Fimmtudagur, 25. ágúst 2011
Samfylkingin fjölgar sér úr einangrun
Ráðherrar Samfylkingar fá að heyra það frá embættismönnum í Brussel að ótækt sé að aðildarumsókn Íslands njóti aðeins stuðnings eins stjórnmálaflokks af fjórum á þingi. Lausn yfirplottara Samfylkingarinnar, Össurar Skarphéðinssonar, er að fjölga stjórnmálaflokkum.
Guðmundur Steingrímsson óháður þingmaður verður verkfæri Össurar til að búa til aðildarsinnaðan stjórnmálaflokk á alþingi. Til að Guðmundur fái viðurkenningu sem þingflokkur þarf hann að fá tvo þingmenn með sér.
Össur mun stefna tveim þingmönnum Samfylkingar til Guðmundar og bingó, það er kominn nýr stjórnmálaflokkur á alþingi sem er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Össur, sem farið hefur nokkrar ferðir til Brussel, gerir sér ekki miklar hugmyndir um gáfnafar embættismanna þar suður frá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.