Fimmtudagur, 1. september 2011
Jóhanna laug um Líbíu-ályktun alþingis
Forsætisráðherra sagði í viðtali við fjölmiðla síðast liðinn þriðjudag að alþingi hefði ályktað um hernað NATO í Líbíu og að utanríkisráðherra hefði framfylgt þeirri ályktun. Í Sjónvarpsfréttum í kvöld kom fram að Jóhanna Sigurðardóttir laug að fjölmiðlum - alþingi hefur aldrei ályktað um Líbíu-málið.
Þingsályktanir eru ekki léttvægar. Stærsta breyting á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, aðildarumsókn að Evrópusambandinu, er reist á einni þingsályktun. Í þjóðfélaginu er deilt um hvort utanríkisráðherra starfi innan ramma þeirrar þingsályktunar þegar hann teymir Ísland inn í aðlögunarferli Evrópusambandsins.
Þegar forsætisráðherra skáldar upp þingsályktanir má nærri geta hvernig umgengnin hjá verkstjóra ríkisstjórnarinnar er við þær þingsályktanir sem alþingi samþykkir.
Hér er komið að skilum alþingis og ríkisstjórnar.
Athugasemdir
Ja hérna, hvernig er staðan hjá Jóhönnu og þessari " ríkisstjórn " þegar hún vísar í ályktun ALÞINGIS, sem ekki er til,???????
Matthias M. Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 20:14
Lyktir stjórnmálaferils Jóhönnu eru harmleikur.
Rósa (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 20:31
Er ekki Jóhanna vön að ljúga ?
Vilhjálmur Stefánsson, 1.9.2011 kl. 20:33
Hafa skal gát í nærveru sálar. Þetta er orðin gömul og þreitt kona.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 21:14
Hitti fólk í dag sem svarar fyrirspurnum sem berast tilteknu sviðið Reykjavíkurborgar meðal annars frá fjölmiðlum. Rætt var um það hver mikill skortur væri á starfsfólki á fjölmiðlum. Einhver nefndi það að þegar umfjöllun var um Eyjafjallagosið á Stöð2 hafi varla sést á skjánum nokkur sem virtist eldri en um fermingu. Fermingarbörn geta að sjálfsögðu verið vel að sér, en ekki er víst að þau hafi inngrip í þjóðmál og ríkjandi reglur og stefnur og lærist með yfirlegu um nokkurra ára skeið. Sé það rétt að forsætisráðherra hafi komist í gegnum sjónvarpsviðtal með því að vísa til einhvers sem aldrei gerðist, þá er það ekki síður áfellisdómur um færni fréttamannanna en um sannsögli ráðherrans.
Flosi Kristjánsson, 1.9.2011 kl. 21:34
Gott kvöld öll sömul
það er ekkert nema glott þegar hún lígur að þjóðinni.Henni er nákvæmlega sama um hvernig fer fyrir okkur sem þjóð og ef það er nokkur sem getur trúað orðum hennar þá er sá eða sú HEILADAUÐ.
Jón Sveinsson, 1.9.2011 kl. 21:48
FORSÆTISRÁÐHERRA mun flytja fyrstu bullræðu nýs þings i fyrramálið um tiu leytið ......Allir á Austurvöll .......tIL að segja farðu heim Jóhanna ,svo þú sleppir við að að við verðum reiðari við þig !! Og af þvi að hun er orðin fullorðin og þreytt er ekki eftir neinu að biða nema frekari leiðindum fyrir hana sjálfa , sem hun virðist ekki skilja frekar en annað ....sorglegt allt saman !!
Ransý (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 22:29
Í leiðara Mbl. 31.8., 'Rannsóknarríkisstjórn', segir m.a.:
"... Jóhanna Sigurðardóttir, sem líkt hefur þingmönnum VG við ráfandi ketti, hefur af þessu tilefni áréttað að stjórnarliðar eigi að tala af virðingu hverjir um aðra. Hún benti jafnframt á að utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefði hagað sér "kórrétt" í Líbíumálinu Hann hefði í einu og öllu fylgt ályktun Alþingis um málið, sagði Jóhanna. Það var vissulega mjög vel af sér vikið hjá utanríkisráðherranum í ljósi þess að Alþingi hefur enga ályktun gert um málið. Yfirlýsing Jóhönnu er talin hluti af Dýrafjarðar-afbrigðinu í pólitískri refskák, sem enginn teflir betur en núverandi forsætisráðherra landsins."
Svo er áfram fléttað út frá þessu í leiðaranum bráðskemmtilegum.
Jón Valur Jensson, 1.9.2011 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.