Af Baugshóli tækifærissinna

Þorsteinn Pálsson úr samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins skrifar í Baugsútgáfuna í dag um Ísland og Evrópusambandið og þó einkum um yfirlýsingu Bjarna Benedikssonar formanns Sjálfstæðisflokksins að afturkalla eigi aðildarumsókn Íslands. Þorsteinn gefur sig út fyrir að vera prinsippmaður og segir

Aðildarviðræðurnar eru ekki hluti af valdaátökum líðandi stundar. Þær hafa heldur ekkert að gera með þá hagsmuni að verja pólitíska arfleifð liðins tíma. Þær snúast um framtíðarhagsmuni Íslands.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað á liðnum árum samþykkt á landsfundi sínum að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Á landsfundi fyrir einu ári samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn að gera kröfu um afturköllun umsóknar um aðild. Vonum seinna kvaðst Bjarni formaður ætla að berjast fyrir þessari afstöðu.

Hvað segir Þorsteinn við því að flokksformaður berst fyrir niðurstöðum landsfundar? Jú, Bjarni Benediktsson á ekki að fara eftir samþykktum landsfundar vegna þess að

Í fyrsta lagi þrengir þetta stöðu Sjálfstæðisflokksins til stjórnarmyndunar.

Framtíðarhagsmunum Íslands er sem sagt allt í lagi að fórna ef þeir rekast á stundarhagsmuni. Hér talar tækifærissinni af guðs náð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þorsteinn kallinn er eitt mislukkaðasta "wannabe" íslensku stjórnmálasögunnar.  Eitt sinn var hann ekki á launaskrá hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Baugsmafíunni, eigendum Samfylkingarinnar og hafði þá þetta að segja við Mbl. um "ágæti" ESB og hvernig inngangan myndi skaða hagsmuni lands og þjóðar.:

"Þorsteinn Pálsson telur hagsmuni Íslendinga bærilega tryggða með samningnum um evrópska efnahagssvæðið og við hefðum ekki hag af aðild að Evrópusambandinu. Miðað við þá samninga sem séu í deiglunni milli sambandsins og Norðmanna myndi aðild Íslands að ESB ekki þýða bættan aðgang að Evrópumarkaðnum svo nokkru næmi en hins vegar þyrfum við að fórna yfirráðum yfir auðlindum sjávar.

Þorsteinn segir að Norðmenn séu ekki að bæta markaðsstöðu sína með aðild að ESB svo nokkru nemi. Hins vegar séu þeir að gefa Evrópusambandinu eftir yfirráð yfir norskum sjávarútvegi. 80% af útflutningstekjum Íslendinga komi frá sjávarútvegi og meðan við getum ekki bætt aðgang að Evrópumarkaði með aðild en þyrftum að fórna yfirráðum yfir auðlindinni komi ekki til álita að ganga í sambandið.

Þorsteinn segir Evrópubandalagið skuldbundið til þess að standa við EES-samninginn þótt hin EFTA-ríkin gangi í bandalagið. Þorsteinn segir tæknilegt úrlausnarefni að breyta EES-samningnum í tvíhliða samning milli Evrópusambandsins og Íslands.

"Mér sýnist að við höfum tryggt okkur. Með hinu værum við að fórna yfirráðum yfir landhelginni. Ég held að íslenskir sjómenn myndu aldrei sætta sig við að ákvarðanir um möskvastærð og friðunaraðgerðir með lokun á ákveðnum veiðisvæðum yrðu settar undir valdið í Brussel. Við ætlum okkur að ráða þessari auðlind, hún er undirstaðan undir okkar sjálfstæði," sagði Þorsteinn Pálsson."

 Hefur Þorsteinn útskýrt hvað hafi breyst hjá ESB varðandi þessi málefni, eða er eini munurinn sá að hann starfar fyrir Jón Ásgeir og Baugsmafíuna..???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 14:13

2 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Greinarflokkur Tómásar Inga Orlich fyrrum ráðherra og sendiherra í Morgunblaðinu um ESB eru hreint frábær,vonandi fer nú Þorsteinn að átta sig á þessari vitleysu um ESB þessi fyrrverandi formaður Sjálfstæðisfokksins er í áróðri fyrir Samfylkinguna,hann er kanski að launa Jóni Baldvin fyrir heiðarleika í ríkistjórn sinni forðum daga

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 20.8.2011 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband