Föstudagur, 2. september 2011
Egill Helga og fílabeinsturn umræðunnar
Egill Helgason gagnrýnir að alþingi veiti fjármunum til félagasamtaka sem ýmist eru fylgjandi eða andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu. Umræðan á vegum Heimssýnar, Evrópuvaktarinnar og Já Íslands sé leðjuslagur, segir Egill sem vill upplýsta umræðu.
Egill er í krafti starfa sinna hjá RÚV kallaður umræðustjóri Íslands. Egill er jafnframt margyfirlýstur aðildarsinni.
Er umræðan upplýst ef Egill stjórnar henni?
Athugasemdir
Nei hún er það ekki.
Silfur Egils er ágæt sönnun þess.
Grátbroslegur þáttur.
Karl (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 11:13
Heyr á endemi, Egill líttu í spegil,hrökk upp úr mér við lestur pistilsins. Það er hróplegt ranglæti,að skylda mann til borga fyrir Ruv. Það lýsir vel hve Íslendingar eru yfir höfuð vel að sér og sjálstæðir í hugsun,að þessum gaur tókst ekki að afvegaleiða meiri hluta hennar,í Icesave. Fengi hann stjórnarandstæðing til að mæta í settið,gætti hann þess vel að taka fram í fyrir honum,þegar vðkomandi var kominn,með gagnrínar athugasemdir,á athöfnum Jóhönnustjórnar.
Helga Kristjánsdóttir, 2.9.2011 kl. 11:33
ESB hefur nú þegar borgað flug og hótel undir blaðamenn. Hafi umræðan ekki orðið upplýstari fyrir vikið eru blaðamenn ekki að sinna sínu starfi. Reyndar sögðu þeir ekki neinum frá pakkaferðalaginu sínu - en þegar upp komst snéru þeir laumuferðinni upp í umræðu um laumuaðildarsinna.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 11:39
Egill mælti með að taka myntkörfulán fyrir lántakendur fyrir hrun (Við vitum nú hvernig það fór). Eigum við ekki að staldra við, Egill vill nú inn í ESB og taka upp evru.
Egill Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 12:12
Til hamingju með að vera komin á launaskrá hjá ,,þessu apparati" og megi yður farast umræðustjórn vel úr hendi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2011 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.