Finnar vilja veð í grísku fullveldi

Skilyrði Finna fyrir láni til Grikkja er að grískar ríkiseigur, flugvöllurinn í Aþenu, hafnir og hlutir í símafyrirtækjum verðir færðar í hendur eignarhaldsfélags í Lúxembúrg. Tilgangur Finna er að fá trygg veð fyrir lánum sem þeir veita samkvæmt björgunaráætlun Evrópusambandsins.

Reuters segir að krafa Finna jafngildi að veðtöku í grísku fullveldi.

Fái Finnar ekki fullnægjandi veð hóta þeir að draga lánsloforðið til baka. Þótt Finnar séu ekki skrifaðir fyrir stórum hluta af björgunarpakkanum til Grikklands eru Finnar með hæstu lánshæfiseinkunn, eða þrefalt A, og veita pakkanum lögmæti.

Uppnámið í Evrulandi heldur áfram.


mbl.is Björgunarpakkinn í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnar vita sem er að þetta er tapað fé.

Þess vegna ekki óeðlilegt að þeir vilji tryggja sig á einhvern hátt þegar þeir þurfa að skera niður í eigin grunnþjónustu.

ESB elítupólitíkusarnir hafa ekki jafn mikið til brunns að bera og Geir sem viðurkenndi fall fjármálakerfisins.

Hann tapaði valdastólnum að launum, en breytti rétt.

Á meðan senda ESB pólitíkusar reikningin á almenning eins lengi og þeir geta til að sitja áfram í þægilegum embættum.

Ekki skrýtið að kratar sæki í þessa stjórnarhætti!

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband