Miðvikudagur, 24. ágúst 2011
Össur hannar þingflokk fyrir Guðmund
Þrír þingmenn mynda þingflokk og þess vegna þarf Guðmundur Steingrímsson einhverja tvo með sér í nýjan þingflokk sem yrði vísir að stjórnmálaflokki. Össur Skarphéðinsson utanríkis stendur á bakvið sinn Guðmund og sér í honum möguleika að breikka stuðninginn við ríkisstjórnina sem stendur tæpt á atkvæði Þráins.
Össur þreifaði fyrir sér hjá þingmönnum Hreyfingarinnar og fékk þannig undirtektir að málið sofnaði ekki. Til að skap hreyfingu á plottið er hugsanlegt að þingmanni Samfylkingar verði att á foraðið. Snillingarnir á Suðurlandi, Björgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall, eru þar helst nefndir enda báðir í vasa Össurar.
Össur kann ýmislegt fyrir sér í pólitískum strengjabrúðuleik.
Þakka Guðmundi samstarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verð að fá að leggja inn þennan leiðara inn á málefnareikning endurkomu Guðmunds Steingrímssonar í Samfylkinguna.:
.
Leiðarar
Flokkaflakk og frjálslyndi
Miðvikudagur, 24. ágúst 2011
"Það er svo sannarlega ekkert að því að stjórnmálamenn yfirgefi flokka sem þeir hafa fylgt að málum. Ekki geta gilt um slíkt strangari reglur en um sjálft hjónabandið. Það er ekki gefið að sambúðin endist vel og stundum er nær að skilja en þrauka. Hinir almennu flokksmenn eru sjálfir á töluverðri hreyfingu inn og út úr stjórnmálaflokkum. Þyki þeim „sinn“ flokkur bregðast í mikilvægum málum þá er eðlilegt og sjálfsagt að velta því upp hvort vært sé innan vébandanna lengur.
Fjölmennustu flokkar landsins sjá nokkur hundruð manns koma og fara á hverju ári. Þeim þykir auðvitað betra ef félagalistinn er í plús á ársvísu. Þegar vandamál og krísur koma upp getur flokkur orðið fyrir því að missa töluverðan hóp frá sér á skömmum tíma. Sumir hinna ósáttu koma aftur heim þegar um hægist eða aðrir koma í staðinn. Mikilvægustu flokksmennirnir eru þeir sem eru staðfastastir. Þeir eru iðulega háværir og fylgnir sér á fundum innan flokks vegna þess að þeir gera kröfur til flokksins síns, enda hafa þeir fylgt honum vel og unnið að framgangi hans. Taki margir slíkir hatt sinn og staf þá eru það vissulega aðvörunarmerki sem forystumenn hljóta að taka alvarlega. En hreyfing á þeim sem þekktir eru fyrir að láta vind ráða veru sinni fremur en tryggð og hollustu er ekki sérstakt áhyggjuefni.
Þegar menn úr framvarðasveit yfirgefa flokk og reyna að gera það með lúðraþyt og söng til að valda sínum gamla flokki sem mestum skaða taka fjölmiðlar auðvitað við sér. Það er eðlilegt enda ekki útilokað að þar felist nokkur frétt.
Guðmundur Steingrímsson alþingismaður fékk ekki vænlegt sæti á lista Samfylkingar við síðustu kosningar og leitaði því til Framsóknar eftir slíku og höfðaði til þungavigtarmanna í sínum ættboga, sem „húkt“ höfðu í þeim flokki alla sína tíð, svo notað sé orðalag þingmannsins. Framsóknarflokknum rann blóðið til skyldunnar og skaffaði sætið. En Guðmundur Steingrímsson taldi að engar kvaðir hefðu fylgt kjöri sínu fyrir nýjan flokk og hélt áfram að líta á sig sem samfylkingarmann í störfum sínum á þinginu og veitti þeim flokki jafnan þegar mest lá við, en ekki sínum eigin flokki og forystumönnum hans. Þess háttar framganga hefur ekkert að gera með frjálslyndi, yfirsýn eða aðrar þær fjaðrir sem þingmaðurinn reyndi að skreyta sig með þegar hann sendi flokki sínum tóninn á kveðjustund.
Hin raunverulega ástæða þess að Guðmundur Steingrímsson sagði sig úr Framsókn var augljóslega sú að kjósendum hans þótti ekki mikið til um að hann þættist mega ganga erinda Samfylkingar úr þingsæti Framsóknarflokksins. Þegar öflugur þingmaður í sama kjördæmi gekk til liðs við þann flokk sá hver maður að Guðmundur hefði sáralitlar vonir um að halda sínu þingsæti. Það er innihald hans ákvörðunar sem tætingslegar umbúðir ná ekki að fela.
Þegar horft er til baka yfir svipaða atburði þá hafa þeir eitt sameiginlegt einkenni, þótt þeir séu að öðru leyti ólíkir. Þingmaður eða forystumaður sem er að yfirgefa flokkinn sinn tekur undantekningarlítið svo til orða að það sé flokkurinn og forysta hans sem brugðist hafi sinni hugsjón og stefnu en ekki þingmaðurinn. Flokkurinn sé að verða einstrengingslegri og þoli illa frjálshuga og sjálfstæða þingmenn og þar fram eftir götunum. Um þetta eru ótal dæmi.
Í því tilviki sem síðast var í fréttum er staðreyndin sú að Framsóknarflokkurinn hefur lengst af verið andvígur því að Ísland gangi í ESB. Í nokkur misseri hafði stefnan þó verið aðeins óljósari og þokukenndari en áður. Síðasta flokksþing flokksins tók af öll tvímæli um andstöðu við ESB og færði flokkinn að því leyti til á ný að þeirri stefnu sem hann fylgdi jafnan undir stjórn Steingríms Hermannssonar. Sá flokksformaður hefði varla nokkru sinni skrifað undir það að það væri merki um „frjálslynda“ stefnu flokks að vilja selja sig undir erlent vald í Brussel í sífellt auknum mæli. Enda er hugtakanotkun af því tagi fjarstæðukennd."
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 11:32
Þegar Ásmundur Einar Daðason gekk í Framsóknarflokkinn.
Byrjaði Guðmundur Steingrímsson mjög að ókyrrast.
Í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í Norðurvesturkjördæmi
er Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokksins.
Í öðru sæti var Guðmundur Steingrímsson.
Það segir sig sjálft að þetta bændahérað myndi frekar kjósa
Ásmund Einar Daðason en Guðmund.
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson bóndi var svo í þriðja sæti.
Hann er orðinn formaður Landsambands sauðfjárbænda.
Heimamenn myndu einnig kjósa hann frekar en Guðmund.
Það stefndi því að Guðmundur yrði í 4. sæti listans.
Þess vegna hætti Guðmundur í Framsóknarflokknum.
Viggó Jörgensson, 24.8.2011 kl. 14:41
T24 tekur saman afrekslista ofurstjórnmálamannsin Guðmundar Steingrímssonar Samfylkingarmanns, sem á lífsafkomu sína undir því að ríkisstjórnin haldi sem lengst völdum. Meir að segja þá sér engin annar en umræðustjóri ríkisins sjálfur Egill Helga skítuga fingraför Samfylkingarinnar á Guðmundi hækjuþingmanni.
.
Í góðri grein á T24 má ma. sjá.:
"Þingmál Guðmundar Steingrímssonar:
Fyrirspurnir:
Niðurstaða nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum til dómsmrh.
Raforkuöryggi á Vestfjörðum til iðnrh.
Aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna til féltrmrh.
Staða atvinnulausra sem ekki eiga rétt á bótum til velfrh.
Biðlisti eftir þjónustu barna- og unglingageðdeildar til velfrh.
Póstsamgöngur við afskekktar byggðir til samgrh.
Tækni- og raungreinamenntun til menntmrh.
Markaðsátakið ,,Inspired by Iceland" til iðnrh.
Þingsályktunartillögur:
Notendastýrð persónuleg aðstoð við fólk með fötlun Þál. 16/138
Seinkun klukkunnar og bjartari morgnar
Með öðrum orðum: Ekki er með nokkru móti hægt að draga nokkra ályktun um pólitíska hugmyndafræði Guðmundar, ef litið er til þeirra mála sem hann hefur haft forystu um eftir að hann settist á þing 2009. Í þeim efnum er hann óskrifað blað."
.
http://t24.is/?gluggi=grein&tegund=pistill&id=5222
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.