Viðræðuráð er lausnin á Evrópukvalræðinu

Bjarni formaður Benediktsson spyr hvort hóparnir sem takast á um Evrópumálin séu fullveldissinnar annars vegar og hins vegar viðræðusinnar. Þriðji hópurinn, sem hingað til hefur svarað kallinu aðildarsinnar, sé í raun og veru hugarfóstur. Góður punktur hjá Bjarna.

Margir sem taldir eru til hópsins ,,aðildarsinnar" hafa löngum svarið sárt við og lagt að þeir séu aðeins ,,viðræðusinnar" og vilji ,,kíkja í pakkann."

Hugmyndin um að vera ,,viðræðusinni" vísar beint til hugmyndafræði Samfylkingarinnar um samræðustjórnmál. Það er komið fordæmi fyrir því hvernig Samfylkingin setur kjaftafólkið sitt á bás, - stjórnlagaráðið kom þannig til.

Til að spara tíma og peninga sem annars fara í súginn í vonlausa umsókn mætti setja upp viðræðuráð um Evrópumál. Við gætum leigt nokkra útlendinga til að gera sviðsetninguna trúverðugri. Viðræðuráðið myndi stunda sína iðju í tvo til þrjá mánuði og sendi frá sér lokaályktun. 

Málið er dautt; afturköllum umsóknina, hún var byggð á þeim misskilningi að hér væru aðildarsinnar, og setjum upp viðræðuráð fyrir samfylkingarfólkið.


mbl.is „Getur verið að þeir fyrirfinnist ekki?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr - heyr.  Það er löngu kominn tími á að fyllibyttunum sem tóku að sér að reka barinn verði hent út og edrú lið taki við.  Þetta var allt frá upphafi jafn dauðadæmt ferli og þegar borgunaróðir með samningamanninn virta Svavar Gestsson fremstan í flokki gerðu glæsisamningana Icesave I, II og III.

Málið skánaði eitthvað þegar stjórnarandstaðan kom að málum í Icesave III, en sem betur fer dugði það ekki til.

Það gefur augaleið að í samninganefndinni áttu að vera einungis sannanlega hlutlausir aðilar.   Til vara að tryggt væri að jafn margir efasemdarmenn væru í samninganefndinni og inngöngusjúkir.  Einungis inngöngusjúklingar standa að samningavinnunni, og hverjum dettur í hug að úr því geti komið eitthvað vitrænt...???

Álíka gáfulegt og að ráða allvöru róna af Austurvelli sem barþjóna.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 22:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Jamm, Guðmundur,þeir voru ráðnir  Bogi og Örvar,raunar af Arnarhóli.

Helga Kristjánsdóttir, 23.8.2011 kl. 23:12

3 Smámynd: Elle_

Hóparnir eru 3: Fullveldissinnar, inngöngufíklarnir hans Guðmundar2 og viðræðusinnar. 

Elle_, 24.8.2011 kl. 00:17

4 identicon

Ber að skilja þetta sem svo hjá þér, Páll?:

1. Bjarni vafningur segir umræðuna snúast um tvennt:

a. Fullveldissinna.

b. Viðræðusinna (þvílíkt orðskrípi).

...en þú bætir við þriðju kategóríunni, nefnilega þessari:

c. Aðildarsinnar

En bætir við að þeir séu "hugarfóstur" og hrósar síðan Bjarna fyrir "góðan punkt"

Það var og.

Hvað er að því að ræða við nálægar þjóðir um sameiginleg hagsmunamál?

Jóhann (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 00:38

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jóhann það er ekkert að því að RÆÐA málin undir venjulegum kringumstæðum. Það eru ekki venjulegar kringumstæður þegar það kostar bæði mikinn pening og miklar breytingar að RÆÐA málin frá öðrum vængnum...

Höfum við Íslendingar til dæmis tryggingu frá höfuðstöðvum ESB fyrir þeim kostnaði sem þarf til að breyta öllu kerfinu aftur til baka EF þjóðin myndi nú hafna aðild sem allt bendir til að verði og nokkuð öruggt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.8.2011 kl. 01:22

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér er spurn hvað það er sem kallast "viðræðusinnar".  Er það svona fólk sem vill tala saman bara svona til að tala saman.  Ef pólarnir í þessu máli eru fullveldissinar með áherslu á FULLveldi og svo á hinn bóginn aðildarsinnar, þá er engin málamiðlun til.  Það er annað hvort eða.  Fullveldissinnar eru að 3/4 í meirihluta hér, svo málið á að vera fyrir löngu útkljáð.

"Viðræðusinnar" er hinsvegar hugtak sem þessi 1/4 hefur búið til svona til að kaupa tíma í afneitun sinni á augljósar staðreyndir. Á meðan þessi hluti heldur restinni af þjóðinni í gíslingu, þá ríkir hér ekki lýðræði. Þetta hefur valdið ómetanlegum og máske óafturkræfum skaða á viðreisninni hér og mál að linni.

Það er ekkert til sem heitir smávegis aðili að ESB og smávegia fullveldi. Það er annað hvort eða. 

Styrkjaelítan, latterónarnir og akademískir öryrkjar á bótum ESB hafa skaðað nóg. Þeir dóminera alla fjölmiðla í öfugu hlutfalli við vægi sitt. The lunatics have taken over the asylum.  Umburðarlyndi og aumingjagæskan er þrotin hér allavega.

Stopp nú stýrimann.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.8.2011 kl. 03:35

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jóhann minn.  Þú ert leikinn við að smíða strámenn. Það hefur þú sýnt og sannað.  Hér er enginn að loka fyrir, hafna eða banna að "þjóðir ræði saman um sameiginleg hagsmunamál".  Það gerist á hverjum degi allan ársins hring og hefur verið svo uma aldir.

Þú ert kannski orðinn svona innmúraður í hugtakaheimi samfylkingarinnar að þú sérð ekki út.  Lílega er hugtakið "einangrunarsinnar" að þvælast fyrir þér, en að sögn Latterónanna, þá eru það 3/4 hlutar þjóðarinnar, sem vilja helst flytja í torfbæina aftur, banna ferðalög og klippa á allar símalínur og samskipti. Ef það er þín upplifun á fullveldi þá er þér náttúrlega vorkun. Ég vona að svo sé ekki. 

Það er þó hakinu skárra en aðdróttanir hins akademíska öryrkja, Íslandshatara og extremista, Eiríks Bergmanns, sem vildi í löngu máli líkja þessum 3/4 hlutum þjóðarinnar við Nýnasískan fjöldamorðingja og vitfirring.(Já hann reyndi virkilega að nýta sér harmleikinn fyrir málstaðinn) Hann var á sama tíma að gefa fórnarlömbunum þann stimpil, líklega óafvitandi, vegna þess að ungir vinstri í noregi eru andsnúnir ESB.

Svo er það nú hugtakið ykkar "þjóðernissinnar" sem gefur til borðalagða nazista, hempuklædda klúxara eða krúnurakaða gyðingahatara og ofbeldismenn.  Að halda í sögu sína, uppruna, menningararfleyfð og vitund um það er dæmt á sama kalíberi á þeim bæ.

Ef þetta er ekki orðiin hættuleg öfgamennska, þá veit ég ekki hvað er það.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.8.2011 kl. 04:14

8 Smámynd: Elle_

>Er það svona fólk sem vill tala saman bara svona til að tala saman.<

Mér finnst þú koma með erfiðar spurningar, Jón Steinar. 

Elle_, 24.8.2011 kl. 07:51

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þetta er ekki rétt Elle. Hóparnir eru 5.  4)-almenningur sem styður engan flokk og vilja að viðræður séu strax stöðvaðar. 5)- almenningur sem styður engan flokk en vilja þó að viðræður haldi áfram.

Ég vil benda á að það þarf að taka þetta flokkaúrtak burt úr umræðunni vegna þess að þingmenn verða að leita til þjóðarinnar þegar að umræður um þetta mál fer í gang á alþingi. Þá á ég við vangaveltur fólks um hvort þessi eða hinn úti í þjóðfélaginu styðji ákveðinn flokk.

Ég vil benda á að þó fólk vilji ekki inngöngu þá er ekki þar með sagt að það sé eitthvað stuðningslið inni í einhverjum flokki. Eða jafnvel stuðningsfólk einhverra hugtaka.

Andstaða mín snýst tildæmis líka um stolt þjóðarinnar alveg eins og fullveldi.

Guðni Karl Harðarson, 24.8.2011 kl. 12:46

10 Smámynd: Björn Emilsson

Menn verða að gera sér grein fyrir hver lestarstjórinn er á þessari ESB hraðlest. Hann er enginn annar en Steingímur J. Fyrir honum vakir aðeins eitt, það er að halda völdum til að klára ætlunarverkið sem er ´Sovét Island&#39; Áhöfnin eru allt gamlir kommunistar, rétt eins og stjórn ESB sem er samansafn kommunista frá Austur Evrópu.

Björn Emilsson, 24.8.2011 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband