Þriðjudagur, 23. ágúst 2011
Ríkisstjórnin á helgartilboði
Ríkisstjórnin ætlar að selja sig á vikulegu helgartilboði til að halda meirihluta á alþingi. Össur Skarphéðinsson er höfundur að þessari neyðaráætlun. Össur leggur Guðmundi Steingrímssyni lið við að flokksstofnun - til að auka eftirspurn eftir helgartilboðum ríkisstjórnarinnar.
Neyðaráætlunin varð til í kjölfar hótunar Þráins Bertelssonar um að styðja ekki ríkisstjórnina nema vinir hans fengu peninga til að reka kvikmyndaskóla. Ríkisstjórnin er aðeins með eins atkvæðis meirihluta á þingi og vinir Þráins eru margir og dýrir á fóðrum.
Helgartilboð ríkisstjórnarinnar er að falbjóða aðgang að framkvæmdavaldinu gegn stuðningi við mikilsverð mál. Össur var nýverið á fundi með þingmönnum Hreyfingarinnar og lagði þar drög að tilboði.
Með Guðmund Steingrímsson sem óháðan þingmann og væntanlegan flokksformann er ríkisstjórnin búin að tryggja sér nýjan viðskiptavin fyrir helgartilboðin sem hefjast í haust þegar alþingi kemur saman.
Guðmundur úr framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi kenning um svokallað "helgartilboð" á ekki við rök að stiðjast.
Guðmundur er ekki á leið í Samfylkinguna. Ef hann væri svona mikill vinur Össurar og félaga þá hefði hann einfaldlega gengið inn í XS en NEI... hann er að fara að stofna nýjann flokk
Sleggjan og Hvellurinn, 23.8.2011 kl. 11:36
ESB sinnar allra flokka sameinist. Af hverju vilja þeir ekki í Samfylkinguna? Þeir eru eins og Snúðar í rigningu. Málningin lekur af þeim en þeir vilja ekki kannast við sig í speglinum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 11:58
Samfylkingin er búin að láta leiða sig alltof mikið til vinstri.
Svo eru þarna innanborðs algjörir vitleysingar einsog Mörður og fleiri.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.8.2011 kl. 13:32
Auðvitað er sá sem gaf slaginn við Ásmund Einar um þingsæti fyrst og fremst að reyna að bjarga sér frá því að þurfa að sækja um atvinnuleysisbætur eftir næstu kosningar.
Össur munstrar lúserinn í utanflokksþingmann sem ekki átti ekki frekar nokkra von um þingsæti hjá örflokkinum Samfylkingunni sem er einfaldlega útrýmingahættu um næstu kosningar, til að verða hækja sem gólftuskan VG verður lamin með.:
"Guðmundi er ekki treystandi að styðja þetta og þetta málefni ríkisstjórnarinnar svo þið verðið að hysja upp um ykkur brækurnar"
- mun heyrast oft á næstunni frá þessum sjálfumglaða vindbelg ESB og flokksfélögum.
Samfylkingin er handónýtt vörumerki eins og Páll hefur svo oft bent á og heilög Jóhanna boðaði að einn nýr flokkur verður stofnaður upp úr rest og rusli hennar flokks undir nýju nafni og er Guðmundur aðeins byrjunin að þeirri "SNILLDARÁÆTLUN" þar sem Guðbirni söngvara og öðrum pólitískum lúserum er boðið að sameinast undir einu ESB nafni sem að sama skapi stefnir í að verða jafn vont vörumerki og Samfó. Verst fyrir þau þá eru ESB fíklar er að ekki nema 20 - 25%, og borin von að allir slíkir muni getað hugsað sér að ganga til liðs við slíkan flokk.
Skemmtilegast er að aðeins 60% kjósenda Samfylkingarinnar vilja í ESB. 40% segja klárt NEI, sem er mesti klofningur í nokkrum flokki hvað inngöngu áhrærir.:
.
rúv.is 01.07.2010
Mikil andstaða við aðild að ESB
Einungis fjórðungur þjóðarinnar er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Nærri 60% fylgismanna Samfylkingar vilja aðild en 70-75% kjósenda Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru andvíg aðild.
Nú spurði Gallup beint: „Ertu hlynntur eða andvígur aðild Íslands að ESB?“ - 60% segjast andvíg aðild, - 14% hafa ekki ákveðna skoðun en 26% eru hlynnt aðildinni.
frettir@ruv.is
.
Síðan hefur andstaðan um inngöngu í ESB aukist allverulega hjá þjóðinni.
En getur einhver skýrt út fyrir mér hvað þingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson hafi gert á Alþingi annað en að taka við feitum launum á mánaðar fresti ... ???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 15:43
á ekki að koma einhver linkur undir þessu undiritaða texta?
Sleggjan og Hvellurinn, 23.8.2011 kl. 15:57
Verðandi stórríkið og örflokkurinn eru þá bæði í gjöreyðingarhættu. Össur verður að flýta sér að skipta um bæði flokk og stefnu ef hann ætlar að lifa degi lengur í stjórnmálum.
Elle_, 23.8.2011 kl. 15:58
Þar sem engin virðist treysta sér í að svara því hvað Guðmundur Steingrímsson hefur afrekað sem þingmaður Framsóknarflokksins, þá skal ég hressa upp á minni þeirra sem dást af þessum afkasta og pólitíska afreksmanns á framfæri þjóðarinnar sem er að reyna að verða sér út um þægilega innivinnu eftir næstu kosningar.
Það sem hann hefur afrekað á þessum 3 árum í að reisa þjóðfélagið upp eftir hrun er.:
Hann barðist að hörku fyrir bættum póstsamgöngum við afskekktar byggðir landsins.
Hann barðist að hörku fyrir seinkunnar klukkunnar.
Hann barðist að hörku fyrir að sett yrði lög um hámark leyfilegrar transfitusýru í matvælum.
Hann barðist að hörku fyrir að millilandaflug um Ísafjarðarflugvöll yrði gert að veruleika.
Hann barðist fyrir hitaeiningamerkingum á skyndibitum.
Hann studdi markaðsátakið Inspired by Iceland.
Hann barðist að hörku fyrir óþverraáformum stjórnvalda á greiðslum á ólögvörðum Icesave falsreikningi ESB og leppríkja.
Og rúsína í pylsuenda ofurþingmannsins er að hann varði verstu ríkisstjórn allra tíma falli.
Gott ef hann var ekki tengdur einu máli til, sem var ekki í svipuðum flokki hvað varðar þýðingu fyrir þjóðfélagið.
Það er vegna manna eins og Guðmundar Steingrímssonar að virðing og traust þjóðarinnar til Alþingis mælist í könnunum rétt um tveggja stafa tölu, eða þetta 10 - 12%.
Geri aðrir starfsmenn stofnanna betur....
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.