Mánudagur, 22. ágúst 2011
Samfódeild Sjálfstæðisflokksins er líklega of huglaus
Afsögn Guðmundar Steingrímsson úr Framsóknarflokknum ásamt vel kynntum úrsögnum nokkurra annarra trúnaðarmanna flokksins er sjónarspil sem kemur fyrir lítð ef ekki fylgir meira lið úr öðrum flokkum. Þingmaður plús fáeinir flokkshestar hreyfa ekki við flokkakerfinu.
Ef Guðmundur Steingrímsson fær nokkra trúnaðarmenn Samfylkingar og samfódeildina í Sjálfstæðisflokknum væri komin forsenda fyrir uppstokkun á flokkakerfinu. Guðmundur á gamla samherja í Samfylkingunni sem gætu fylgt honum í eins og eitt geim enn.
Samfódeild Sjálfstæðisflokksins er á hinn bóginn líkega of huglaus til að láta slag standa og búa til frjálslyndan hentistefnuflokk. Sumir eru bara froðan.
Athugasemdir
Ætli það séu ekki frekar hyggindi sem ráða en hugleysi.
Það má ekki gleyma því að þegar fylgi við ESB-aðild mældist hvað mest voru það ekki nema 15.000 manns sem höfðu fyrir því að skrá sig í net-undirskriftasöfnun til stuðnings aðildarumsókn þrátt fyrir að henni hafi fylgt mikil og dýr auglýsingaherferð og hún hafi fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun.
Þótt áhuginn á ESB-málum sé mikill í hópum með mikinn aðgang að fjölmiðlum er í raun ekki nægilegur almennur áhugi á málinu til að standa undir einum flokki sem skilgreinir sig fyrst og fremst út frá afstöðu til ESB aðildar (í sjálfu sér gildir einu hvort það er með eða á móti), hvað þá tveimur (eða þremur!).
ESB-sinnar hafa ekki áhrif nema þeir starfi innan annarra flokka. Eftir að bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa skýrt sína afstöðu í málinu verða þeir að "húka" í flokkum andsnúnum ESB-aðild.
Staða þeirra er þó mun veikari en fyrr. Árum saman hefur verið talað um mikla ESB-hulduheri innan Framsóknar og sérstaklega Sjálfstæðisflokks. Ragnarökum flokkakerfisins hefur margoft verið hótað ef ekki verði komið til móts við þá. Síðan, þegar flokkarnir marka skýra stefnu í málinu, gerist ekki annað en að Gummi Steingríms skilar sér hálfa leið heim í Samfó. Fjallið tók jóðsótt fæddi mús.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 05:21
Þór, Ægir, Týr og Freyja láti á gott vita .... er ekki kominn tími á svipaða hreinleiksstund í Valhöll hinna miklu goða, nú þegar Bifrastarslektið hefur "hert sultarólina". (undir áhrifum frá hollívúdmyndinni Thor)
Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.8.2011 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.