Merkel hafnar grískri samfylkingarstefnu

Systurstofnun Samfylkingarinnar í Grikklandi, ríkiskassinn í Aþenu, er gjaldþrota og vill að önnur Evrópuríki ábyrgð á opinberum skuldum Grikkja rétt eins og Samfylkingin vill að ESB sjái um efnahagsmál Íslands. Angela Merkel kanslari Þýskalands ræddi útgáfu evru-skuldabréfa, sem fæli í sér sameiginlega ábyrgð evrulanda á skuldum hvers annars, í þýska sjónvarpinu í kvöld.

Samkvæmt Financial Times hafnaði Merkel hugmyndinni um sameiginlegar skuldir með þeim orðum að það er á ábyrgð hvers ríkis fyrir sig að koma sínum málum í ásættanlegt horf. Samfylkingin mun ekki skilja þetta en kann Jóhanna ekki útlensku.

Fyrir áhugamenn um þróun umræðunar í Evrópu er endursögn FT forvitnileg. Merkel segir þar að markaðurinn geti ekki knúið fram samruna í Evrópu. Pólitískar forsendur fyrir samruna vegna evru-kreppu séu ekki fyrir hendi. Belgía, Ítalía  og auðvitað Grikkland og lánadrottnar þeirra vilja endilega aukin samruna í formi sameiginlegrar skuldabréfaútgáfu vegna þess að það felur í sér að Þjóðverjar ábyrgist skuldir óreiðuríkja.

Ítrekunarrök Merkel gegn skuldabréfaútgáfu eru þau að það krefðist sáttmálabreytinga á Lissabonsáttmálum sem tekur áravís að fá samþykkt og væri líka á gráu svæði gagnvart þýsku stjórnarskránni.

Kanslarinn og Þýskaland verða undir auknum þrýstingi að hjálpa óreiðuríkjum að borga skuldir sínar. Heldur ólíklegt er að Þjóðverjar gefi eftir, þó ekki nema vegna þess að þegar búið er að greiða úr vanda Grikkja, Íra og Portúgala, sem öll eru í fjárhagslegri gjörgæslu, er komið að Spánverjum og Ítölum. Þýskir vasar eru einfaldlega ekki nógu djúpir fyrir síblanka Suður-Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband