Miðvikudagur, 10. ágúst 2011
Græðgissósíalismi Árna er gjaldþrota
Árni Sigfússon og meirihluti Sjálfstæðisflokksins gerði Reykjanesbæ gjaldþrota. Árni tvinnaði saman útrásargræðgi og sósíalisma með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Græðgin birtist í sölu húsnæðis bæjarins til fasteingafélags þar sem bæjarstjórinn hagnaðist persónulega á setu í stjórn fasteignafélagins og bjó til með bókhaldsbrellu betri stöðu bæjarsjóðs en raun bar vitni; salan á HS-Orku til braskara er annað dæmi um græðgina.
Sósíalisminn braust fram í stórfelldum framkvæmdum á vegum bæjarins til að búa til störf. Reykjanesbær setti sér sósíalískt markmið að fjölga bæjarbúum. Að því leyti er Árni Sigfússon eins og Pútín Rússlandsleiðtogi, sem boðar fjölgun Rússa með opinberum aðgerðum.
Árni Sigfússon subbar Sjálfstæðisflokkinn með því að kenna stjórnarfar sitt við sjálfsstæðisstefnuna.
Athugasemdir
Hélt þú værir að tala um Árna Þór græðgissósíalista og hvernig hann hagnaðist á því að eyðileggja SPRON.
Einar Guðjónsson, 10.8.2011 kl. 12:31
Heyr, heyr!
Og líka í góðu lagi að rifja upp brask Árna Þórs atvinnukomma og Össurar sem báðir högnuðust gríðarlega á braski með bankabréf sem þeir komust yfir.
Allir eru þessir menn skýr dæmi um óheilindin og spillinguna í íslenskri pólitík.
Karl (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 14:11
Það er ánægjulegt þegar Suðurnesjamenn til áratuga eins og þú leggjast á árarnar með okkur!
Sigurður J Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 14:45
Hollur er heimafenginn baggi, Sigurður J. Þið hefðuð aldrei átt að leiða fallkandídat úr Reykjavík til öndvegis á Suðurnesjum.
Páll Vilhjálmsson, 10.8.2011 kl. 14:57
Páll - árás þín á Árna segir mér það eitt að hann hafi gert góða hluti og staðið í fæturna í baráttu sinni við fjandsamlegt ríkisvakd sem engu eyrir á Suðurnesjum og vill allt drepa niður. Augæysingastofa stj´rnarinnar (RÚV) tekur svo þátt í árásunum með því að afflytja fréttir af t.d. HS málum - mála Árna í allskonar gerfum illmennis en neita svo að birta leiðréttingar. Það er málflutningur RÚV ( og þinn) í hnotskurn.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.8.2011 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.