Líkræða stjórnlagaráðs

Stjórnlagaráðsmaður hélt líkræðu um samfylkingarsamkomuna er fékk það verkefni að setja saman texta nýrrar stjórnarskrár. Tilefnið var jarðaför Sævars Cieselski sem hempuklæddi stjórnlagaráðsmaðurinn Örn Bárður Jónsson þjónustaði.

„Ég fullyrði að texti frumvarpsins að nýrri stjórnarskrá sé stórmerkur að inntaki og markmiði,"

sagði séra Örn Bárður Jónsson og hvatti kirkjugesti sem komnir voru til að fylgja Sævari til grafar að kynna sér texta Arnar Bárðar og félaga.

Í sumum sögum segir frá verkfærum sem almættið notar til að koma boðskap sínum á framfæri. Líkræðan um stjórnlagaráð sýnir almættið upp á sitt frumlegasta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeim er ekkert heilagt svei mér þá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2011 kl. 10:17

2 identicon

Jónas telur helsta afrek stjórnlagaráðs felast í fullkominni sátt um loðið orðalag.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 11:11

3 Smámynd: Már Elíson

Afhverju eru menn á móti því að stjórnarskrá, afgömul og úreld, sé lagfærð til hins betra og loksins komið á ?

Afhverju eru þessar sífelldu persónuárásir á þá meðlimi sem voru valdir til að koma skikki á eldgamla og þreytta stjórnarskrá sem samin var í hraða og fávisku á tímum moldarkofa og harðræðis ?

Afhverju má ekki breyta neinu til batnaðar í þessu gamla þjóðfélagi án þess að fólk sé alltaf með hnútur og persónulegt skítkast út í allt og alla ?

Hver vill EKKI bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti í þeirri viðleitni að stuðla að framförum ?

Már Elíson, 4.8.2011 kl. 12:06

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver ert þú Már að fullyrða að þetta séu framfarir? Hvernig geturðu fullyrt um að þessi útgáfa sé betri en hin? Reyndist hún eitthvað illa? Hvað var Gunnar Thoroddsen og fleiri góðir menn að gera ævilangt við að finna upp endubætur? Hverjir voru þessir að finna upp nýja hluti sem við eigum að samþykkja án þess að Alþingi komi að málinu?

Halldór Jónsson, 4.8.2011 kl. 12:37

5 Smámynd: Már Elíson

Halldór Jónsson ;

Þessi sending þín er ekki svaraverð - svaraðu frekar því sem ég ritaði hér að ofan, hættu útúrsnúningum og segðu þig úr flokknum. Haltu með íslendingum og vertu þjóð þinni til sóma en ekki skammar.

Ekki segja mér að Gunnar Thoroddsen hafi komið nálægt þessu því komið hefur fram (loksins opinberlega) að hann átti erfitt með ýmislegt í persónulegu lífi sínu, sem hefði ekki sæmt því að kæmi að verki sem þessu.

Már Elíson, 4.8.2011 kl. 13:12

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var í upphafi meðmælt þessu stjórnlagaráði, þekkti þar ágætlega mætan mann og treysti honum.  Ég veit satt að segja ekki hvernig ég á að taka þessu.  Efinn byrjaði þegar rætt var um að hægt væri að leyfilegt væri að gera bindandi samninga við önnur ríki um yfirtöku á sjálfstæði okkar. 

Það sem ég meinti með mínu innslagi var; að Samfylkingunni eru enginn meðul heilög til að koma okkur inn í ESB.  Þar er allt notað, meira að segja líkræða Sævars Ciselski, og hélt ég að þar væri verið að bera í bakkafullan læk.

Össur veður áfram með innlimunina þrátt fyrir andstöðu meirihluta landsmanna og meirihluta stjórnmálaflokka.  Og þar er EKKERT upp á borðum, heldur allt ákveðið í reykfylltum herbergjum með Össur annað hvort sofandi á bekk, eða viðsemjendur hans emjandi af hlátri fyrir framan myndavélarnar.

Ég skammast mín fyrir þetta, og ég vil alls ekki fara inn í ESB.  Og ég vissi allan tíman að þetta með að kíkja í pakkann var bara yfirvarp.  Það stóð aldrei til að kíkja í neinn pakka, heldur troða okkur nauðugum viljugum þarna inn, og það núna þegar báknið er allt að hrynja. 

Ég mun því skoða þessi mál vel áður en ég set nafnið mitt við tillögur stjórnlagaráðs.  Ég geri mér grein fyrir að þar er mikill hræðsluáróður í gangi af hendi sjálfstæðismanna.  En framganga Samfylkingarinnar er líka afar ótrúverðug og ég treysti ekki forystumönnum hennar, né þeim sem eru flokksmenn þar í framvarðarsveit stjórnlagaráðs. 

Enda hygg ég að það sé ekkert að stjórnarskránni okkar, það er bara ekkert farið eftir henni.  Verður eitthvað farið eftir þeirri nýju líti hún dagsins ljós?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2011 kl. 13:43

7 identicon

Már.  Hæstiréttur afgreiddi kjör þessa hóps ólöglegt og um leið marklaust eins og gefur að skilja.  Hverju veldur að þú þarft að svara Halldóri með skætingi í stað þess að reyna að rökstyðja þessa stórmerkilegur fullyrðingar að um að stjórnarskráin "sé lagfærð til hins betra"...  er komin reynsla á slíkt ...  ????  Og hvað með "að stuðla að framförum" og "þreytta stjórnarskrá sem samin var í hraða og fávisku á tímum moldarkofa og harðræðiser að ræða"...????

Nú eru stjórnarskrár annarra þjóða á nákvæmlega sama hátt samdar fyrir langt löngu og dugar að benda á þá sem Bandaríkin eru byggð á.  Veistu dæmi þess að öðru hafi verið ummpólað vegna þess að þær voru skrifaðar fyrir langt löngu og í húsakynnum sem þykja ekki bjóðandi í dag...???  Hvað koma húskynnin málinu við...   ????  Það sem er sorglegast að ólögleg kosning þar sem að mestu athyglissjúkir fjölmiðlaplöggarar og sjálfskipaðir beturvitar með örfá atkvæði að baki fengu þetta kostulega hlutverk og sættu sig við að taka sæti í lýðskruminu, nema sú eina sem maður hélt að hefði ekki það að bera að hafna sviðsljósinu sem þessu hefur fylgt.  Hún á heiður skilið að virða Hæstarétt sem stjórnvöld og hinir gerðu ekki, sem segir allt um hverslags fólk þar fer. 

Það er sjálfsagt að skoða þessi mál ef að sérfræðingar telja að þörf er á umfram það sem er gert reglulega, og þá hefði mátt kjósa ráð samkvæmt lögum.  Það var ekki gert.  Um það snýst málið að stærstum hluta svo að það er út í hött að bera virðingu fyrir lögleysunni og því sem út úr henni kann að koma.

Þessi sirkús Jóhönnu er ekkert annað en dæmigert lýðskrum til að reyna að breiða yfir fáránleika ríkisstjórnarinnar, í anda Hrannars og spunatrúða Baugsfylkingarinnar og margir taka þátt.  Ekkert nýtt á ferð, þó svo að stjórnvöld er vel undir í stuðningi þjóðarinnar en hrunstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar þegar hún hröklaðist frá völdum. 

En endilega sýndu þann dug að rökstyðja fullyrðingarnar merkilegu.  Hlakka til að sjá þær.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 13:58

8 identicon

Af Vís.is.:

Það er óþarfi að fara í heildarendurskoðun á stjórnarskránni, segir Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir að best sé að sé að breyta stjórnarskrám í áföngum en ekki í heild.

Sigurður benti á það í þættinum Sprengjasandi á Bylgjunni að íslensku stjórnarskránni hefði margsinnis verði breytt. „Það er ekkert mikið eftir af stjórnarskránni frá 1874," segir Sigurður. Hann bendir til að mynda á að mannréttindakaflinn í stjórnarskránni sé nýr en hann hafi verið settur í stjórnarskrána til að samræma hana Mannréttindasáttmála Evrópu.

Sigurður segist telja að umræðan um heildarendurskoðun á stjórnarskránni sé að mestu leyti komin til vegna bankahrunsins. Það sem Íslendingar þurfi hins vegar á að halda sé hugarfarsbreyting og að menn fari betur eftir því sem stjórnarskráin segi. „Ég sé ekki alveg að hvaða leyti það var stjórnarskránni að kenna að hrunið varð," segir Sigurður.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 14:09

9 identicon

Er Jónas sjálfstæðismaður? Er hrós hans í raun hræðsluáróður? Mér þykir hann loðinn í afstöðu sinni til stjórnlagaráðs. Hélt hann væri í upphafi hlynntur því.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband