Síminnkandi Evrópa og þýsk nauðvörn með ESB

Evrópusambandið er nauðvörn fyrir Þjóðverja sem dreymir völd og áhrif. Eftir seinni heimsstyrjöld var Evrópa með 22 prósent af mannfjölda jarðarinnar en hlutfallið er núna 12 prósent. Hlutfall Þjóðverja af heimsfjöldanum var 2,7 prósent en er núna 2,3 prósent. Árið 2050 verða Evrópubúar aðeins 7 prósent af fólksfjölda heimsins og Þjóðverjar lítil 0,7 prósent. Án Evrópusambandsins getur Þýskaland illa varið hagsmuni Þjóðverja á alþjóðavettvangi, hvort heldur efnahagslega eða menningarlega.

Ofanritað, að fyrstu setningunni frátaldri, er efnisleg þýðing á leiðara eins virtasta dagblaðs Þýskalands, Frankfurter Allgemeine Zeitung.

Spurningin sem Íslendingar ættu að svara er eftirfarandi: er það okkar hlutverk að auka veg Þjóðverja í henni veröld?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Fyrir mörgum árum las ég þýdda grein úr þýsku blaði. Hún fjallaði um breytta þróun í fjölskylduminstri Þjóðverja. Könnun sýndi að hjón vildu einungis eignast 1 barn,ástæðum var raðað í 1-2-3,og 4. Minnir að fyrsta ástæðan hefði verið of kostnaðarsamt,síðan of mikil vinna,einhverjir nefndu að börn væru leiðinleg.  Greinin endaði einhvern veginn svona; Kanski verðum við rík þjóð.en útdauð;.

Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2011 kl. 19:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Afsakið, það átti að standa eitt barn eða ekkert.

Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2011 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband