Líbísk ástæða stjórnarslita

Ríkisstjórnarflokkarnir hvor um sig vígbúast ástæðum til að slíta stjórnarsamstarfinu. Líbía og NATO hentar Vinstri grænum ágætlega sem stjórnarslitamál. Jóhanna veit það og snýr málinu upp í það að annar stjórnarflokkurinn megi ekki skamma hinn opinberlega með ályktunum.

Sjálf hefur Jóhanna látið gamminn geysa um þingmenn Vinstri grænna og nefnt þá nöfnum úr dýraríkinu.

Báðir stjórnarflokkanna vita að þeir munu ekki mynda næstu ríkisstjórn. Þess vegna er beðið eftir vinki frá Bjarna Ben. formanni Sjálfstæðisflokksins.

 


mbl.is Óskiljanleg ályktun um Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Hvers vegna ættu VG að vilja að slíta stjórnarsamstarfinu? Og sleppa höndum af völdunum? Þeir hafa jú þau völd sem þeir kæra sig um núna, enda stukku þeir upp á nef sér þegar Katrín Júl alltíeinu dansaði ekki eftir þeirra pípu.

VG kæra sig ekkert um að slíta stjórnarsamstarfinu, nema þá til að sitja einir að ráðuneytunum, losa sig við Samfylkinguna og taka engan inn í staðinn. Það er næstumþví hægt núna, en trúlega þurfa þeir að aftengja Alþingi áður en þeir geta komið málum þannig fyrir.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 30.8.2011 kl. 13:56

2 identicon

Hvenær tekur þessi tragikómedía enda ... ???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 15:20

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Assgoti er mér að förlast,með hraðlestur las fyrirsögnina Lí(es) bísk ástæða stjórnarslita,ég varð að koma upp um mig,grín er hressandi í hófi,nú er ég í hófi.

Helga Kristjánsdóttir, 30.8.2011 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband