Samfylkingin gefst upp á sjálfri sér

Samfylkingar-Eyjan endurvarpar þeirri skoðun Jónasar Kristjánssonar ritstjóra að stjórnlagaráðið ætti að breyta sjálfu sér í stjórnmálaflokk og bjóða fram til alþingis. Í stjórnlagaráði sátu nokkrir samfylkingarmenn sem gætu eflaust hugað sér meiri frama í pólitík.

Endurvarp Samfylkingar-Eyjunnar á framboðshugmynd Jónasar er merki um vaxandi skort á sjálfstrausti samfylkingarfólks.

Skal engan undra. Þriðjungurinn af 29 prósent fylginu í síðustu kosningum er farinn. Málefnastaða flokksins er bundin við brennandi Evrópusamband.

Vigstaða Samfylkingarinnar mun aðeins versna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er furðulegur pistill hjá Jónasi. Niðurstaða hans er sú að okkur vanti fleiri loðna orðhengla í pólitíkina.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 14:20

2 identicon

Örn Ægir (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 15:29

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Gæti orðið fróðlegt að sjá þann halelúja stjórnmálaflokk.  En um að gera hafa sem flesta -5% flokkana í boði.

Steinarr Kr. , 2.8.2011 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband