Pólitískur nauðgari sem skilur ekki NEI

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt verið andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í formennskutíð Davíðs Oddssonar kom Samfylkingin þeim spuna á kreik að almennur stuðningur væri við aðild að Evrópusambandinu en Davíð bannaði umræður.

Eftir að Davíð lét af formennsku var Sjálfstæðisflokkurinn enn andvígur aðild. Samfylkingin, eins og sannur sýkópataflokkur, trúði hins vegar eigin spuna um að sjálfstæðismenn vildu ESB-aðild. Forysta Sjálfstæðisflokksins lét það eftir Samfylkingunni, í einhvers konar harakiri-augnabliki, að efna til sérstaks landsfundar um Evrópumál. Áður en kom að þeim fundi sprakk ríkisstjórnin.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði fyrir ári að afturkalla ætti umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Enn trúir Samfylkingin öðru og ímyndar sér að Sjálfstæðisflokkurinn meini já þegar hann segir nei.

Samfylkingunni tókst að nauðga Vinstrihreyfingunni grænu framboði til að svíkja kjósendur sína og yfirlýsta stefnu. Eftir nauðgunina liggur Vg á gjörgæslu en hefur ekki kært verknaðinn.

Samfylkingunni þarf að kenna lexíu, annars heldur hún áfram að fótum troða leikreglur siðaðs samfélags.
mbl.is Stefnan alltaf verið að standa utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://evropuvaktin.is/frettir/17500/

Sleggjan og Hvellurinn, 19.8.2011 kl. 18:18

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Öfgamenn eru vandamál í heiminum...gott að þeir eru ekkert voðalega margir á Íslandi.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.8.2011 kl. 19:17

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Satt að segja held ég að sumir þurfi að hugsa sinn gang..alvarlega.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.8.2011 kl. 19:20

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Jón Ingi Cesarsson.

Þú telur eflaust að þesi 65% þjóðarinnar sem eru algerlega andvíg ESB aðild séu þetta alvarlega vandamál og öfgapakk í heiminum sem þú ert hér í yfirlæti þínu að tala um.

Ég segi nú bara við þig sjálfan ESB rétttrúnaðarsinnan og það mjög alvarlega, "líttu þér nær maður" !

Er þessi hroka- og öfgafulli minnihluti sem enn styður ESB- trúboðið einmitt ekki þessi öfgafulli minnihluti þjóðarinnar sem þarf alvarlega að fara að hugsa sinn gang eins og þú sjálfur segir, en áttar þig greinilega ekki á !

Gunnlaugur I., 19.8.2011 kl. 19:46

5 Smámynd: Vilberg Helgason

Gunnlaugur I. 65% algjörlega andvík ESB aðild?

Hvaðan koma þessi 65%.

Tilvísun væri vinsælt svar

Fyrirfram þökk

Vilberg Helgason, 19.8.2011 kl. 20:18

6 identicon

Vilberg.  Myndi þetta nægja..???

....

64,5% Íslendinga andvígir aðild að ESB

Fylgjendur eru 35,5%


Evrópuvaktin 11. ágúst 2011

Andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandi fer harðnandi skv. nýrri könnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Heimssýn. Samkvæmt þeirri könnun eru 64,5% Íslendinga andvígir aðild en 35,5% fylgjandi. Könnun var gerð í maí, júní og júlí og byggist á 868 svörum.

Í sambærilegri könnun, sem birt var í júní voru 57,3% andvíg aðild en 42,7% fylgjandi.

Frá þessu segir á heimasíðu Heimssýnar.

http://evropuvaktin.is/frettir/19681/

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 20:41

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Heimssýn gerði könnunina. Með hjálp Capacent. Þannig að hún er ekki marktæk.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.8.2011 kl. 21:07

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Vilberg Helgason

Ekki veit ég nákvæmlega hvaðan þessi mikli meirhluti ESB andstæðinga er kominn og ég trúi ekki að í alvöru ætlist þú til þess að ég svari því, þó þér sé greinilega illa við síendurteknar og ítrekaðar niðurstöðurnar !

Gunnlaugur I., 19.8.2011 kl. 21:07

9 identicon

Mikið eru þeir brjóstumkennalegir greiið Evrópusambandsaðdáendurnir!

Þeir lifa svo vel í eigin draumaheimi að þeir lesa engar fréttir.

Það er ekki hollt fyrir svona menn að lesa bara fréttablaðið og eyjuna..

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 21:09

10 identicon

Það var einmitt það ... mannvitsbrekkurnar Baugs/Hvells vita að ekkert er að marka kannanir nema þær eru gerðar af þeim sjálfum og öðrum liðsmönnum blogglúðrasveitar Baugsfylkingarinnar.... 

Vissi satt að segja ekki að Capasent/Gallup væri ekki starfi sínu vaxnir eins og önnur fyrirtæki sem starfa undir nöfnum þessara þekkta alþjóða kananafyrirtækis.

En ekki skal efast um sannleiksgildi upplýsinga beint úr herbúðum Jóns Ásgeirs og annarra ESB félaga hans  .....   

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 21:21

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég snéri mér við á Landsfundinum til að reyna að meta hversu margir greiddu atkvæði með ESB. Ég tel að fjöldinn hafi ekki náð 5 % fundarmanna, líklega minna.

Eftir þetta finnst mér skondið að heyra samfylkinguna vera sífellt að klifa á því að til sé einhver ervrópuarmur innan sjálfstæðisflokksins. Þetta er að mínum dómi ekki armur heldur ósamstæður hópur einstaklinga sem maður meira að segja þekkir flesta. Þeir eru ekki fleiri en evo.

Halldór Jónsson, 19.8.2011 kl. 21:25

12 identicon

Könnun gerð af Baugs/Hvells genginu og öðrum ESB fíklum og telst þess vegna fullkomlega marktæk. 

Athyglisvert er að alvarlegasti klofningurinn innan flokka vegna inngöngu í ESB er í sjálfri Samfylkingunni sem síðan reynir að gera upp alvarleika meints klofnings innan annarra flokka.:

rúv.is  01.07.2010

Mikil andstaða við aðild að ESB


Einungis fjórðungur þjóðarinnar er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Nærri 60% fylgismanna Samfylkingar vilja aðild en 70-75% kjósenda Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru andvíg aðild.

Nú spurði Gallup beint: „Ertu hlynntur eða andvígur aðild Íslands að ESB?“ 60% segjast andvíg aðild, 14% hafa ekki ákveðna skoðun en 26% eru hlynnt aðildinni.

frettir@ruv.is

---------------

Allir vita að ástandið hefur versnað til muna fyrir inngöngusinna, frá því að þessi könnun var gerð.  Þess ber að geta að inngöngusinnar hafa gert nokkrar kannanir sem niðurstöður hafa ekki verið birtar. 

Og hverju skyldi nú sæta ... ???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 21:45

13 Smámynd: Elle_

Jón Ingi Cæsarsson, 19.8.2011 kl. 19:17

Nei, öfgamenn eru ekki voðalega margir á Íslandi vegna þess að flokkur þeirra, Jóhönnuflokkurinn, dregur núna síðustu rotnandi andartökin.  

Elle_, 19.8.2011 kl. 22:10

14 Smámynd: Elle_

Jón Ingi Cæsarsson, 19.8.2011 kl. 19:20

Já, ef ég væri þið.  Í ALVÖRU ættuð þið að fara að hugsa ykkar gang, ALVARLEGA.  Og víkja Jóhönnu og Össuri áður en þau verða borin út af lögreglu.

Elle_, 19.8.2011 kl. 22:13

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðmundur

ok. kannanir eru marktækar

70% þjóðarinnar vilja halda ferlinu áfram og greiða atkvæði um það.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/10/18/70_prosent_vilja_thjodaratkvaedagreidslu_um_esb/

Þið og restin af öfgafullu náhyrðinum eruð í miklum minnihluta þjóðrembinga.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.8.2011 kl. 22:16

16 Smámynd: Elle_

Náhirð er ekki skrifað NÁHYRÐIR.  Þú ættir að vita það.

Elle_, 19.8.2011 kl. 22:22

17 identicon

Baugs/Hvells ... gott að vita að kannanir eru marktækar. þas. þær sem fá að birtast og eru inngönguliðinu hugnanlegar..

Samkvæmt fyrstu könnun á vegum Eurobarometer gerðri fyrir ári síðan (viðurkend stofnun af Baugs/Hvells) á afstöðu Íslendinga til ESB, kemur fram að.:

Aðeins 19% svarenda hér á landi trúa því, að ESB-aðild verði landi og þjóð til bóta (a good thing).

45% telja að ESB-aðild yrði til tjóns (bad thing).

58% telja að Ísland hafi ekki hag af aðild.

12% vita ekki og eru óákveðnir.

Sem þýðir að 81% landsmanna eru að sögn landsölumanna "öfgafullir afturhaldssinnaðir sjallar, einangrunarsinnar, þjóðrembur og náhirð."


Í sömu könnun kom í ljós að  aðeins 19% íbúa ESB landa tengdu lýðræði við ESB.  Þegar fólk var spurt, hvað það tengdi ESB, nefndu flestir frjálsa för milli landa og evruna. Friður var þriðja vinsælasta svarið en rétt á hæla hans kom „peningaaustur“

Þess ber að geta að FRIÐUR ESB þjóða var þess eðlis að meirihluti þeirra samþykktu innrásina í Írak og með því hluti af hinum staðföstu þjóðum, eins og Íslendingar. 

Traust almennings í öllum ESB-ríkjum í garð Evrópusambandsins hefur stórminnkað í flestum aðildarríkjum þess vegna vaxandi atvinnuleysis og erfiðleika á evru-svæðinu að því er könnun Eurobarometer sýnir.

Minna en helmingur íbúa ESB-ríkja (49%) telur, að land sitt hafi hagnast af ESB-aðild, er þetta minnsti stuðningur við þessa skoðun í sjö ár.

Traust í garð stofnana ESB hefur fallið um 6 stig miðað við haustið 2009 í 42%



Afstaðan til ESB versnaði verulega á Grikklandi, Kýpur, í Portugal, á Spáni, í Rúmeníu, Ítalíu og Lúxemborg – þar minnkaði álit á ESB-stofnunum um 10 til 18% miðað við 2009.



Bloomberg Fréttaveitan segir 15. september 2010.:



"Majorities across Europe view the euro as a “bad thing” in the wake of the sovereign debt crisis that rattled the continent, a survey showed.



Fifty-five percent of Europeans voiced negative sentiments about the currency, led by a 60 percent disapproval rate in France and 53 percent in Germany, according to a poll released today by the German Marshall Fund of the United States and the Italian foundation Compagnia di San Paolo."



PS.  Orðið "Náhirð" mun vera skrifuð með einföldu i - en ekki y.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 22:31

18 identicon

Og þetta er niðurstaðan úr enn einni nýlegri fjölmiðlakönnun viðurkenndri af Baugs/Hvells.:

Munt þú samþykkja aðild íslands að evrópusambandinu?

Nei - 86.41%

Já - 13.59%

Fjöldi atkvæða.:  721
.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 22:40

19 identicon

Steingrími leiddist nú heldur ekki að vald-nauðga nokkrum úr þingflokki VG að kveldi 30. des. 2009, þegar Icesave atkvæðagreiðsla fór fram.

3 fórnarlambanna hafa nú sýnt þann manndóm að slíta sig frá þingflokknum, en nokkur eru í "aðlögunar-ferli" hjá Steingrími undir vökulu auga frau Johanna, sem fylgist grannt með öllu í laumi í gegnum gægjugatið úr skápnum, þar sem júrókratísku "bjargráða-tólin" eru falin. 

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 23:43

20 identicon

Eitt fórnarlambanna fær þó að leika sér stundum með glerperlur

og fær stundum eldvatn ... og kannski koss frá Össuri, eins og að kveldi

25. apríl 2009.  Öllu skal fórnað fyrir að drauminn um sleik með Össuri.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 00:05

21 identicon

Ber að skilja þetta sem umsókn um blaðamannastarf á Mogganum, Páll?

Jóhann (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 00:50

22 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ósanngjarnt að koma með könnun sem sýnir að traust á ESB er lítið.

Almennt séð er traust á stjórnmálamönnum lítið.

Á Íslandi nýtur Alþingi næstum ekkert traust.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2011 kl. 02:50

23 identicon

Ber að skilja þig sem Jóhann Hauksson blaðamann Samfylkingarinnar sem gerði sig að fífli á Bessastöðum gegn forsetanum í Icesave-málinu?

Ólafur (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 02:51

24 Smámynd: Gunnar Waage

hehehehe :)

Gunnar Waage, 20.8.2011 kl. 08:23

25 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er ósanngjarnt að koma með könnun sem sýnir að traust á ESB er lítið.

Almennt séð er traust á stjórnmálamönnum lítið.

Á Íslandi nýtur Alþingi næstum ekkert traust.

Enda vilja flestir Íslendingar losna við það stjórnarfólk sem er á þingi alveg eins og þeir vilja ekkert með ESB gera.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.8.2011 kl. 09:03

26 Smámynd: Dexter Morgan

Ég hef enga skoðun á ESB, hallast þó heldur að því að þetta sé eintómt óþveralið þar innanborðs. Ég ætla að segja NEI þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB, ekki af því að ég hafi á þessu apparati einhverja sérstaka skoðun, heldur til að gefa Jóhönnu, Össuri og félögum löngutöng svo eftir verður tekið. Og vonandi snáfa þau sér í burtu eftir háðulega útreið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Svo er að segja um mörg þúsund annara íslendinga. Maður bíður spenntur eftir þessari atkvæðagreiðslu til að geta snurpað þau rækilega fyrir afleita framkomu og aðgerðaleysi gannvart venjulegu fólki á landinu.

Dexter Morgan, 20.8.2011 kl. 11:26

27 identicon

Baugs/Hvells.  Vissulega má segja að það er "ósanngjarnt" að að segja sannleikann og að sýna fram á staðreyndirnar varðandi ESB.  Svona eins og hæðast að fötluðum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 13:25

28 identicon

PS.  Baugs/Hvells. 

Það var aðeins helmingur þessara þingmanna sem þjóðin treystir ekki sem tók ákvörðinina að framselja land og þjóð inn í inngönguferlið sem var upplogið sem lítinn leik að fá að kíkja ofan í poka ESB - jólasveinsins.   Tóku ákörðun um eitthvað sem þjóðin bað aldrei um eða fékk aldrei að kjósa um í lýðræðislegum kosningum.  Það gerðu þessir nokkrir þigmenn Samfylkingar og gólftuskur hennar í VG, sem nánast engin þjóðarinnar treystir eða ber einhverja virðingu fyrir. 

SAMFYLKINGARLÝÐRÆÐI OG PÓLITÍSK NAUÐGUN Á ÞJÓÐ EINS OG HÚN GETUR GERST SUBBULEGUST OG YKKUR HUGNAST VEL...!!!!

Í mínu tilfelli hefði ég verið vel tilbúin að skoða málið í lýðræðislegum kosningum og með að þeir sem gengu erinda þjóðarinnar í viðræðunum væru hlutlausir umboðsmenn hennar en ekki sérstakir vildarvinir og ESB fíklar sem ætla inn hverju sem skal til fórna.

Subbuskapur Samfylkingarinnar með vildarvini og eigendur sína eins og Jón Ásgeir og félaga í broddi fylkingar inngönguóðra, segir mér að það er eitthvað meira en lítið að.  Enda nákvæmlega ekki neitt komið fram á þessum tíma sem liðinn sem sýnir og sannar að við værum betur sett undir stjórn spillingarbælisins í Brussel.  Heldur þvert á móti.

Meðfylgjandi myndband er gott dæmi og eitthvað sem allir ættu að sjá um hvernig Brussel paradísin er byggð upp af vildarvinum og skýrt út af einum þingmanni ESB.:

http://www.youtube.com/watch?v=YWSYMpuCFaQ

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 13:53

29 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nigel Farage

gat verið.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2011 kl. 15:13

30 identicon

Baugssleggjublogglúðrar..  Muna boltann...  ekki manninn...!!!  

Eithvað rangt sem hann segir.... eitthvað sem þið á Baugsvaktinni getirð bent á .... ???   Þá bara á EITT LÍTIÐ ATRIÐI ...!!!

.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 19:10

31 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er aðalega mælskusnilld hjá honum. hann bendir á ýmis atriði en færir ekki nein rök að hæfasti maðurinn var ekki ráðinn í starfið.

ég veit ekki hvað við íslendingar getum kvartað yfir þessu...  

hvernig var þetta?   Var ekki sonur davíðs ráðinn sem héraðsdómari þvert á fagálits.

hvað hefur annað gerst hér en spilling og viðbjóður þegar kemur á að gefa út bitlinga.

ef þetta myndbrot á að vera rök gegn esb þá heldur hún ekki vatni.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2011 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband