Ódýr dollar í tvö ár

Síðdegis í gær gaf Seðlabanki Bandaríkjanna út yfirlýsingu um að vöxtum verði haldið nálægt núlli næstu tvö ári. Hlutabréfavísitölur um heim allan hækkuðu í kjölfarið í þeirri trú að aðgangur fyrirtækja að ódýru lánsfé efli hagvöxt.

Ekki eru fordæmi fyrir því að seðlabanki nokkurs ríkis lofi vaxtastigi jafn langt fram í tímann og sá bandaríski gerði í gær. Seðlabankar vilja halda markaðinum ,,á tánum" í vaxtamálum til að eiga svigrúm að bregðast hvorttveggja við þenslu eða samdrætti.

Tilgangurinn með yfirlýsingunni í gær var að róa markaði og það tókst. Þegar frá líður mun ákvörðunin veikja gengi dollarans og stuðla að verðbólgu. Ódýrt lánsfé, eins og Íslendingar vita manna best, er ekki án kostnaðar.


mbl.is Töluverð hækkun í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband