Miðvikudagur, 10. ágúst 2011
Vinstri grænir rétta Steingrími J. sáttarhönd
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var liður í pólitískum hrossakaupum milli forystu Samfylkingar annars vegar og hins vegar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Hrossakaupin fólu í sér svik við kjósendur og flokksmenn Vinstri grænna. Til að bæta fyrir þau svik getur Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna beitt sér fyrir því að alþingi samþykki þingsályktunartillögu um að aðildarumsóknin verði afturkölluð.
Félagsmenn í Vinstrihreyfingunni grænu framboði gera Steingrími J. sáttatilboð sem hann ætti að taka. Í niðurlagi segir
Skiljanlega eiga margir einlægir og vinstri sinnaðir ESB andstæðingar erfitt með að fyrirgefa þingmönnum sínum þá einkennilegu afstöðu sem birtist í kosningunum 16. júlí 2009. Það getur engu að síður verið komið að þeim tímamótum að þeir sem áður hleyptu ESB lestinni af stað taki nú höndum saman með okkur að stöðva hana. Þá verðum við að sýna þann þroska að geta þrátt fyrir allt unnið saman.
Ef Steingrímur J. tekur ekki útréttri sáttarhönd félaga sinna er næsta skref að ganga með útrétta hönd til Ögmundar.
Athugasemdir
Það er nú svona eins og að rétta eiturslöngu sáttahönd..
Eða mannýgu nauti rautt teppi.
jonasgeir (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 17:39
Steingrímur J. virðist ekki líta á félagsmenn VG sem félaga sína. Hann sér sjálfan sig sem einræðisherra og félagsmenn VG eru undirtyllur sem eiga að hlýða skipunum hans og ekki vera með neitt múður.
Sólbjörg, 11.8.2011 kl. 08:40
Steingrímur er gangandi dæmi um hvernig valdasýki og hroki geta rænt menn öllu viti.
Enn eru ekki öll kurl komin til grafar því síðar verður upplýst um spillinguna og óheilindin sem eitra Ísland.
Ástandið er verra er það var í tíð Sjálfstæðisflokksins og hinna spillingarflokkanna.
Dómur sögunnar verður Steingrími erfiður.
Hann verður sakaður um þekkingarskort, dómgreindarleysi og sennilega hreina spillingu.
Hans verður minnst sem versta fjármálaráðherra Íslandssögunnar.
Karl (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 09:32
fáni Evrópusambandsins byggir á bláum grunni, litur Heilagrar Maríu meyjar og 12 stjörnur, sem voru í kórónu Maríu Guðs móðir. Sem sagt ekki eins og Bandaríski fáninn - sem hefur jafn margar stjörnur og aðildarlöndin eru mörg. Hugsuðir sameinaðrar Evrópu - setja Heilaga Maríu Guðsmóðir yfir Evrópusambandinu. Ég hef alla tíð verið einlægur þjóðernissinni, en sem katólskrar trúar, er erfitt fyrir mig að útiloka þessa hugsjón. Íslensk stjórnvöld fóru í samningaumleitan við Evrópusambandið og eiga þessvegna sem heiðarlegt fólk að klára þá samninga og láta svo þjóðina meta þessa stöðu mála með bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Vestarr Lúðvíksson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 06:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.