Þjóðareignin til Brussel í boði Vinstri grænna

Vinstrihreyfingin grænt framboð þykist vilja þjóðareign á fiskimiðunum en flokkurinn er ástæðan fyrir því að ráðstöfunarrétturinn á téðum fiskimiðum er á leiðinni til Evrópusambandsins. Samvkæmt Lissabonsáttmálanum fer Evrópusambandið með skilyrðislaust forræði yfir fiskveiðum aðildarríkja.

Trúverðugleikavandi Vinstri grænna er öllum ljós. Þingmenn flokksins greiddu götu Samfylkingar til að senda umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Þingflokksformaðurinnn, Árni Þór Sigurðsson, tekur þátt í yfirhylmingu á aðildarferlinu og vílar ekki fyrir sér blekkingar og ósannsögli í þeim efnum.

Eina leið Vinstri grænna til að ná sáttum við kjósendur sína er að fylkja liði um kröfuna að umsókn Íslands verði afturkölluð.


mbl.is Ætla að tryggja þjóðareign auðlinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fái Ísland ekki sérákvæði um ákvörðun á heildarafla á Íslandsmiðum er ljóst að endanleg ákvörðun verður tekin sameiginlega í ráðherraráðinu þar sem sjávarútvegsráðherrar ESB ríkja eiga sæti. Þá má halda því fram með ágætis rökum að Íslendingar muni glata forræði yfir fiskimiðunum. Hér er þó ekki allt sem sýnist.

Þegar rétturinn til veiða er skoðaður blasir við að Íslendingar fengju einir að stunda veiðar í íslenskri lögsögu vegna grundvallarreglu ESB um sögulega veiðireynslu. Evrópusambandið viðurkennir ekki sögulegan veiðirétt fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur og þess vegna sætu Íslendingar einir að staðbundnum stofnum á Íslandsmiðum. Samningar liggja fyrir um skiptingu deilistofna fyrir kvótabundnar tegundir sem við nýtum sameiginlega með ESB þjóðum og þeir samningar yrðu lagðir til grundvallar við aðild. Makrílstofninn er undantekning en um hann verður trúlega samið á næstunni og þreifingar í þá áttina standa yfir. Með þetta í huga má með ágætis rökum fullyrða að Íslendingar haldi forræði sínu yfir fiskimiðunum og þurfi alls engin sérákvæði í aðildarsamningum til þess.

hrafnafloki (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 08:50

2 identicon

Hvað með kvótahopp hrafnaflóki, hvernig glötuðu bretar sínum fiskimiðum með sína sögulegu veiðireynslu?

Hvaða ákvörðunarrétt höfum við þegar nýjar tegundir sækja inn í landhelgi okkar? ...engann! Það verður bara einhver pólitísk drusla í brussel sem gefur eftir undan þrýstingi stærri ríkja og á endanum eigum við ekki neitt. Svona "allir í esb eru vinir okkar" hugsunarháttur er glópska.

Njáll (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 10:16

3 identicon

Gætu Íslendingar komið í veg fyrir „kvótahopp“ ef til aðildar kæmi?

Ef Íslendingar sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu er ljóst að hlutfallslegi stöðugleikinn myndi tryggja að svo til allur sá kvóti, sem heimilt yrði að taka úr sjó við Ísland, félli okkur í skaut. Í norska aðildarsamningnum - frá 1994 - er meginreglan sú að aflahlutdeild ESB innan norskrar lögsögu og öfugt er byggð á sögulegri veiðireynslu áranna 1989 til 1993. Í samningnum er kveðið á um að samningsaðilar mega hvorki auka sókn í vannýtta stofna í lögsögu hvor annars, né auka veiðar á þeim tegundum sem ekki sæta ákvörðun um leyfilegan hámarksafla. Norðmönnum tókst því að tryggja svo til óbreytta stöðu mála gagnvart ESB frá því sem var í fiskveiðisamningnum í tengslum við EES-samkomulagið.

Norðmönnum var mikið í mun að tryggja að eignarhald á fiskveiðiheimildum yrði bundið við þegna viðkomandi aðildarríkis þannig að hlutfallslegu jafnvægi yrði ekki raskað með „kvótahoppi.“ Einungis norskir ríkisborgarar geta átt fiskiskip sem gerð eru út frá Noregi og vildu Norðmenn halda þessu fyrirkomulagi eftir inngöngu í ESB. Þetta stangast á við grundvallarreglu ESB sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis og var hafnað á þeirri forsendu. Í samningnum var gert ráð fyrir að Norðmenn fengju þriggja ára aðlögunartíma í þessum efnum og í sameiginlegri yfirlýsingu var áréttuð nauðsyn þess að tryggja hagsmuni þeirra svæða sem háð eru fiskveiðum. Með sameiginlegu yfirlýsingunni og áliti Evrópudómstólsins töldu Norðmenn tryggt að þeir gætu komið í veg fyrir „kvótahopp.“

Norðmenn, líkt og Bretar hafa gert með góðum árangri, hefðu því geta tryggt efnahagsleg tengsl fiskiskips undir norskum fána við Noreg með lögum og þannig komið í veg fyrir „kvótahopp.“ Að sjálfsögðu gætu Íslendingar gert slíkt hið sama ef til aðildar kæmi.

hrafnafloki (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 10:26

4 identicon

Það segir sína sögu að leitun er á meiri óstjórn í fiskveiðimálum en innan ESB.

Lífríkið í hafi stendur ekki undir Evrupólitíkusum.

Ekki frekar en Evran.

Aumingja greyið Íslendingar ef þeir lenda undir útlenskum pólitíkusum í Brussel.

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 12:10

5 identicon

Kannski er jólasveinninn til eftir alltsaman...  ???  Hvað hefur hrafnaflóki um þessa yfirlýsingu Þorsteins Pálssonar ESB samningamanns og fyrrum forsætis og sjávarútvegsráðgerra við Mbl. að segja...???

"Þorsteinn Pálsson telur hagsmuni Íslendinga bærilega tryggða með samningnum um evrópska efnahagssvæðið og við hefðum ekki hag af aðild að Evrópusambandinu. Miðað við þá samninga sem séu í deiglunni milli sambandsins og Norðmanna myndi aðild Íslands að ESB ekki þýða bættan aðgang að Evrópumarkaðnum svo nokkru næmi en hins vegar þyrfum við að fórna yfirráðum yfir auðlindum sjávar.

Þorsteinn segir að Norðmenn séu ekki að bæta markaðsstöðu sína með aðild að ESB svo nokkru nemi. Hins vegar séu þeir að gefa Evrópusambandinu eftir yfirráð yfir norskum sjávarútvegi. 80% af útflutningstekjum Íslendinga komi frá sjávarútvegi og meðan við getum ekki bætt aðgang að Evrópumarkaði með aðild en þyrftum að fórna yfirráðum yfir auðlindinni komi ekki til álita að ganga í sambandið.

Þorsteinn segir Evrópubandalagið skuldbundið til þess að standa við EES-samninginn þótt hin EFTA-ríkin gangi í bandalagið. Þorsteinn segir tæknilegt úrlausnarefni að breyta EES-samningnum í tvíhliða samning milli Evrópusambandsins og Íslands.

"Mér sýnist að við höfum tryggt okkur. Með hinu værum við að fórna yfirráðum yfir landhelginni. Ég held að íslenskir sjómenn myndu aldrei sætta sig við að ákvarðanir um möskvastærð og friðunaraðgerðir með lokun á ákveðnum veiðisvæðum yrðu settar undir valdið í Brussel. Við ætlum okkur að ráða þessari auðlind, hún er undirstaðan undir okkar sjálfstæði," sagði Þorsteinn Pálsson."
 

.

Nema að samningamaðurinn og ESB inngöngusinninn Þorsteinn Pálsson er svona assskoti illa að sér í málefnum sambandsins í sjávarútvegsmálum þess sem fyrrum forsætis og sjávarútvegsráðherra eins og hrafnaflóki væntalega vill meina.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 12:42

6 identicon

Umræðan og »töfralausnin«

Ýmsir kvarta gjarnan undan umræðunni um Evrópusambandið hér á landi, en eiga í raun við að stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu séu að fara halloka í rökræðunni. Strax eftir fall bankanna haustið 2008 vildu sumir líta á þetta efnahagsáfall sem tækifæri til að koma Íslandi umræðulítið inn í Evrópusambandið og beittu ótrúlegustu þvingunum til að ná sínu fram. Ísland er enn að glíma við afleiðingar þessara ósvífnu pólitísku klækjabragða og þau hafa verið landinu afskaplega dýrkeypt og dregið efnahagserfiðleikana á langinn langt umfram það sem ástæða var til.

Menn gengu ótrúlega langt í að misnota sér aðstæðurnar þegar Ísland átti í sem mestum erfiðleikum og núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra lét eftirfarandi ummæli til að mynda frá sér fara í október 2008: »Það hefur sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að Evrópusambandsaðild er töfralausn við fjármálalegum óstöðugleika og aðstæðum á borð við þær sem Íslendingar standa nú frammi fyrir.«

Nú, þegar rykið er að setjast og æ fleiri átta sig á að ekkert var til í yfirlýsingum af þessu tagi, nýtur málflutningur talsmanna Evrópusambandsaðildar æ minni skilnings. Og þegar hallar undan fæti láta áróðursmennirnir eins og skýringin á skorti á stuðningi við þeirra sjónarmið sé skortur á umræðu. Þess vegna á, með ríkulegri fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu, að »upplýsa« Íslendinga um »kosti og galla« aðildar. Menn geta rétt ímyndað sér hvort áherslan verður á kostina eða gallana í þeim »upplýsingum«.

En þó að áróðursmenn Brussel láti iðulega sem upplýst umræða sé af skornum skammti er töluvert fjallað um þessi mál, ekki síst í Morgunblaðinu. Í sumar hefur Morgunblaðið til að mynda haft ánægju af að birta ýtarlegan og vandaðan greinaflokk Tómasar Inga Olrich um Evrópusambandið, sögu þess og þróun, evruna og afleiðingar þess að Ísland gengi í sambandið.

Tómas Ingi leiðir í greinum sínum að mestu hjá sér landbúnaðar- og sjávarútvegsmál, enda hafi bændur og samtök þeirra fjallað rækilega og af vandvirkni um landbúnaðarþáttinn og flestum sé ljóst »að aðild að ESB myndi flytja stjórn sjávarauðlindarinnar til sambandsins«. Um þetta deilir enginn í alvöru en með greinum sínum færir Tómas Ingi greinargóð rök fyrir því að burtséð frá þessum ríku hagsmunum »sé aðild að Evrópusambandinu óráð«.

»Það stríðir gegn hagsmunum Íslendinga og vegur að sjálfstæði þjóðarinnar að færa samskipti við umheiminn, sem eru fjöregg þjóðarinnar, undir erlenda valdastofnun, sem Íslendingar hafa ekki og geta ekki haft áhrif á,« segir Tómas Ingi og varar einnig við því að hættulegt væri fyrir þjóðina að taka upp evruna. Svar Evrópusambandsins við vanda hennar sé að efla stórlega samrunaferli þess með tilheyrandi framsali fullveldis til Brussel.

Vönduð umræða um Evrópusambandið af því tagi sem Tómas Ingi Olrich hefur boðið lesendum Morgunblaðsins upp á er því miður mjög ólík þeirri umræðu sem ákafir stuðningsmenn aðildar hafa staðið fyrir. Þeir menn sitja fastir við sinn keip og boða enn að Evrópusambandið sé »töfralausn« og vilja ekkert kannast við að evrusvæðið og Evrópusambandið allt séu í stórkostlegum vanda.

Áróðursmenn Evrópusambandsaðildar hér á landi neita að horfast í augu við það sem allir aðrir viðurkenna, þar með taldir allir málsmetandi fræði- og stjórnmálamenn innan sambandsins sjálfs. Engum, utan þröngs hóps áköfustu aðildarsinna hér á landi, dettur í hug að fjalla um efnahagsvanda Evrópusambandsins af léttúð.

Vandinn við umræðuna um Evrópusambandið hér á landi og mögulega aðild Íslands að því er að hér finnast stjórnmálamenn og »fræði«menn sem láta sig hafa það að afvegaleiða umræðuna og telja tilganginn helga meðalið. Það sem svo gerir málið alvarlegt fyrir Íslendinga er að margir þessara hafa komið sér í þá stöðu, þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta meðal þjóðarinnar, að geta þvingað fram viðræður um aðild Íslands að sambandinu og dregið þær á langinn. Þessir menn bera mikla ábyrgð. Hið sama á við um þá sem leyfa þessu að eiga sér stað.

(Leiðari Mbl. í dag. sem á vel við)
.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 13:13

7 identicon

Vissu menn að Evrópusambandið hefur haft sjóð í áraraðir þar sem ESB og Baugspennar og Fréttablöð hafa getað sótt "fjárhagsaðstoð" vegna "íþyngjandi" kostnaðar fylgjandi því að halda úti jákvæðum skrifum um Brussel veldið ...  ??? 

Ku hann vera afskaplega ríflegur í fjárveitingum til þessara aðila í gegnum árin.  Þetta er ekki sá sjóður sem opinberlega hefur verið settur á stofn og á að fjármagna áróðursstríð ESB hérlendis og hefur verið í umræðunni.

Vert er að geta þess að ESB er mest auglýsta vörumerki jarðarinnar og slær sjálfu Coka Cola við og vel það hvað kostnað viða að halda nafninu sínu á lofti með beinum auglýsingum og almannatengslum eins og td. hérlendis.

Eru ekki einhverjir ESB alheimseinangrunarsinnar tilbúinir að útskýra fyrir okkur alheimsmeðvituðum hvernig getur staðið á þessum ósköpum..???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 15:43

8 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Hvet hrafnaflóka og aðra bjartsýnismenn að lesa evrópuskýrslu Forsætisráðuneytisins og "green paper" frá 2001.

Í skýrsluni kemur skýrt fram lagtímamarkmið Erópusambandsins í fiskveiðimálum, það liggur alveg ljóst fyrir að við munum tapa öllum yfirráðum yfir auðlindinni fyrir utan 12mílurnar þegar ESB telur réttan tíma kominn.

Skýrsla Evrópunefndarinnar bls 98

"4.5.3.1. Úthlutun aflaheimilda og meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika

Í grænbók framkvæmdastjórnarinnar um endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar árið 2001 kemur fram að framkvæmdastjórnin hafi á þeim tíma ekki séð raunhæfan valkost við regluna um hlutfallslegan stöðugleika. Hins vegar kemur einnig fram að þegar búið verði að taka á vandamálum innan sjávarútvegsins og efnahagslegar og félagslegar aðstæður innan greinarinnar verði orðnar stöðugri væri hægt að endurskoða þörfina á að viðhalda reglunni um hlutfallslegan stöðugleika og möguleikann á því að leyfa markaðsöflum að starfa á sviði fiskveiða eins og annars staðar í efnahagslífinu Svipuð sjónarmið koma fram í vegvísi fyrir framkvæmd endurbóta á sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni, en þar segir m.a. að endurbæturnar geti með tímanum skapað hagstæðari aðstæður fyrir notkun venjulegra efnahagslegra skilyrða á sviði fiskveiða og fyrir afnámi hindrana á borð við úthlutun aflaheimilda til aðildarríkja og meginreglunnar um hlutfallslegan stöðugleika."

 
"When the structural problems of the fisheries sector have been addressed and the economic and social situation within the sector has become more stable, it may be possible to reconsider the need to maintain the relative stability principle and the possibility of allowing market forces to operate in fisheries as in the rest of the EU economy."


Bls 24

Eggert Sigurbergsson, 27.8.2011 kl. 16:13

9 identicon

Sæll Eggert, nefndin sem þú minntist á var skipuð 2004 af Davíð Oddssyni. Formaður nefndarinnar var Björn Bjarnason og meðal nenfdarmanna var Einar K Guðfinnsson. Hér er stutt tilvísum í skýrslu nefndarinnar sem kom út 2007:Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB að

hægt væri að víkja frá meginreglunni um hlutfallslegan stöðugleika með auknum meirihluta í

ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni og hægt væri að breyta reglunni með

auknum meirihluta, en það væri ólíklegt að slíkt yrði gert í reynd þar sem reglan væri mikilvægur

hluti af sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni og aðildarríkin væru sátt við hana. Noregur hefði í

sínum aðildarsamningi brugðist við þessum möguleika með því að fá samþykkta sérstaka

yfirlýsingu um mikilvægi reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika.

258

Sjávarútvegssérfræðingar

framkvæmdastjórnar ESB bentu á að Ísland þyrfti væntanlega að undirstrika mikilvægi reglunnar

í svipaðri yfirlýsingu, bókun eða sérákvæði til að tryggja sig gagnvart hugsanlegum breytingum,

þó ólíklegt væri að slíkar breytingar yrðu. Almennt væru slíkar meginbreytingar heldur ekki

gerðar nema í sátt við þau aðildarríki sem hefðu verulegra hagsmuna að gæta í viðkomandi máli.

Í þessu sambandi er rétt að minna á að yfirlýsingar hafa pólitískt gildi og geta hjálpað til við að

skýra einstakar lagagreinar, en lagalegt gildi þeirra er hins vegar takmarkað. Lagaleg staða

sérlausnar eða bókunar í aðildarsamningi er hins vegar sterk því aðildarsamningur hefur sama

lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB..... Og hér er önnur tivísun;Í grænbók framkvæmdastjórnarinnar um endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar árið 2001 kemur

fram að framkvæmdastjórnin hafi á þeim tíma ekki séð raunhæfan valkost við regluna um

hlutfallslegan stöðugleika. Hins vegar kemur einnig fram að þegar búið verði að taka á

vandamálum innan sjávarútvegsins og efnahagslegar og félagslegar aðstæður innan greinarinnar

verði orðnar stöðugri væri hægt að endurskoða þörfina á að viðhalda reglunni um hlutfallslegan

stöðugleika og möguleikann á því að leyfa markaðsöflum að starfa á sviði fiskveiða eins og

annars staðar í efnahagslífinu......

Að lokum úr skýrslunni :Ísland hefur samkvæmt EES-samningnum heimild til að takmarka fjárfestingar útlendinga í

íslenskum sjávarútvegi og í gildi eru sérstök lög þar að lútandi.

266

Á fundi nefndarinnar með

sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB kom fram að ólíklegt væri að hægt yrði að

viðhalda þessum takmörkunum ef Ísland gengi í ESB, en hugsanlega væri þó hægt að halda þeim

tímabundið, auk þess sem hægt væri að setja ákveðin skilyrði um efnahagsleg tengsl við Ísland,

sbr. umfjöllun um kvótahopp....

hrafnafloki (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 17:58

10 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"3.2 Bresku lögin frá 1999 um efnahagsleg tengsl
Í ljósi þess hversu erlendum fiskiskipum sem sigldu undir breskum fána fjölgaði mikið í
kjölfar þess að skipskráningarlögin frá 1988 voru dæmd ógild reyndu bresk stjórnvöld að sporna við þessari þróun. Bretar settu þrýsting á ESB að koma í veg fyrir kvótahopp og vildu ð aðildarlönd gætu sjálf sett reglur um kvótaúthlutun án afskipta ESB. Bretar gerðu tillögu ð nýjum lögum um efnahagsleg tengsl fiskiskips við fánaríki árið 1997 og fór ramkvæmdastjórn ESB yfir þessar tillögur. Samkomulag náðist við framkvæmdastjórnina rið 1998 þar sem efnahagsleg tengsl af ýmsu tagi voru gerð að skilyrði úthlutunar eiðiheimilda. Samkomulagið mælti fyrir um að Bretum væri heimilt að viðhalda tilteknum akmörkunum á skráningu fiskiskipa í Bretlandi í því skyni að sporna við kvótahoppi og ryggja efnahagsleg tengsl útgerða við Bretland. Þessi lög hafa verið í gildi frá 1. janúar 999.18 Þau kveða á um að skip verði að uppfylla a.m.k. eitt eftirtalinna atriða til að geta engið úthlutað kvóta í Bretlandi:


a) 50% af afla skipsins sé landað í breskri höfn, eða
b) 50% áhafnar sé búsettur í Bretlandi (ekki nauðsynlega breskir ríkisborgarar),
eða
c) verulegur hluti útgjalda útgerðar skipsins sé tilkominn í Bretlandi
(lágmarksviðmiðun eru útgjöld sem svari til 50% af aflaverðmæti skipsins eða
50% af launagreiðslum útgerðarinnar), eða
d) önnur atriði sem geti sýnt fram á raunveruleg efnahagsleg tengsl, t.d. með
blöndu ofangreindra skilyrða. Dæmi um slíkt er að helmingur veiðiferða sé frá breskri höfn og helmingur af tíma í landi sé innan Bretlands, eða 35%
hafnardaga sé innan landsins og 40% kvóta sé landað í breskri höfn, eða 30%
kvóta landað í breskri höfn og 45% útgerðarkostnaðar falli til innan Bretlands,
o.fl.

Kvótahoppið er ekki bundið við Bretland. Má sem dæmi nefna að hollensk fyrirtæki hafa járfest í frönskum, þýskum og breskum útgerðarfyrirtækjum og sömuleiðis hefur svipaðrar róunar gætt á Írlandi. Eigi að síður varpar reynsla Breta skýrasta ljósi á þróun kvótahoppsins ar sem þeir hafa litið á það sem mikilvægt pólitískt stefnumið að sporna gegn því. Frakkar rar og Belgar hafa líkt og Bretar sett lög um efnahagsleg tengsl fiskiskipa sem sigla undir eirra fána."

ÞESSAR UNDANÞÁGUR VEGNA KVÓTAHOPPS ERU ALGJÖRLEGA ÓÁSÆTANLEGAR FYRIR ÍSLAND!!!

Eggert Sigurbergsson, 27.8.2011 kl. 18:39

11 identicon

Ekki getur hrafnaflóki frekar en flestir ESB - einangrunarsinnar haldið sig við sannleikann þegar allt er komið í brók.  Ennþá finnst vart sá ESB - einangrunarsinni sem á nokkra samleið við sannleikann og vegna þessa ófærir um að halda uppi vitrænum, upplýstum rökræðum um málefni Brussel - veldisins og ágæti þess að þjóðin fari þar inn. 

hrafnaflóki reynir að gera Evrópunefndina 2004 - 2007 tortryggilega vegna þess að hún hafi verið sett á laggirnar af Davíð Oddsyni, væntalega til eigin afnota ..   og sjálfur Björn Bjarnason átti sæti í henni.  

Hvít lygi og eða hálfsannleikurinn er sagður enn verri en hreinar lygar og hrafnaflóki stundar það sem ESB - einangrunarsinnum er uppálagt.  Starf og skýrsla nefndarinnar hefur verið rómuð og fyrir hversu vel hafi tekist til og ekki sýst af öllum flokkum og er hún hryggjarstykkið í þeim meintu "samningaviðræðum" (aðlögunarferlinu) sem er og hefur verið í gangi.

hrafnaflóki "STEINGLEYMDI" þessum nefndarmönnum og höfundum skýrslunnar eins og er von og vísa talsmanna ESB - einangrunarsinna.:

Össur Skarphéðinsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson tók sæti hennar þegar hún hætti, Ragnar Arnalds, Katrín Jakobsdóttir og Brynjar Sindri Sigurðsson, Einar K. Guðfinnsson, Hjálmar Árnason og Jónína Bjartmarz.

http://www.forsaetisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/2558

 .

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 18:57

12 identicon

Enn um kvótahoppið.Nokkrar staðreyndir varðandi „kvótahopp“

Eins og fram hefur komið höfðu bresku lögin, sem sett voru árið 1988, afdrifaríkar afleiðingar fyrir bresk/spænsk útgerðarfyrirtæki. Það er nokkur kaldhæðni fólgin í því að þessi bresk/spænsku skip voru aðallega að falast eftir lýsingi og langhverfu; hvort tveggja mikils metnar tegundir á Spáni en Bretar hafa aftur á móti takmarkaðan áhuga á. Lýsingur er gríðarlega eftirsóttur á matarborði Spánverja og stendur fyrir um 70% af heildarfiskneyslu þeirra. Hann veiðist víða í fiskveiðilögsögum ríkja Evrópusambandsins og Spánverjar eiga, ólíkt Bretum, langa og ríka veiðihefð í þessari tegund. Þegar Evrópusambandið færði efnahagslögsögu sína út í 200 sjómílur, árið 1977, urðu Spánverjar að hverfa frá mörgum af sínum hefðbundnu lýsingsmiðum.[3] Til þess að komast á þessi hefðbundnu mið flögguðu Spánverjar skipum sínum út og undir breskan fána og öllum stóð á sama. Þetta var fyrir tíma kvótakerfis. Eftir 1983, þegar sjávarútvegsstefna ESB tók á sig þá mynd sem hún hefur í dag, þurftu Spánverjar að kaupa skip sem áður voru í eigu Breta. Flest þessara skipa lágu bundin við bryggju, með veiðileyfi, og eigendur þeirra úreltu þau ekki vegna þess að breska stjórnin neitaði að taka þátt í kostnaði því fylgjandi. Má því segja að „kvótahoppsvandi“ Breta hafi að hluta til verið heimatilbúinn. Það hefur hins vegar löngum þótt þægileg undankomuleið að kenna öðrum um órækt í eigin garði. Þannig hafa Bretar kennt Spánverjum um nánast allt sem miður hefur farið í breskum sjávarútvegi og sakað þá um að virða ekki leikreglur. Í skýrslu, sem unnin var af þingnefnd neðri deildar breska þingsins, kemur fram að þessar ásakanir séu ekki á rökum reistar heldur sé um að ræða reyfarakenndan sálfræðihernað af hálfu Breta. Í skýrslu um „kvótahopp“ sem unnin var við háskólann í Portsmouth kemur fram að öllum breskum skipum sé heimilt að sigla með afla. Árið 1996 var um 30 prósentum af kvóta Breta landað erlendis. Uppistaðan kom frá skipum sem ekki eru „kvótahopparar“ og einungis 3,5 prósentum var landað á Spáni! Það er því augljóst að „kvótahoppið“ er ekki ástæða þess að fiski er landað utan Bretlands. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að „kvótahoppið“ sé ekki efnahagslegt vandamál heldur sé um pólitískan og þjóðernislegan áróður að ræða.

Að ofansögðu er óhætt að fullyrða að „kvótahopp“ yrði ekki vandamál gerðust Íslendingar fullgildir aðilar að Evrópusambandinu. Jafnframt ber að leggja áherslu á að þróun sjávarútvegsstefnunnar sýnir ljóslega að engar reglur eru meitlaðar í stein. Stefnan hefur tekið breytingum og undanþágur hafa verið gerðar til að ná fram sáttum og koma til móts við ólíka hagsmuni aðildarríkja.

hrafnafloki (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 20:32

13 identicon

Þa er ekkert tortryggilegt við skipan nefndarinnar og eins og kemur fram í skýrslunni hefur hún leitað til fjölmargra aðila og aflað margvíslegra gagna. Einar k Guðfinnsson er einn þeirra þingmanna sem hafa mesta þekkingu á sjávarútvegsmáalum. Þættir hans á Ínn voru margir hverjir fróðlegir og skemmtilegir. Sem sagt í nefndinni voru með orðum Björns Bjarnasonar :Auk mín, sem tilnefndur var frá Sjálfstæðisflokknum ásamt Einari K. Guðfinnssyni

sjávarútvegsráðherra, sátu Hjálmar Árnason alþingismaður og Jónína Bjartmarz

umhverfisráðherra í nefndinni samkvæmt tilnefningu Framsóknarflokksins, alþingismennirnir

Össur Skarphéðinsson og Bryndís Hlöðversdóttir samkvæmt tilnefningu Samfylkingarinnar, síðla

árs 2006 tók Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður sæti Bryndísar, Ragnar Arnalds, fv. ráðherra

og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, samkvæmt

tilnefningu þess flokks og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur samkvæmt tilnefningu

Frjálslynda flokksins.

Nefndin réð Hrein Hrafnkelsson, stjórnmála-, viðskipta- og Evrópufræðing, sem ritara sinn og

hefur hann haldið utan um störf nefndarinnar af mikilli kostgæfni, ritað ítarlegar fundargerðir

hennar og síðan þá skýrslu, sem hér er birt....

hrafnafloki (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 20:40

14 identicon

Tillaga: til að umræðan hér verði ekki svona VITGRÖNN þá legg ég til að KVÓTI verði settur á orðafjölda. Þetta BOTNLAUSA bull les enginn!

Helgi (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 20:45

15 Smámynd: Elle_

VG-líðar eru enn að dýpka eigin gröf með endurnýjuðum stuðningi við hrollvekjuflokk Jóhönnu sem skilur ekkert og veit ekkert nema gulu, ljótu stjörnurnar og ICESAVE fyrir Breta, Hollendinga og E-sambandið.

Elle_, 27.8.2011 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband