Tilbúnar fréttir til að fela slæmar fréttir

Forsíðufrétt Viðskiptablaðsins í gær var að útgáfufélag Baugs íhugaði að stofna dagblað í Bandaríkjunum. Það er álíka trúlegt og að West Ham verði meistari í ensku úrvalsdeildinni í ár. Fréttin í Viðskiptablaðinu var til að fela slæmu fréttina um að Post Danmark hefur hætt samstarfi við útgáfufélags Baugs í Danmörku eftir meira en 100 milljón króna tap á aðeins nokkrum mánuðum.

Þegar systurblaði Fréttablaðsins í Danmörku var hleypt af stokkunum í haust var auglýsendum lofað einni milljón lesenda á dag út árið en gengi það ekki eftir fengju þeir það bætt upp með aukabirtingum og 33% afslætti, hafði Viðskiptablað Morgunblaðsins eftir útgefendum Nyhedsavisen 25. ágúst síðastliðinn. Lesendur systurblaðsins rétt skríða yfir 200 þúsund og eftir því hefur eini tekjustofn útgáfunnar hrunið.

Þegar fyrstu fréttir bárust í haust af erfiðleikum við að fjármagna Nyhedsavisen og erfiðleika í dreifingu komu óðara tíðindi frá Baugsmönnum að þeir væru með í bígerð fríblaðaútgáfur í Evrópu, gjarnan í millistórum ríkjum með 8 - 14 milljónum íbúa.

Núna þegar Post Danmark hefur afþakkað frekara samstarf við Baug og dreifingin er í uppnámi ætla þeir vitanlega að opna útgáfu í Bandaríkjunum.

Fastlega má búast við tilkynningu frá Baugi að félagið ætli sér hlutdeild í blaðamarkaðnum í Kína. Það verður gert opinbert rétt áður en Nyhedsavisen leggur upp laupana í Danmörku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ræður þessari þráhyggju þinn Páll.  Þú virðist sakn þess tíma þegar Mogginn ríkti yfir öllu og Styrmir og Matthías völdu þær fréttir sem við fengum.
Maður heldur stundum að þér og Andrési sé ekki sjálfrátt.  Besta útspil Andrésar var þegar hann kom því á framfæri hvort ekki ætti að hefjast rannsókn á hvernig Bugsmenn stæðu kost á vörn sinni.  Ég skil ekkert í þér að taka ekki undir það.

Bestu kveðjur,

Sannu vinur

Hrafnkell Gíslason (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband