Laugardagur, 27. ágúst 2011
Amman frá Elsass og þýsk-franskir hermenn
,,Ég kynntist konu frá Elsass sem sagði mér að amma hennar, sem náði níræðisaldri, hefði skipt fimm sinnum um ríkisfang. Úr sömu fjölskyldu voru ungir menn kvaddir í herinn af keisara Þýsk-austurríska keisaradæmisins, synir þeirra gegndu herþjónustu í þriðja lýðveldi Frakka, en sonarsynir í Þriðja ríki Hitlers. Þeir sem gengu öðrum framar í hildarleiknum báru ýmist Járnkross eða Croix de guerre eftir atvikum."
Tilvitnunin er í eina grein Tómasar I. Olrich sem birtist í Morgunblaðinu í sumar. Heimssýn endurbirtir greinaflokkinn.
Tómas fléttar saman yfirgripsmikilli þekkingu á sögu Evrópu í bland við persónulega reynslu svo að úr verður fróðleg og áhugaverð greining á Evrópusambandinu.
Athugasemdir
Kom on.
Þesaar greinar T. Olrich sýna engan veginn yfirgripsmikla þekkingu á sögu Evrópu.
Kom on!
Þetta er djók.
T.O er djók og reyndist ömurlegur stjórnmálamaður og enn verri ráðherra.
Saknar einhver þessa manns úr íslenskri pólitík?
Ha?
Við þurfum betri áróðursmenn en ríkisrekna lúða sem komist hafa í álnir á grundvelli engra verðleika.
Karl (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 20:51
Greinar Tómasar eru frábærar, vel skrifaðar og einkennast af haldgóðri þekkingu á viðfangsefninu.
Baldur (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 21:44
Karl, gæði stjórnmálamanna fara ekki eftir því hverjir gala hæst.
Svo við tökum dæmi; allir kannast við Össur Skarphéðinsson sem galar eins og hani á haug, en skilur ekkert eftir nema hástigs lýsingarorð og göróttan feril. Steingrímur Joð gerði í 18 ára eyðimerkurgöngu sinni háværar kröfur um heiðarleg vinnubrögð stjórnvalda. Í tveggja og hálfsárs setu í ríkisstjórn hefur hann slegið öll met og gott betur, í óheiðarleika, útúrsnúningum og svikum.
Litskrúðugir báðir tveir en verður varla minnst vegna verðleikanna.
Ragnhildur Kolka, 28.8.2011 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.