Bretland gegn Evrulandi: hvar á Ísland heima?

Bretar eru í sterkri stöðu gagnvart þeim 17 ríkjum Evrópusambandsins sem mynda Evruland. Til að gera þær breytingar á sáttmálum Evrópusambandsins sem þarf til að mæta kröfum um aukinn samruna ríkisfjármála til verndar evrunni verða Þýskaland og Frakkland að fá Bretland í lið með sér.

Umræðan í Bretlandi undanfarið er að leggja Þjóðverjum og Frökkum lið við að treysta undirstöður evrunnar gegn því að fá tilbaka valdheimildir frá Evrópusambandinu. Félagsmálastefnan og sjávarútvegsstefnan hafa verið nefnd í því samhengi.

Röklega gengur það illa upp á einn og sami félagsskapurinn sé í einn stað að auka miðstýringuna en í annan stað draga úr henni. Umræðan mun leiða í ljós að innan veggja Evrópusambandsins getur ekki í senn rúmast Evruland og þau ríki sem standa utan evru-samstarfsins.

Eitt er algerlega útilokað, og það er að Bretland gangi til liðs við meginlandsríkin og taki upp evru.

Ísland gæti í fyrirsjáanlegri framtíð þurft að gera upp við sig hvort hagsmunum okkar sé betur borgið í laustengdu bandalagi við Bretland, Noreg, Grænland, Færeyjar og Svíþjóð eða í miðstýrðu meginlandsbandalagi Þjóðverja og Frakka.


mbl.is Vilja snúa við samrunaþróun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Norðurslóðabandalag!

Guðmundur Ásgeirsson, 21.8.2011 kl. 14:11

2 Smámynd: Vendetta

Það er ekkert nýtt, að samrunasinnar fara at tala um ESB á tveimur akreinum. Þegar kosið var fyrst um Maastricht-sáttmálann í Danmörku, var hræðsluáróðurinn frá EU-sinnunum þar og í Bruxelles (m.a. frá Jacques Delors) að þau ríki sem ekki vildu vera með í öllum pakkanum (auknum samruna (integration), þ.m.t. evrunni (þ.e. upptöku evru í stað eigin gjaldmiðils frekar en eingöngu bindingar innan EMU), yrðu ýmist settir í hægu akreinina eða á túristaklassa eða í fragtlest. Þá var átt við erfið ríki eins og Danmörku og Bretland, sem höfðu þá sérstöðu meðal EEC-ríkja að eiga sér langa sögu með sjálfstæði og þingræði, jafnvel (OMG) lýðræði.

Hins vegar áttu þau ríki, skv. EU-sinnunum, sem færu alla leið með aukinni samvinnu (á þeim tíma var ekki talað um samruna eða EU-ríki nema í hálfum hljóðum) að fara í famúrakstursakreinina eða með hraðlestinni á fyrsta farrými inn í paradís með alls konar fríðindi og allsgnægtarhorn. Og EU-sinnarnir vændu efasemdarmenn um að vilja í sjálselsku sinni stöðva "jákvæða efnahagslega þróun"(!) allra hinna ríkjanna.

EU-andstæðingar létu þetta ekkert á sig fá og voru í raun hæstánægðir með þessa tveggja-hraða hugmynd. Sögðust ekkert skipta sér af hvað hinir vildu, en andstæðingarnir (sem bæði voru vinstri flokkar og einn hægri flokkur á þingi og rúmlega hálf þjóðin) sögðu það vera brýnt að koma í veg fyrir að Evrópuvaldastefna stórveldanna myndu bitna á Danmörku.

Þegar Danir kusu aftur um evruna (þmt. ég sjálfur) var henni hafnað, þrátt fyrir dómsdagsspá evrusinnanna um gengishrap dönsku krónunnar, hrapandi fasteignaverð og himinhá stýrivexti. Það sýndi sig svo að allt þetta var lygi, því að krónan styrktist eftir neiið og hitt breyttist ekki.

Nú mörgum árum síðar hefur öll blekkingin varðandi kosti evrunnar komið í ljós. Og er skóladæmi um The Nine Phases of a Project (birt síðar).

Þetta leiðir til 1. lögmáls Vendetta um EU:

a. EU er allt annað og verra en það tollabandalag sem flest aðildarríkin urðu aðilar að á sínum tíma til að fá aðgang að Innri markaðnum. EU er orðin að verstu martröð svartsýnismanna. 

b. EU-sinnar ljúga yfirleitt. Því ákafari sem þeir eru, þess meira ljúga þeir.

c. Íbúar flestra þeirra ríkja sem hafa tekið upp evru fengu ekki að kjósa um evruaðild, enda er lýðræðið núll í þeim ríkjum. (Ath.: Þingræði er ekki sama og lýðræði).

d. Það á ALDREI að trúa neinu sem stjórnmálamenn hlynntir EU segja. Til að taka af allan vafa, þá er hér skilgreiningin á ALDREI: Núll sinnum.

Þess vegna er mikilvægt að ESB-andstæðingar á Íslandi berjist gegn því að Brüssel-klíkan sé réttur litli fingurinn, því að annars missum við allan handlegginn. Það er betra að gefa þeim löngutöng.

Vendetta, 21.8.2011 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband