Fimmtudagur, 4. ágúst 2011
Árni Páll býður upp á te-boðshreyfingu
Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra höfðar til AMX-hópsins í Sjálfstæðisflokknum með grein í Fréttablaðinu sem var gerð að umtalsefni í gær. AMX mærir grein Árna Páls í færslu í dag og hvetur hann til dáða við að færa niður ríkisreksturinn.
Te-boðshreyfingin bandaríska er áberandi í umræðunni fyrir kröfur um lága skatta annars vegar og hins vegar niðurskurð á útgjöldum ríkisins.
Árni Páll er með hugann við formannskjör í Samfylkingunni og leitar sér að bandamönnum. AMX-hópurinn er orðinn til muna sterkari í Sjálfstæðisflokknum en samfylkingardeildin með þau Guðlaug Þór, Þorgerði Katrínu, Ólaf Steph., Þorstein Páls og fleiri.
Íslenskun á bandarísku te-boðshreyfingunni gæti dregið upp nýjar víglínur í stjórnmálum á Fróni.
Athugasemdir
Í meira lagi langsótt.
Engin ástæða er til að taka orð ÁP hátíðlega í þessu máli frekar en öðrum.
KIarl (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 14:55
Gulli sat þó fjandinn af því hjá í atkvæðagriðslunni um Icesave.Hann verðskuldar því ekki að þú spyrðir hann svona við hitt liðið.
Halldór Jónsson, 4.8.2011 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.