Tilgáta um konungsleysi

Í Magnúsar sögu Erlingssonar segir frá tilburðum höfðingjans Erlings að fá son sinn Magnús tekinn til konungs í Noregi um miðja 12. öld. Erlingur vill fá krýningu frá kaþólsku kirkjunni til að treysta lögmæti konungsdóms sonarins.

Magnús er og drottningarsonur og eiginkonusonur. En ef þér viljið gefa honum konungsvígslu þá má engi hann taka síðan af konungdóminum að réttu. Eigi var Vilhjálmur bastarður konungssonur og var hann vígður og kórónaður til konungs yfir Englandi og hefir síðan haldist konungdómur í hans ætt á Englandi og allir verið kórónaðir. Eigi var Sveinn Úlfsson í Danmörk konungssonur og var hann þó þar kórónaður konungur og síðan synir hans og hver eftir annan þeirra frænda kórónaður konungur. Nú er hér í landi erkistóll. Er það mikill vegur og tign lands vors. Aukum vér nú enn með góðum hlutum, höfum konung kórónaðan eigi síður en enskir menn eða Danir.

Konungdæmi eru erfðamál að fornum sið meðal norrænna þjóða. Kaþólska kirkjan gat haft hönd í bagga með að veita uppskafningum konungstign sem þó urðu að hafa sannað sig í stríði. Magnús var tekinn sem smábarn til konungs og ekki stríðsfær. Lögmæti kirkjunnar var Erlingi nauðsynlegt til að sonurinn fengi tignina. Í lok sögunnar sannar Magnús hermennsku sína.

Ísland byggðist á níundu og tíundu öld af fólki sem kom flest frá Noregi, sumt með lengri eða skemmri viðkomu á eyjunum norður af Skotlandi. Enginn var landnemanna var konungsættar og trú þeirra var yfirgnæfandi heiðin.

Skortur á konungbornum annars vegar og hins vegar kristni stuðlaði að konungsleysi íslenska þjóðveldisins sem fékk lífdaga fram á miðja 13. öld þegar Samfylkingin, afsakið, lendir menn Noregskonungs sölsuðu Ísland undir Hákon gamla. En það er önnur saga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta samfylkingablæti þitt fer að verða hálf kómískt Páll.

Einar Marel (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband