Össur situr uppi með Þorgerði Katrínu og umsóknina

Formannsbaráttan í Samfylkingunni stendur á milli Össurar Skarphéðinssonar og Árna Páls Árnasonar þessa stundina. Sá frambjóðandi sem getur sannfært flokksmenn að hann eigi innhlaup í Sjálfstæðisflokkinn stendur sterkt að vígi. Samfylkingin er stjórnsækinn flokkur og krafa flokksmanna er að formaðurin sé í talsambandi við aðra flokka.

Árni Páll skorar stórt með því að AMX-hópur Sjálfstæðisflokksins tekur undir íslenskun hans á pólitík bandarísku te-boðshreyfingarinnar. Þar að auki gefur Árni Páll til kynna að hann sé að verða fráhverfur umsókn Íslands að Evrópusambandinu, og lái honum hver sem vill.

Össur Skarphéðinsson situr upp með eymdarliðið í Sjálfstæðisflokknum þar sem saman fer auðmannaþjónkun og Evrópusambandsáhugi. Össur er í talsambandi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og aðra útrásarafganga í Sjálfstæðisflokknum. Það telur ekki því fallinn varaformaður flokksins á ekki afturkvæmt á alþingi eftir næstu kosningar.

Með umsóknina og Þorgerði Katrínu í fanginu á Össur enga möguleika á formennsku í Samfylkingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Páll ...þú gleimdir Ragheiði Ríkharðsdóttur,hún voða hrifin af ESB.

Vilhjálmur Stefánsson, 4.8.2011 kl. 19:53

2 identicon

Það gefur augaleið að eymdararmur sjalla með auðmannaþjónkun og ESB fíknina á að ganga í Baugsfylkinguna, sem yrði örugglega til þess að kjósendahópur Sjálfstæðisflokksins myndi stækka verulega, þegar þessi óværuhreinsun hefur átt sér stað.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 20:23

3 identicon

Sæll Páll

Ég fæ ekki með nokkru móti séð að ÁPÁ fái kosningu næst maðurinn sem lofaði björgun heimilana en setti þau síðan út á gaddinn og næsti vetur verður mörgum erfiðum.

ÞKG verður varla á lista nema að skuldamál hennar og fleiri núverandi samflokksmanna verði gerð upp en formaður flokksins ræður ekki við það.

Davíð Oddson mun koma aftur með herfylkingu og taka við taumunum á þjóðarskútunni.

Menn geta alveg hætt að hugsa um ESB það verður liðin tíð 2014 og hvert ríki með sína mynt en núna róa þeir lífróður að bjarga einhverju en fjárfestar munu tapa stórt líklega því mesta frá 1929 á næstu mánuðum og þar hef ég áhyggjur af erlendum fjárfestingum lífeyrissjóðanna okkar á erlendri grundu.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 20:32

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Þór, þú segir það upphátt í þriðju málsgrein sem margir láta sig dreyma um. Þá yrði nú aldeilis ball maður!

Halldór Jónsson, 4.8.2011 kl. 20:55

5 identicon

Það eru áhugaverðir og hættulegir tímar framundan. Komandi vetur verður sögulegur.

Tralli (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 21:05

6 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Semsagt! Þá er ballið byrjað! Páll Vill farinn að berjast í formannsslagnum í Samfó!! ;-)

Þórhallur Birgir Jósepsson, 4.8.2011 kl. 21:21

7 identicon

Tek undir með Halldóri; þá yrði nú hamagangur á Hóli!

Baldur (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 21:38

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er Landsfundur í haust og verður þá fróðlegt vita hver tekur við formannsembætti Sjálfstæðisflokksins,það þarf að ormahreinsa hann..

Vilhjálmur Stefánsson, 4.8.2011 kl. 22:32

9 identicon

Það yrði nú mjög áhugavert ef þú Páll færir í formannskjör fyrir Samfó, a.m.k. er það flokkur sem þú virðist hafa hvað mestan áhuga á! En Árni Páll? Virkilega??? Ég held að hann yrði alveg vonlaus foringi! Og hann er ekki að hverfa frá ESB-aðdáun sinni, ekki frekar en Össur.  Össur eða Guðbjart Hannesson, ég held að hann yrði fínn formannskandídat. Hins vegar er Jóhanna ekki að fara neitt strax.

Skúli (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 23:34

10 Smámynd: Elle_

Guðbjartur var ein almesta jarðýtan í ICESAVE.  Honum er alls ekki treystandi frekar en öðrum í þessum ömurlega flokki.  Ræðum heldur niðurleggingu Samfylkingarinnar.   

Elle_, 4.8.2011 kl. 23:50

11 identicon

Þó þú sért á móti flokknum Elle þá held ég að það sé kannski fullsnemmt að tala um niðurleggingu flokksins núna...

Skúli (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 00:12

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Niðurlegginguna!? Ellle! Að öllu gamni slepptu, hamingjuna hrepptu,verðum öll með.

Helga Kristjánsdóttir, 5.8.2011 kl. 00:23

13 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Vonandi kemur Davíð aftur og drífur allt í gang, en ég treysti fáum af vinstrivængnum, það er alveg á hreinu. Samfylkingin er samsuðuflokkur samansettur af eintómum tækifærissinnum svo að hann má missa sig. Og þá eru ekki margir eftir nema einhverjar breytingar verði sem fólk getur sætt sig við. En ennþá getur allt gerst!!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.8.2011 kl. 00:34

14 identicon

Vá í alvörunni?  Eru Sjálfstæðismenn virkilega svona desperate að sá eini sem getur komið flokknum á skrið aftur er Davíð Oddsson, sem hætti fyrir 5 árum eða svo í pólitík?? Eru engir aðrir kostir í stöðunni?

Skúli (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 01:37

15 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Skúli, það eru eflaust margir aðrir góðir kostir, en við þekkjum Davíð, og við vitum hvað hann getur. Svo einfalt er það:

Eyjólfur G Svavarsson, 5.8.2011 kl. 13:59

16 identicon

Davíð er sterkur kararkter og er eflaust til í að hrista upp í hlutunum...

Skúli (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband