Föstudagur, 19. ágúst 2011
Hótun Jóhönnu fylgt eftir
Jóhanna Sig. hótaði Jóni Bjarnasyni ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar brottrekstri sökum þess að hann hélt fram stefnu kjósenda sinna og flokksins sem hann var kjörinn þing fyrir. Jón lætur ekki undan yfirgangi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra sem umboðslaus ætlar með Ísland í aðlögunarferli að Evrópusambandinu.
Jóhanna flæmdi Ögmund Jónasson úr ráðherrastól á fyrri hluta kjörtímabilsins. Á ferilsskrá Jóhönnu eru margar hótanir. Hún er iðulega tilbúinn að beygja reglur til að ná sínu fram, samanber stjórnlagaþingið sem Hæstiréttur ógilti en Jóhanna breytti í stjórnlagaráð.
Róbert Marshall formaður allsherjarnefndar viðurkennir óbeint að til standi að breyta leikreglunum til að losna við Jón Bjarnason þegar hann vitnar í Gunnar Helga Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor. Gunnar Helgi kom einmitt með hjá machiavellísku ráðleggingu til Jóhönnu að breyta ógildu stjórnlagaþingi í gilt stjórnlagaráð. Það heitir formfesta hjá Gunnari Helga og stjórnmálafræðisnúningur á þeirri lögspeki sem segir að hvergi sé bannað að hengja bakara fyrir smið.
Fundur boðaður í allsherjarnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig er það eiginlega er ekkert eða enginn sem getur gripið inn í þegar stjórnvöld sýna svona einræðistakta? Er ekkert apparat sem getur tekið í taumana? Spyr sú sem ekki veit. Þarf ekki eitthvert vanhæfismat eða geta yfirvöld bara sparkað þeim sem fylgja sannfæringu sinni og engu öðru? Er þetta hægt Mattías eins og sagt var forðum daga?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.8.2011 kl. 15:23
Jóhanna hótari og Össur verða að halda sig á mottunni gegn Jóni Bjarnasyni. Og ekki hans verk að hlýða hótunum og skipunum.
Elle_, 19.8.2011 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.