Þriðjudagur, 16. ágúst 2011
Kjötskortur krata er vegna kröfu ESB
Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra er í dag stefnt fyrir utanríkisnefnd alþingis þar sem meintir samherjar hans í ríkisstjórnarliðinu ætla að þjarma að honum vegna þess að hann krefst tollverndar fyrir íslenskan landbúnað. Á Evrópuvaktinni segir
Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson hafa lagt hart að Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að falla frá sjónarmiðum sínum varðandi tollvernd landbúnaðar og annarri andstöðu við kröfur ESB í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum til að opinbera ekki ágreining í ríkisstjórninni um þau mál á fundi nefndarinnar. Af hálfu ESB er hótað opinberri kynningu á úrslitakostum í landbúnaðarmálum verði ekki orðið við kröfum sambandsins á bakvið tjöldin. Jón Bjarnason hefur verið boðaður á fund utanríkismálanefndar en jafnan situr utanríkisráðherra fundi nefndarinnar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.
Undanfarið hefur spunavél Samfylkingarinnar búið til flökkusögur um kjötskort í landinu. Skýringin er þessum tilbúna kjötskorti er komin: ESB hótar að slíta viðræðum við Ísland nema að landbúnaðaráðherra fallist á að afnema tollvernd fyrir íslenskan landbúnað.
Athugasemdir
Það skyldi þó ekki vera að lambaframparturinn sem ég keypti í Nóatúni fyrir helgi hafi verið kanína?
Ekki var hann kjúklingur.
Ragnhildur Kolka, 16.8.2011 kl. 12:53
Erlenda ófrysta svínalundin, sem ég keypti fyrir 2 vikum í Krónunni, VAR svínalund. Þýsk, pökkuð fersk fyrir þýskan markað með upprunalegu merkingunni "Síðasti söludagur 5.1.11". Eflaust hefur hún fengist ódýr - en hver veit hversu oft hún hafði verið fryst.
Örugglega verður það innflytjandanum búbót að flytja inn svona vöru. Alla vega voru ónýtu innfluttu kartöflurnar (þar sem helmingnum þurfti að henda) á árunum í kring um 1970 seldar á sama verði og íslenskar nýuppteknar.
Kolbrún Hilmars, 16.8.2011 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.