars á sjávarútveg og stóriðju, ólíklegar til að bæta bága afkomu fyrirtækja. Það eru helzt bankar, sem blakta, því að þeir hafa kverkatak á viðskiptavinum sínum. Sú þjónusta, sem hið opinbera hefur lagt undir sig, skerðist með hverju ári. Meira að segja nýjustu gleðifréttirnar um bættan hag hjá þrotabúi Landsbankans eru enn ein ágizkunin, til að reyna að tala upp þau tilboð, sem kunna að berast í Iceland. Og ég gæti haldið lengi áfram. Páll ætti að horfa á budduna sína í staðinn fyrir að láta Jóhönnu og Steingrím plata sig. Annars sammála honum. Og einnig má líta á lífskjör og hagstærðir í næstu löndum. Þar munar miklu.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband