Föstudagur, 2. september 2011
Aðlögun með ESB-peningum; óöld í stjórnsýslunni
Össur rekur utanríkisráðuneytið eins og einkakontór sinn og sendir opinbera embættismenn í flokkserindum Samfylkingar út og suður, samanber fjöldafundi Stefáns Hauks Jóhannessonar aðalsamningamanns í fyrra.
Embættismenn Össurar virða ekki stjórnsýslumörk og þreifa á starfsmönnum ríkisstofnana sem heyra undir önnur ráðuneyti um að þiggja peninga frá Brussel. Yfirmenn ríkisstofnana eru ráðherrar og ráðherrar Vinstri grænna, sumir hverjir, hafa þá stefnu að aðlögunarstyrki skuli ekki þiggja. Össur og undirlingar hans virða ekki önnur sjónarmið en þau sem falla að þjónkun við Evrópusambandið.
Óöld í stjórnsýslunni er framlag Össurar og Samfylkingar til endurreisnar Íslands.
Hvatt til umsókna um aðlögunarstyrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til að draga úr óöld í stjórnsýslunni er framlag XS í endurreisnar Íslands.
Þessir IPA styrkir verða notaðar til að bæta stjórnsýsluna sem fékk falleinkun í rannsóknarskýrslu alþingis. Svo er stjórnsýslan í landbúnaði ekki uppá marga fiska.... enda erum við Íslendingar með dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi.
Á kostnað okkar skattborgara, almennings og neytendur.
Sleggjan og Hvellurinn, 2.9.2011 kl. 13:01
Sleggja ertu virkilega svo barnalegur að halda að með mútum frá ESB verði stjórnsýslan betri??????
Magnús Ágústsson, 2.9.2011 kl. 13:25
,,Umræðustjórn" byrjar vel eftir að komist var á spenann.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2011 kl. 13:52
Magnús Ágústsson, 2.9.2011 kl. 13:25
Þessir styrkir verða notaðir til að bæta stjórnsýsluna og fært á það stig í samræmi við siðaðar þjóðir á norðurlöndum og evrópu.
Það er betra að láta ESB borga fyrir þessar umbætur í staðinn fyrir að við sjálf þurufm að gera það... .. þá þarf að skera meira niður í velferðarkefinu. Þú vilt það kannski?
En það þarf að bæta stjórnsýsluna.. það er á hreinu sbr hrunið og Rannsóknaskýrslu Alþingis. Þú vilt kannski ekki taka mark á henni. Stinga henni undir stól. Það virkaði allavega ekki vel fyrir hrunið þegar ríkisstjórnin stungu skýrslum undir stól.
Ég vona að við höfum allavega lært eitthvað af hruninu.
Sleggjan og Hvellurinn, 2.9.2011 kl. 15:00
Svona kratakutar eins og Sleggjan og Omar vita vist ekki enn tratt fyrir hrunid ad god stjornsysla kostar ekki.
God stjornsysla sparar fe og fyrirhøfn.
God stjornsysla tarf ekki ad spyrja um leyfi fra yfirvaldi meira en 2000 km i burtu.
jonasgeir (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 17:25
Fyrir mér er það lítið annað en undirlægjuháttur að ætla öðrum að greiða fyrir bætur, sérhverjar, á stjórnkerfi eða öðru. Fæ þó ekki séð að bætur þurfi að kosta mikið, alla vega mættu menn huga að þeim sem kosta minna, ef menn á annað borð eru svo meðvitaðir um gallana.
Sífellt tal sumra um að í sumum öðrum löndum viðgangist fátt slæmt; fátt annað en siðgæði í hæstu hæðum, er innantóm tal. Ég hef búið erlendis árum saman í Skandinavíu og víðar og hef ekki enn rekist á þessar siðuðu, gallalausu verur stjórnsýslunnar í formi embættismanna eða stjórnmálamanna.
Eitt sinn var talað um Aronsku á Íslandi - hvaða nafni á að gefa þeim liggja flatir fyrir mútum frá Brussel? Einhverjar tillögur?
Ólafur Als, 2.9.2011 kl. 17:51
Hvaðan kom Bankalöggjöfin sem spilaði stóra rullu í því hvernig fór? Brussel kannski?
Brynjar Þór Guðmundsson, 2.9.2011 kl. 21:27
Hér er hægt að fá gott dæmi um hversu siðuð og hrein stjórnsýslan í ESB er...
http://www.youtube.com/watch?v=YWSYMpuCFaQ
Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.9.2011 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.