Evran mestu mistök lífs míns

Þátttaka mín að koma á fót sameiginlegum gjaldmiðli fyrir Evrópusambandið eru mestu mistökin sem ég hef gert á mínu ferli. Þannig hefst grein í Financial Times eftir Hans-Olaf Henkel fyrrum forseta Samtaka iðnaðarins í Þýskalandi.

Henkel segir grunnhugmyndina með evruna ranga, um að einn gjaldmiðill geti hentað mörgum ólíkum efnahagskerfum. Útfærslan á hugmyndinni hafi einnig mistekist með því að bæði var svindlað á inntökuskilyrðum þegar Grikkjum var hleypt inn og svo hitt að björgunaráætlun fyrir Grikki brýtur grunnforsenduna um að evran eigi ekki að leiða til sameiginlegrar ábyrgðar á skuldum hvers ríkis.

,,Sameiginleg ábyrgð fjármálaskuldbindinga felur í sér að enginn ber ábyrgð," skrifar Henkel. Hann segir tímabært að ríki sem búi við fjármálaaga, þ.e. Þýskaland, Holland, Finnland og Austurríki, eigi að fara úr evru-samstarfinu og taka upp nýjan gjaldmiðil. Gengi evrunnar myndi þá falla og auðvelda Suður-Evrópuríkjum að auka samkeppnishæfni sína.

Skrýtið að Henkel skuli ekki hafa heyrt um greiningu íslenska gáfnatríósins Össurar Skarphéðinssonar, Björgvins G. Sigurðssonar og Sigríðar I. Ingadóttur um að evru-kreppan sé aðeins stormur í vatnsglasi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hróður og raddir þessara mannvitsbrekkna Samfylkingarinnar hafa augljóslega ekki náð til allra í útlandinu.  Hverju skyldi nú valda ...  ???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 16:21

2 Smámynd: Sólbjörg

Það er mál að einhver þýði fyrir erlend dagblöð greiningu visku vitringanna þriggja og komi á framfæri.

Hlakka til þegar Össur, Björgvin og Sigríður verða í heimspressunni og evru þekking þeirra vitringanna mun lýsa upp heimsbyggðina öllum til léttis og gleði.

Sólbjörg, 31.8.2011 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband