Þriðjudagur, 2. ágúst 2011
Samfylkingin gefst upp á sjálfri sér
Samfylkingar-Eyjan endurvarpar þeirri skoðun Jónasar Kristjánssonar ritstjóra að stjórnlagaráðið ætti að breyta sjálfu sér í stjórnmálaflokk og bjóða fram til alþingis. Í stjórnlagaráði sátu nokkrir samfylkingarmenn sem gætu eflaust hugað sér meiri frama í pólitík.
Endurvarp Samfylkingar-Eyjunnar á framboðshugmynd Jónasar er merki um vaxandi skort á sjálfstrausti samfylkingarfólks.
Skal engan undra. Þriðjungurinn af 29 prósent fylginu í síðustu kosningum er farinn. Málefnastaða flokksins er bundin við brennandi Evrópusamband.
Vigstaða Samfylkingarinnar mun aðeins versna.
Athugasemdir
Þetta er furðulegur pistill hjá Jónasi. Niðurstaða hans er sú að okkur vanti fleiri loðna orðhengla í pólitíkina.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 14:20
Sinking of Samfylking
http://www.youtube.com/watch?v=lgLURmPVdZw
Örn Ægir (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 15:29
Gæti orðið fróðlegt að sjá þann halelúja stjórnmálaflokk. En um að gera hafa sem flesta -5% flokkana í boði.
Steinarr Kr. , 2.8.2011 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.