Jóhanna ekki virt svars

Jóhanna Sigurðardóttir gerði Guðmundum Steingrímssonum allra flokka tilboð í vor í ræðu sem hún flutti í Garðabæ. Tilboðið var þetta

Samfylkingin á að standa öllum þessum hópum opin og við eigum að vera reiðubúin að ganga til móts við þá sem vilja stíga skrefið til fulls og leggja þessum mikilvægu málefnum lið í samstarfi við okkur. Breytt skipulag, nýtt nafn, ný forysta eða annað á ekki að standa í vegi fyrir því að þessi mikilvægu málefni fái kröftugan framgang og jafnaðarmenn í öllum flokkum geti sameinast á öflugum flokksvettvangi. Í þessum efnum má ekki standa á okkur í Samfylkingunni.

Auðvitað má segja að orðlagið ,,ekki standa á okkur" sé óheppilegt í munni forsætisráðherra. Engu að síður er ókurteisi af Guðmundi Steingrímssyni að svara ekki tilboði Jóhönnum um að stofna til stóra ESB-bræðingsins í íslenskum stjórnmálum. Guðmundur var jú fóstraður í Samfylkingunni og í fornum ritum segir að fjórðungi bregði til fórsturs.

 


mbl.is Ekki líklegt til að veikja Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt. Maðurinn er spurður hvers vegna hann hafi yfirgefið Framsóknarflokkinn. Það er augljóst. Hvers vegna í ósköpunum getur hann ekki hugsað sér Samfylkinguna? Mig langar að sjá svörin við því. Sömuleiðis vil ég vita hverjum verið er að bjarga í Heilsuverndarstöðinni. Hver er skráður fyrir því húsnæði?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 09:29

2 identicon

Það hefur löngum verið ljóst að Jóhönnu stendur ekki og hún ætlar sjálf að sjá til þess að það standi ekki á neinum í Samfylkingunni. Nú erum við að tala saman!

Helgi (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband