ESB gerir blaðamenn heimska

Ísland mun borga með sér til Evrópusambandsins, það liggur fyrir í skýrslu utanríkisráðherra Össurar Skarphéðinssonar sem ábyggilega segir það ekki með glöðu geði. Samkvæmt útreikningum undirmanna hans verður meðgjöf Íslands 15 milljarðar króna. Á móti eru reiknaðir 12 milljarðar króna í styrki.

Aðildarsinnar í Fréttablaðinu fjalla um væntanlega styrki frá ESB til landsbyggðarinnar og ræða við danskan sérfræðing. Þar kemur fram að heimafólk ,,sé hæfara til þess en stjórnsýslan fyrir sunnan," að ákveða hvernig peningum skuli ráðstaðan.

Á Íslandi eru Íslendingar heimamenn (a.m.k. ennþá) og þeir eiga að senda peninga til Brussel þar sem skriffinnar taka hluta þeirra í umsýslu og til reksturs Evrópusambandsins en senda peninga tilbaka í verkefni sem ákveðin eru í Brussel af fólki sem fæst hefur komið til Íslands. 

Þegar peningarnir koma tilbaka eiga ,,heimamenn í Reykjavík" ekki að koma nálægt ráðstöfunn þeirra vegna þess að ,,heimamenn í Brussel" eru betur til þess fallnir að útskýra fyrir ,,heimamönnum í héraði" hvernig peningarnir komi að gagni í verkefni sem ,,heimamenn í Brussel" eru búnir að ákveða að skuli unnin.

Eigum við ekki bara að flytja á Jótlandsheiðar og hafa það náðugt? ,,Heimamenn í Brussel" vita hvort eð er til muna betur en Íslendingar hvernig eigi að búa á Íslandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jótlandsheiðar hljóma vel.

Allt er betra en "velferðarsamfélag" ´Jóhönnu og Steingríms.

Karl (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 09:17

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Heimamenn á frjóustu landsvæðum Danmerkur kaupa órækt á Jótlandi til að fara framhjá regluverkinu í Brussel, sem skyldar þá til að hafa alltaf ákveðna prósentu af landi sínu í hvíld. Landbúnaðarframleiðslan er því áfram sú sama.

Ragnhildur Kolka, 22.8.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband