Ítalska lögreglan send á matsfyrirtækin

Ítalska lögreglan gerði húsleit hjá Standard & Poors og Moody's en það eru einmitt matsfyrirtækin sem Evrópusambandið segir bera ábyrgð á neikvæðum fréttum af efnahagslífi Evrulands. Telegraph segir frá húsleitinni og það er engum blöðum um það að fletta hvert tilefnið er.

The raids come at a time of rising tensions between ratings agencies and eurozone governments. The agencies are blamed by some for exacerbating the region's sovereign debt crisis by downgrading many of the indebted countries.

Fjármálalíf Evrulands minnir helst á villta vestrið.

 


mbl.is Markaðir í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona fer þegar nógu mikið er af reglum og regluverkjum

Þegar nógu mið er af þeim og regluverkja -meisturum sem hafa tapað allri yfirsýn og getu til skynsamlegra ákvarðana, tja já, ..Þá fær kerfið verki.

Slæma verki.

Evrudraumurinn Samfylkingarinnar á ekki marga mánuði ólifaða með svona kveisu.

Það eru oft jákvæðir þættir við flest... 

(Nú vantar bara samfylkingargúrú sem stendur upp og segir;  ..Ég vissi það, ég vissi það.... eh, heh...).  

jonasgeir (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 09:10

2 identicon

...Annars má nú kanski segja að grunnvandin sé auðvitað stefna krata um allan heim. 

..Að eyða áður en búið er að vinna.  

Kratar halda að það skapi velmegun.  Enn einu sinni hefur það sannast að það er ekki hægt.  En læra þeir af lexíunni?

Árni Páll virðist næstum hafa áttað sig, EN..  getur það verið?  

jonasgeir (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 09:56

3 identicon

Hvernig má það vera að Bandaríkin með allar sínar gífurlegu skuldir og enga framtíðarsýn yfir það fær að halda AAA einkunn sinni en svo lönd sem eru ekki eins skuldum vafin (a.m.k. ekki opinberlega) fá lækkað mat...

Það þarf enginn að segja manni það að þessi fyrirtæki séu óháð og því er eðlilegt að skoða þau eins og önnur fyrirtæki sem grunuð eru.

... hvort sem stjórnvöld eru græn, rauð eða blá...

Leifur Saemundsson (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 12:39

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lögreglunni á Ítalíu verður varla mikið ágengt með þessu. Matsfyrirtækin hafa nefninlega gætt þess sérstaklega að setja klausur í ábyrgðarskilmála sína þar sem kemur skýrt fram að þau veiti ekki fjármálaráðgjöf.

Hér eru ábyrgðarskilmálar matsfyrirtækjanna í íslenskri þýðingu:

Moody's: Lánshæfismatið er aðeins ábyrgðarlaust álit eins aðila.

Standard & Poor's: Ábyrgðarlaust álit frá aðila sem ræður manni sjálfur frá því að byggja ákvarðanatöku á áliti sínu, og framkvæmir sjálfur enga óháða athugun á þeim upplýsingum sem unnið er með. Starfsemin er svo kirfilega hólfuð niður að ekki er víst að matsskýrsla byggi á öllum fyrirliggjandi upplýsingum, auk þess sem sumar þeirra kunna að vera leyndarmál.

Fitch Ratings: Lánshæfismat er aðeins álit eins aðila sem getur þar að auki breyst hvenær sem er eftir geðþótta viðkomandi. Fitch gefur sig ekki út fyrir að veita ráðgjöf um fjárfestingar, og hver sá sem treystir á upplýsingar um lánshæfismat gerir það af fullkomnu ábyrgðarleysi.

Ítalska lögreglan er því að eltast við ranga aðila. Hún ætti frekar að gera húsleit hjá þeim sem eru nógu klikkaðir til að taka mark á svona vitleysu og leggja hagsmuni heilu þjóðríkjanna undir þetta fullkomna ábyrgðarleysi.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2011 kl. 13:53

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sjáið línuritið sem ég setti inn í bloggfærslu mína um $DAX (German í Frankfurt) í dag:

http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1182980/

Guðni Karl Harðarson, 5.8.2011 kl. 14:29

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þar sem ég setti inn smá mína greiningu....

Guðni Karl Harðarson, 5.8.2011 kl. 14:30

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Skoðið greinina:

S&P downgraded USA:

http://www.marketwatch.com/story/us-loses-triple-a-rating-from-sp-2011-08-05

Guðni Karl Harðarson, 6.8.2011 kl. 01:27

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC) hefur nú einnig hafið rannsókn á lækkun S&P á lánshæfismati Bandaríkjanna.

En... þetta er bara álit í skjóli stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis...???

Hvers vegna rannsaka þeir ekki þá sem taka mark á svona bulli?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.8.2011 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband