Stjórnvöld eru í stríði við þjóðina

Starfsstjórn Jóhönnu Sig. fékk fljúgandi meðbyr á útmánuðum 2009. Jóhann var talinn einn óspilltasti stjórnmálamaður landsins og Vinstri grænir voru með hreinan skjöld. Starfsstjórnin vann í þeim anda að gera ekki stórar breytingar en sjá til þess að innviðir héldust traustir.

Eftir kosningarnar vorið 2009 umpólaðist ríkisstjórnin í aðgerðasinna sem fóru með bál og brandi um samfélagið. Herför gegn landsbyggðinni var skipulögð undir formerkjum innköllunar fiskveiðikvóta. Fullveldinu var fórnað með umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Þjóðin kaus sér hægfara ríkisstjórn sem átti að koma hrunverjum undir manna hendur og lagfæra agnúa sem útrás og hrun leiddu í ljós. 

Aðgerðasinnar í stjórnarráðinu skildu ekki umboðið sem þeir fengu og hafa verið í stríði gegn þjóðinni frá vordögum 2009.


mbl.is Meiri áhersla á banka en heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll samála og um leið viðbjóðslega fáránleg framkoma gegn þegnum okkar lands!

Sigurður Haraldsson, 17.8.2011 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband