Miðvikudagur, 10. ágúst 2011
Evrukreppa í beinni útsendingu
Evrópskir bankar falla mest í verði á hlutabréfamörkuðum vegna þess að fjárfestar trúa ekki að Evrópusambandið bjargi evrunni. Evrópskir bankar standa frammi fyrir geypilegu tapi þegar ríkisstjóðir Portúgals, Grikklands, Spánar og Ítalíu viðurkenna greiðsluþrot.
Á evru-svæðinu er fyrirsjáanlegur lítill sem enginn hagvöxtur næstu árin og niðurskurður ríkisútgjalda er erfiður og tekur tíma. Þjóðverjar ætla ekki að axla skuldir Suður-Evrópu, en það var síðasta hálmstráið.
Evran er búin að vera.
Markaðir í frjálsu falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hægt að færa sömu rök fyrir ástandinu í Bandaríkjunum.
Dollarinn er búinn að vera.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 15:35
Nei, Jón, vegna þess að Bandaríkin eru ekki í hættu að liðast í sundur eins og Evruland. Nokkur munur þar á.
Páll Vilhjálmsson, 10.8.2011 kl. 15:45
Ef þú kíkir hér http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_credit_rating
og raðar upp eftir einkunnum þá kemur í ljós að flest lönd Evrópu standa mjög sterkt og munu harka þetta af sér. Öll PIIGS löndin eru þarna fyrir ofan okkur fyrir utan Grikkland og Portúgal.
Draumórar ESB hatara um fall evrunnar þurfa að bíða lengur og líklegast um ókomna framtíð.
Kaninn er hins vegar að dala umtalsvert og miðað við skuldastöðuna þar myndi ég ekki koma nálægt dollaranum með priki.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 15:57
Jón, þú sérð ekki heildarmyndina. Markaðurinn veðjar ekki hvort Bandaríkin liðist í sundur eða ekki. Á hinn bóginn eru tröllaukin veðmál um hvort 17 þjóðríkja Evrulandið haldi velli. Þau veðmál munu halda áfram þangað til að annað tveggja gerist: evru-samstarfið brotlendir eða Stór-Evrópa verður til.
Þegar fyrir liggur að annað tveggja gerist þarf maður virkilega að taka á honum stóra sínum að trúa draumsýn aðildarsinna um Stór-Evrópu.
Páll Vilhjálmsson, 10.8.2011 kl. 16:13
Þessir hlutir eru að ske ,hvort sem áhorfendurnir eru ESB hatarar eða sleikjur. Það er athyglisvert að hreintrúaðir ESB sinnar nota níð orðið PIIGS um hluta af þjóðum ESB.
Snorri Hansson, 10.8.2011 kl. 17:50
Já. Maður á virkilega erfitt með að sjá eitthvað frá ESB sinnum þessa dagana. Þegja þeir þunnu hljóði. Veit að minnsta kosti ekki mikið um greinar nema þá kannski hann þarna með Þ nafninu í Fréttablaðinu, svona við og við.
Er hinsvegar ekki sammála Páli um styrk Dollar. Hann fellur eins og aðrar vísitölur, sama hvað forverinn segir til að stappa liðinu í stálinu. Eins og að kenna Evrópu um.
Guðni Karl Harðarson, 10.8.2011 kl. 20:26
Tengdu líka við þessa frétt, Páll:
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/08/10/mikil_laekkun_a_wall_street/
...og hvert heldur þú að fjárfestar flýji núna. Í gull?
Jóhann (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 21:53
Jóhann. Fjárfestar flýja í a) Bonds b) taka peninga sína sem eftir eru og leggja inn á Offshore. c) svo eru nokkrir sem eiga stórar fúlgur í risa fyrirtækjunum og velja þau sem borga út arð d) svo eru það aðrir sem eru að skorta markaðinn niður.......Þeir stóru þurfa ekki nema markaðurinn fari sem snöggvast brota/brot upp á við til að geta losnað úr skortstöðu. Allt innan real/realtime markaðarins á broti sekúndna, sem er svokallað scalp trading. Hef séð þetta gerast allt saman í rauntímaforriti. Fyrst var Level II notað en nú er verið að nota Level III sem gengur enn lengra með að ganga frá viðskiptum á stuttum tíma. Þeir sem eiga nóg af peningum fá skjóta og fljóta afgreiðslu.
Það eru sennilega bankarnir sem eru að tapa mestu fé. Bæði í Evrópu og USA.
Svo allt er þetta miklu dýpra en þið getið ímyndað ykkur.
Guðni Karl Harðarson, 10.8.2011 kl. 22:45
Guðni, þetta sjónarspil með fjármál heimsins er sýndarveruleiki, eins og þú lýsir réttilega.
Gamblerarnir (les: fjárfestar) hlaupa milli landa í rauntíma netsins.
Fyrir vikið læsa þeir hvert þjóðfélagið af öðru í þrot.
Þetta er augljóslega meingallaður tilberi sem gengur ljósum logum.
Og það þarf að koma böndum á hann.
Jóhann (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 22:53
Jóhann, kannski hlaupa þeir ekki svo mikið á milli landa þó það gerist líka. En megnið af viðskiptum fer fram á fyrirtækjum og markaði innan þess lands sem þau eru framkvæmd af miðlara af reikning.
Það sem gerist líka er að margir risa-fjárfesta gera svokallað Options-Put á markaðinn og bréf fyrirtækja. Þar sem þeir veðja á að markaðurinn (og fyrirtæki) fari niður á við. Vanir kallar eiga auðvelt með þetta. Þessvegna líka á markaðurinn erfitt að verjast falli, þó fleira komi til.
>When an investor purchases a put, he or she expects the underlying asset will decline in price. The investor will then profit by either selling the put options at a profit, or by exercising the option. If an investor writes a put contract, he or she is estimating the stock will not decline below the exercise price, and will not fall significantly below the exercise price.>
Þeir sem eiga stórar fúlgur eiga auðvelt að framkvæma svona og eru vanir að gera þetta. Líka stóru viðskiptastofurnar og markaðs sérfræðingar innan þeirra. Meira að segja eftir beiðni (stórra viðskiptavina). Og þá er frekar notað eitt símtal heldur enn að viðskiptamaður noti sitt eigið portfolio hjá miðlara.
Guðni Karl Harðarson, 10.8.2011 kl. 23:12
En sýndarveruleiki er þetta allt saman og það eru svo margir sem vita ekki hvað gengur á í reyndinni. Meira að segja hinn venjulegi íslendingur sem kýs þægur og rólegur flokkinn sinn aftur og aftur. Það þarf að upplýsa fólk um fjármálaheiminn betur.
Kapitalisminn og þar á meðal frjálshyggjan er mikið til þessi sýndarleiki sem spilað er með peninga sem búnir eru til úr engu. Og fólk eins og ég og þú sem eigum þess ekki kost að búa til peninga úr engu og spila sig stóra lendum í að gerast skuldaþrælar hinna.
Vertu viss. Ég veit hvað gengur á.
Guðni Karl Harðarson, 10.8.2011 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.