Samfylkingin gefst upp á sjálfri sér

Afsögn þingkonunnar Þórunnar Sveibjarnardóttur er til marks um sömu uppgjöf og Jóhanna Sigurðardóttir boðaði á flokksráðsfundi í Garðabæ í vor. Þar tíndi hún til nokkur áhugamál Samfylkingarinnar, eins og framsal fullveldis, árásir á landsbyggðina og ævintýramennsku í gjaldmiðlamálum. Jóhanna sagði ýmsa aðgerðasinna úti í þjóðfélaginu til í slagtog með Samfylkingunni og klykkti út með þessu orðum

Breytt skipulag, nýtt nafn, ný forysta eða annað á ekki að standa í vegi fyrir því að þessi mikilvægu málefni fái kröftugan framgang og jafnaðarmenn í öllum flokkum geti sameinast á öflugum flokksvettvangi. Í þessum efnum má ekki standa á okkur í Samfylkingunni.

Það rennur upp fyrir Þórunni að Samfylkingin stendur ein. Jóhanna er aftur á móti grunlaus og bíður eftir liðstyrknum sem Samfylkingin þarf svo sárlega á að halda - en kemur ekki.


mbl.is Þórunn ætlar í heimspeki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband