Fimmtudagur, 11. ágúst 2011
Andstaða við ESB-aðild vex, 64.5 prósent á móti
Í könnun sem Capacent-Gallup gerði fyrir Heimssýn sögðust 64,5 prósent vera andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu en 35,5 prósent fylgjandi, séu aðeins tekin svör þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti.
Könnunin byggir á 868 svörum sem aflað var mánuðina maí, júní og júlí. Spurningin var svohljóðandi: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?
Í sambærilegri könnun sem Gallup gerði fyrir Heimssýn og birt var í júní sögðust 57,3 prósent vera andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu en 42,7 prósent fylgjandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.