Össur fær trú á Íslandi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra deilir með alþjóð nýfenginni trú sinni á Ísland. Grein í Fréttablaðinu lýkur með orðunum ,,Tölum ekki niður Ísland." Össur og félagar hans í Samfylkingunni eru til skamms tíma einkum þekktir fyrir áróður fyrir því að Ísland segi sig til sveitar hjá Brussel.

Árni Páll efnahagspáfi Össurar notar hvert tækifæri til að tala niður krónuna og útmála getuleysi Íslendinga að fara með eigin mál.

Össur óskar sér að stjórnarandstaðan taki nýja bjartsýnistrú og vitanlega hefur það ekkert með nauman meirihluta stjórnarinnar á alþingi að gera.

Orð eru ekki nóg til að sannfæra alþjóð um umskipti Össurar. Afturköllun umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu væri athöfn sem sýndi að hugur fylgdi máli.

Þú átt leik, Össur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli hann sé ekki farin að sjá að þetta mun aldrei ganga upp, Esb draumurinn búinn og þá er plan B, að hörfa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 08:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hvað gerir hann í þessari stöðu!!? Drottningin í uppnámi, búinn að fórna hrók, klukkan að falla. Æ! legðu kónginn á hliðina. Hvítur er með unna stöðu.

Helga Kristjánsdóttir, 30.8.2011 kl. 11:02

3 Smámynd: Elle_

Hann og hans flokkur og E-sambandssinnar eru búnir að tala landið og landsmenn svo niður svo lengið að það er ekki lengur fyndið. 

Elle_, 30.8.2011 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband