Sunnudagur, 14. ágúst 2011
72 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins vilja afturkalla ESB-umsókn
Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins, eða 72 prósent, vilja afturkalla umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt könnun frá í júní í sumar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins teflir fram tvennum rökum fyrir afturköllun umsóknarinnar og bæði eru rétt.
Í fyrsta lagi er afgerandi meirihluti þjóðarinnar andvígur aðild að ESB, 64,5 prósent samkvæmt síðustu mælingu. Í öðru lagi er evru-löndin 17 óðum að breytast í Stór-Evrópu með sameiginlegri fjármálastjórn allra ríkjanna.
Í Financial Times er fjallað um útgáfu sameiginlegra skuldabréfa Evrulands, þ.e. þeirra 17 ríkja mynda evru-samstarfið. Þar segir
Senior French officials also played down speculation that any firm announcement on jointly issued bonds would be issued after meetings when Ms Merkel comes to Paris on Tuesday. “Eurobonds would require a much more determined integration of budgetary policy,” one said. “We do not have that today. It could be a long-term project, but you cannot have eurobonds and at the same time national economic and budgetary policies.”
Sem sagt: það er ekki hægt að gefa út sameiginleg skuldabréf fyrir Evruland án sameiginlegra fjárlaga. Með ein fjárlög fyrir Evruland er komin Stór-Evrópa. Og þangað á Ísland ekkert erindi, - ekki frekar en Bretland, Noregur eða Svíþjóð, að ekki sé talað um Grænland eða Færeyjar.
Vill slíta aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.