Miðvikudagur, 31. ágúst 2011
Stjórnarandstaðan taki utanríkismálin í sínar hendur
Í utanríkismálum er ríkisstjórnin lömuð. Stjórnin hangir á dauðvona um ESB-aðildarumsókn; forsætisráðherra segir ósatt um ályktun alþingis um stuðning við aðgerðir NATO í Líbíu og samstarf Íslands við nágrannaríki er í uppnámi vegna þess að utanríkisráðuneytið er heltekið Brussel-sýki.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru einhuga um að leggja til hliðar umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Flokkarnir eru einnig samstíga í afstöðunni til samstarfs við nágrannaríkin Grænland, Færeyjar og Noreg.
Með því að móta og kynna bæði heima og erlendis nýja afstöðu Íslands til utanríkismála, í kjölfar afturköllunar aðildarumsóknar, tekur stjórnarandstaðan af skarið og sýnir sig hæfa til að taka hér við stjórnartaumunum.
Þegar alþingi kemur saman er tækifæri stjórnarandstöðunnar að láta slag standa og afhjúpa í leiðinni ömurlega frammistöðu Jóhönnustjórnar í utanríkismálum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.