Stór-Evrópusinnar í Framsókn og Sjálfstæðis

Andrés Pétursson formaður Evrópusamtakanna og tveir aðrir aðildarsinnar hafa yfirirgefið Framsóknarflokkinn og er það rækilega auglýst í Samfylkingar-Eyjunni. Tilefni úrsagnar þeirra þriggja er grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins um að afturkalla ætti umsókn Íslands um aðild að væntanlegri Stór-Evrópu.

Úrsögn þremenningana úr Framsóknarflokknum setur þrýsting á Stór-Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum, einkum samfylkingardeildina. Yfirlýsing Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi spyr Stór-Evrópusinna í flokknum; eruð þið menn eða mýs?

Er þess að vænta að Ólafur Stephensen, Þorsteinn Pálsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Árni Sigfússon, Sveinn Andri og Ragnheiður Ríkharðsdóttir taki pokann sinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þekkt að smámenni takast ekki á við vandamálin heima til, heldur flýja af hólmi.  Einhverra hluta vegna virðist ESB ingöngusinnar hafa meira af huglausum dugleysingjum sem telja að allur fjöldinn sem er á annarri skoðun eigi að sitja og standa og sýna fulla tillitsemi eins og um minnimátta sem geta ekki varið sig og sitt eru að ræða. 

Pólitískir lúserar allra flokka ásamt auðrónunum sem llögðu þjóðfélagið í rúst eru helstu stuðningsmenn þess að ganga í ESB. 

Hverju skyldi nú valda... ????

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 18:59

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Það mun enginn sakna Samfylkingardeildarinnar.

Steinarr Kr. , 18.8.2011 kl. 20:04

3 identicon

Dýrlegt blogg hjá Evrópusinnanum og Rúv launþeganum Agli Helgasyni:

http://silfuregils.eyjan.is/page/21/?1313697698

Svo kemur hann til fámennu eyjarinnar Íslands og vill fá ótakmarkað úrval í búðum af innfluttri matvöru, hehe, maður skilur ekki hvað svona "heimsborgarar" hafa með það að gera að búa á Íslandi.

AronB. (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 20:39

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það skiptir engu máli Páll hvort að þessi mannskapur er innan eða utan Framsóknarflokksins. Næstu kosningar á Íslandi munu meira að segja ekki snúast um Evrópusambandsaðild, þótt hinir áköfustu haldi það.

Gústaf Níelsson, 18.8.2011 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband