Þriðjudagur, 2. ágúst 2011
Gestapó, Breivik, ESB og Samfylkingin
Samfylkingin virðist líta svo á að evrópskur hryllingur frá síðustu öld, nasismi og kommúnismi, eigi sitthvað sameiginlegt með norska fjöldamorðingjanum Andres Behring Breivik og umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Margrét Björnsdóttir formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar skrifar grein í Fréttablaðið þar sem fyrsta málsgreinin segir
Fjöldamorðin í Noregi sýna okkur hvert sjúklegar hugmyndir um yfirburði tiltekinnar trúar, þjóðar eða kynþáttar geta leitt.
Í framhaldi ræðir Margrét um Evrópusambandið sem friðarbandalag stofnað til höfuðs Gestapó Hitlers-Þýskalands og STASI-tilveru Áustur-Þýskalands og að Ísland eigi þar heima.
Skilaboð Margrétar eru þau að andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu séu á móti friði en með fjöldamorðum og nasisma og kommúnisma.
Takk Margrét, þetta var fallega sagt.
Athugasemdir
Þeir sem vilja lesa greinina og kynna sér hugmyndir Margrétar er bent á að æesa greinina.(Þeir sem hafa áhuga á útúrsnúningum lesi t.d. blogg óháðs ekki baugsmiðils,)
Fjöldamorðin í Noregi sýna okkur hvert sjúklegar hugmyndir um yfirburði tiltekinnar trúar, þjóðar eða kynþáttar geta leitt. Á 20. öldinni voru milljónir Evrópubúa drepnir eða ofsóttir í nafni slíkra hugmynda. Berlín er áhrifamikil áminning um þá atburði. Þeir sem heimsækja söfn hennar um fortíðina (s.s. Sachsenhausen, STASI-safnið, leifar Berlínarmúrsins) verða ekki ósnortnir. Árið 1936 voru reistar fyrstu útrýmingar- og þrælkunarbúðir nasista, Sachsenhausen í aðeins 35 km fjarlægð. Þaðan var útrýmingarbúðum nasista í öðrum Evrópulöndum stjórnað af þýskri skipulagshæfni. Árið 1945 tók sovéska og seinna austur-þýska leynilögreglan
Sachsenhausen
-
búðirnar
yfir og hýstu þar 60 þúsund pólitíska fanga og stríðsfanga. 20 þúsund þeirra létu þar lífið.
Í miðborg A-Berlínar stóð hið alræmda innanríkisöryggisráðuneyti
A
-
Þýskalands
, STASI. Þaðan njósnuðu 91 þúsund A-Þjóðverjar, þegar mest var, um samborgara sína, auk 150 þúsund sjálfboðaliða sem njósnuðu um vinnufélaga, vini og nágranna. Og Berlínarmúrinn lokaði af fyrir 50 árum það sem nefnt var fjölmennustu fangabúðir sögunnar.
Evrópska stál- og kolabandalagið,
undanfari Evrópusambandsins, var stofnað 1952 um þær tvær atvinnugreinar til þess að það "að heyja stríð yrði ekki aðeins óhugsandi heldur efnislega ómögulegt" (Robert Schumann 1950). Í dag er Evrópa friðsamlegri og blómlegri en nokkru sinni, þrátt fyrir erfiðleika. Þjóðir ESB eru helstu viðskiptalönd Íslands og í norður og þar liggja rætur menningar okkar. Með inngöngu í ESB leggur Ísland sitt af mörkum til þess að friður vari í Evrópu og ég fagna því hversu vel utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson heldur á samningaferlinu.
Þegar Berlínarmúrinn féll sóttu A-Evrópuríkin hvert af öðru um inngöngu í Evrópusambandið. Ísland á að styðja að þær þjóðir A-Evrópu sem enn eru utan ESB fái inngöngu eða tengist því nánum böndum. Þannig njóti þær sömu
lýðræðis
-, mannréttinda- og efnahagsþróunar og aðrar Evrópuþjóðir.
STASI, Sachsenhausen, Berlínarmúr eða viðlíka brot gegn mannhelgi og frelsi af hálfu heilla þjóðríkja geta heyrt sögunni til í Evrópu. Þeir sem halda að það sé sjálfgefið, sagan muni ekki endurtaka sig á okkar menningarsvæði, líti til átaka og fjöldamorða í löndum Júgóslavíu fyrir aðeins 15 árum.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 09:11
Hún minnist ekkert á sjúklegar hugmyndir um yfirburði Evrópusambandsins? ESB er byggt á sama hugmyndafræðilega grunni og USA. Hér eru nokkrar myndir sem sýna hvert ESB mun leiða okkur:
http://www.american-pictures.com/gallery/index.html
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 09:12
Benda mætti Margréti á til fróðleiks að mikill meirihluti Norðmanna eru þá í þessum hópi sem alls ekki vill ganga inní þetta svokallaða "Friðarbandalag"
Lágkúrulegt þegar stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn reyna að nýta sér þessar hræðilegu hörmungar Norsku þjóðarinnar til pólitísks framdráttar og réttlætingar.
Þetta er einstæður voðaatburður á Norður slóðum og á sér enga hliðstæðu.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 09:13
Jafnaðarmenn virðast oft halda að þeir séu mestir og besti og að öfgar séu bara til vinstri og hægri. Þegar nánar er skoðað kemur í ljós að Nasismi er ekkert annað en öfgafull þjóðernisjafnaðarmannastefna en þjóðernisjafnaðarstefnan virðist vera í dag helsti drifkraftur að stofnun smbandríkisins USE. Íslenskir jafnaðarmenn virðast óþreytandi í að tala niður Íslenskt þjóðerni á sama tíma og Evrópuþjóðremban skín í gegn og oft er erfit að átta sig á hvar skynseminni sleppir og öfgarnir taki við.
"
Nasismi eða þjóðernisjafnaðarstefna er sú skoðun, að venjulegir jafnaðarmenn hafi rangt fyrir sér um það, að mannkynið greinist í stéttir, sem hafi ólíka hagsmuni. Þjóðirnar skipti meginmáli, vilji þeirra og þróttur. Í stað þess að leggja kapítalismann niður eigi að beita honum til að efla vöxt og viðgang þjóðanna. Ríkið eigi ekki að láta atvinnulífið afskiptalaust, eins og frjálshyggjumenn 19. aldar hafi hugsað sér, heldur stýra því styrkri hendi.
Í Þýskalandi náðu nasistar undir forystu Adolfs Hitlers völdum 1933 og héldu þeim fram til 1945 þegar Þýskaland var sigrað í Seinni heimsstyrjöldinni. Nefndist flokkur þeirra „Die National-Sozialistische Deutsche Arbeiterpartei“ (Hinn þjóðernissósíalíski þýski verkamannaflokkur - stundum nefndur Þjóðernisjafnaðarmannaflokkurinn), skammstafað N. S .D. A. P. Er orðið „nasisti“ runnið þaðan. Flokkar með svipaða stefnu höfðu völdin víða í Evrópu árin milli stríða, 1918-1939. Þótt nasistar hafi sjálfir kennt sig við jafnaðarstefnu eða sósíalisma, er alla jafna gerður greinarmunur þar á og í yfirlitsritum um stjórnmálastefnur er nasismi sjaldnast talinn með jafnaðarstefnum. Flokkur þjóðernissinna starfaði á Íslandi á 4. áratug, en hafði sáralítið fylgi.
http://is.wikipedia.org/wiki/Nasismi"
Eggert Sigurbergsson, 2.8.2011 kl. 10:26
Nasismi á Íslandi
Nasisminn féll ekki í frjóan jarðveg á Íslandi. Hér starfaði Þjóðernishreyfing Íslendinga en hún klofnaði og nokkrir félagar hennar gengu til liðs við Sjálfstæðisflokkinn sem margir þeirra höfðu stutt áður. Hinir yngri og ákafari, margir ekki enn komnir með kosnigarétt, stofnuðu Flokk þjóðernissinna sem var hreinræktaður nasistaflokkur. Þeim tókst stundum að vekja á sér athygli með fánaburði og áflogum við kommúnista. Í blaði íslenskra nasista var Hitler kallaður mikilhæfasti núlifandi stjórnmálamaðurinn, sem hefði unnið slík þrekvirki að ekki þekkjast þess dæmi. Fylgi flokksins varð mest í bæjarstjórnarkosnigum í Reykjavík árið 1934, 2,8% en það voru 399 atkvæði.
Íslensk stjórnvöld voru varkár gagnvart þýsku nasistasjórninni. Líkt og víða annars staðar var gyðingum, sem hröktust undan ofsóknum í Þýskalandi, ekki tekið opnum örmum hér á landi og mörgum var neitað um landvistaleyfi.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 10:50
Listi yfir Íslendinga sem voru tengdir Nasistaflokknum
Þetta er listi yfir Íslendinga sem voru tengdir Nasistaflokknum, (Flokki þjóðernissinna eða Þjóðernishreyfingu Íslendinga). Listinn er ekki tæmandi, og hafa verður í huga að menn tengdust flokki nasista eða íslensku þjórernisflokkunum vissulega mismikið:
Agnar Kofoed-Hansen - síðar lögreglustjóri í Reykjavík.
Ágúst Bjarnason
Birgir Kjaran
Bjarni Jónsson - læknir.
Björn Sv. Björnsson - sonur Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands.
Björn Halldórsson
Egill Holmboe - öðru nafni Egill Fálkason.
Eiður S. Kvaran
Finnbogi Guðmundsson
Gísli Sigurbjörnsson - frímerkjasali.
Gunnar Árnason
Guttormur Erlendsson
Helgi S. Jónsson
Jóhann Ólafsson
Jens Benediktsson
Jón Aðils - sonur Jóns Aðils.
Jón H. Þorbergsson - óðalsbóndi á Laxamýri.
Jón Þ. Árnason
Ólafur Pétursson - sonur Péturs Ingimundasonar, slökkviliðsstjóra í Reykjavík. Kallaður Íslenski böðullinn í Noregi.
Sigurður Halldórsson
Sigurjón Pétursson á Álafossi
Sigurjón Sigurðsson
Teitur Finnbogason
Þorbjörn Jóhannesson
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 10:52
Þjóðernishreyfing Íslendinga (ÞHÍ) var íslensk stjórnmálahreyfing, stofnuð 1933. Helstu leiðtogar hennar voru Jón H. Þorbergsson frá Laxamýri, Eiður S. Kvaran sagn- og mannfræðingur og frímerkjasalinn Gísli Sigurbjörnsson. Þeir Eiður og Gísli höfðu báðir dvalist í Þýskalandi og orðið þar vitni að framgöngu nasista. Aðalstefnumál hreyfingarinnar var að efla íslenska menningu á þjóðlegum grundvelli og vernda kynstofn Íslendinga. Mikið mál var að útlendingar ættu ekki að fá landvistarleyfi á Íslandi, nema um sérfræðinga væri að ræða í þeim greinum atvinnulífs, þar sem Íslendingar réðu ekki yfir sambærilegum fræðingum. ÞHÍ samanstóð af tveimur andstæðum öflum: annars vegar óánægðum sjálfstæðis- og framsóknarmönnum og hins vegar af ungu fólki sem hrifist hafði af þýska nasismanum. [1] Tímaritið Íslenzk endurreisn, sem kom út árin 1933 og 1934, var megin málgagn ÞHÍ.
Hreyfingin klofnaði 1934 og stofnuðu fylgjendur þýsku nasistanna Flokk þjóðernissinna, en ÞHÍ lagði fljótlega niður stafsemi. Meginstefna flokksins var megnt hatur á kommúnistum og takmark „þjóðernissinna væri alger útrýming kommúnista ...engir flokkar, aðeins sameinuð og sterk íslenzk þjóð." „Takmark þjóðernisjafnaðarstefnunnar er að skapa Volksgemeinschaft —þjóðarsamfélag, órjúfandi þjóðarheild…Stéttamunurinn á að hverfa og allur ágreiningur, sem stafað getur af mismunandi uppeldi manna…Í því skyni starfa hin stóru æskulýðsfélög —Hitlersæskufélögin …„Ef þjóðin á að lifa, verður Marxisminn að deyja". [2] Þrátt fyrir að Gyðingahatur væri eitt meginatriði í stefnu þýskra nasista skrifuðu flest málgögn íslenskra þjóðernissinna lítið um það. Hins vegar var Gyðinga stöku sinnum getið í tengslum við kommúnisma. Mjölnir, málgagn Félags þjóðernissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, var harðast í hatri á Gyðingum. Hins vegar var dýrkun á öllu "íslensku" og kynþáttahatur mikilvægur þáttur í hugmyndafræðinni. Helstu málgögn þjóðernissinnaflokksins voru Ísland og Ákæran.
Flokkur þjóðernissinna hætti að mestu störfum um 1940 en var formleg lagður niður 1944 þegar ósigur Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni var orðin augljós. Flokkurinn bauð fram í Alþingiskosningum og bæjarstjórnarkosningum og var fylgi flokksins varð mest í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 1934, 2,8% en það voru samanlagt 399 atkvæði.
[breyta]
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 10:54
Tekið úr wikipediu-ensku útgáfunni.
Nazism (Nationalsozialismus, National Socialism; alternatively spelled Naziism[1]; historically also Hitlerism,[2] Hitlerismus[3]) was the ideology and practice of the Nazi Party and of Nazi Germany.[4][5][6][7] It was a unique variety of fascism that incorporated biological racism and antisemitism.[8] Nazism presented itself as politically syncretic, incorporating policies, tactics and philosophies from right- and left-wing ideologies, though a majority of scholars hold it to be a far right form of politics.[9]
Nazism believed in the supremacy of an Aryan master race over all other races.[10] Nazis viewed the progress of humanity as depending on the Aryans and believed that it could maintain its dominance only if it retained its purity and instinct for self-preservation.[11] They claimed that Jews were the greatest threat to the Aryan race.[12] They considered Jews a parasitic race that attached itself to various ideologies and movements to secure its self-preservation, such as: capitalism, democracy, the Enlightenment, industrialisation, liberalism, Marxism, parliamentary politics, and trade unionism.[13] To maintain the purity and strength of the Aryan race, the Nazis sought to exterminate or impose exclusionary segregation upon "degenerate" and "asocial" groups that included: Jews, homosexuals, Romani, blacks, the physically and mentally handicapped, Jehovah's Witnesses and political opponents.[14]
Nazism promoted an economic Third Position; a managed economy that was neither capitalist nor communist.[15][16] It officially promoted a form of right-wing socialism.[17][18][19][20] This economic system rejected egalitarianism and instead supported a stratified economy with classes based on merit and talent, retaining private property, and promoted the creation of national solidarity that would transcend class distinction.[21] The economy was to be subordinate to the goals of the political leadership of the state.[22] It was to provide to members of the Aryan race: economic security, social welfare programs for workers, a just wage, honour for workers' importance, and protection from capitalist exploitation.[2
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 11:06
Ósköp er sorglegt að sjá málefnafátækt og viðkvæmni fólks þegar kemur að því að ræða ESB. Páll Vilhjálmsson kýs að túlka grein í Fréttablaðinu þannig að verið sé að núa honum um nasir að styðja nasisma, kommúnisma og ég veit ekki hvað vegna þess að hann er á móti ESB. Ekkert er í greininni sem gefur slíkt í skyn, þótt þar sé því haldið fram að ESB hafi verið stofnað til að varðveita frið í Evrópu. Já og Elínu Sigurðardóttur bendi ég á grein eftir Jacob Holt, höfund amerísku myndanna sem hún vísar til, þar sem hann fjallar um breytta afstöðu sína til ESB (http://www.american-pictures.com/dansk/artikler/euro-valg.htm)
Bendi Elínu Sigurðardóttur á að lesa
Pétur (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 11:47
Gott að baðvörður Baugsfylkingarinnar er kominn með sitt eigið copy/paste vefsvæði hérna.
Þetta má ma. finna um nasisma í alfræðiritum.:
„Die National-Sozialistische Deutsche Arbeiterpartei“ (Hinn þjóðernissósíalíski þýski verkamannaflokkur – stundum nefndur Þjóðernisjafnaðarmannaflokkurinn), skammstafað N. S .D. A. P. Er orðið „nasisti“ runnið þaðan. Flokkar með svipaða stefnu höfðu völdin víða í Evrópu árin milli stríða, 1918-1939. - Nasistar sjálfir kenndu sig alla þeirra tíð við jafnaðarstefnu og eða sósíalisma. Meðal annars fullyrtu framámenn flokksins að kenningar Leníns og Hitlers og nasista væru nánast þær sömu.
Þjóðerinssósíalisminn, nasisminn í þýskalandi, kommúnisminn í Sovétríkjunum, Norður – Kóreu, Albaníu og Kína og fasisminn á Ítalíu, Króatíu og Spáni voru greinar af sama meiði, þó svo að grunn hugmyndafræðinn sem þær eru stofnaðar upp úr voru ólíkar. Þessar stjórnmálastefnur áttu það sameiginlegt að stríða gegn frelsi einstaklingsins og rétti fólks til þess að stjórna eigin lífi sem er eitthvað sem hægristefnan er algerlega á öndverðum meiði. Hægristefnan eins og heimurinn þekkir hana byggir í virðingu fyrir einstaklingnum og trú á frelsi hans og á ekkert sameiginlegt við stefnu þessara ofbeldishugmyndafræði nasista, fasista og kommúnista.
Frá sjónarhóli vinstrimann og marxista er fasismi aðeins lokastig kapítalismans, neyðarúrræði fjármagnseigenda til þess að bjarga auðvaldsskipulaginu frá hruni, þó að fleiri sjái hins vegar skyldleika á milli fasisma og kommúnisma og líti svo á að þessar stefnur séu í raun greinar af sama meiði. Hugmyndafræði nasista var sótt til vinstri. Flest af stefnumálum þessara öfgstefnu féll þó saman við þá sem fasistar boðuðu sem skýrir samstarf Þjóðverja, sovéts, fasistaflokka Króata og Ítala í síðari heimstyrjöld.
“Flokkur þýskra verkamanna” [verkamannaflokkar teljast undantekningarlaust til vinstri ef mér skjátlast ekki] – (“Deutsche Arbeiters Partei, – DAP”) sem að mestu var skipaður mönnum úr fríliðasveitunum (Freikorps), afskráðum hermönnum úr stríðinu og verkamönnum. Þeir töldust svo sannarlega ekki til auðstéttar þýskalands þá frekar en slíkir gera í dag nokkur staðar í veröldinni. Hitler kom því síðar til leiðar að nafninu var breytt og hét flokkurinn upp frá því “Þjóðernissósíalistaflokkur þýskra verkamanna” Nationalsocialistische Deutsche Arbeiters Partei, NSDAP, en af því nafni er orðið nasismi dregið. Stefna flokksins byggði á and-kapítalístískri hugmyndafræði og sósíalisma….!!!!
Gott dæmi um þetta er stefnuskrá flokksins frá 24. febrúar 1920 sem Hitler og Drexler sömdu í sameiningu en þar eru and-kapítalístískar greinar fjölmargar og byggja í raun upp meginbálk skránnar. Meginstoðir nasískrar kenningar eins og hún leit út í Þýskalandi 1933 voru nokkrar. Fyrst og fremst var krafist sameiningar allra Þjóðverja í eitt föðurland, Stór-Þýskaland, á grundvelli sjálfsákvörðunarréttar þjóðanna sem hafði skipt svo miklu við gerð Versalasamninganna. Stór-Þýska ríkið skyldi vera fært um að sjá öllum þegnunum fyrir lífsviðurværi og skyldi tryggja að almenningur byggi við lífsöryggi, þar á meðal næga atvinnu. Ef ríkið væri ekki fært um að sinna þessu hlutverki sínu, þessum sjálfsþurftarbúskap, skyldi leita út fyrir landamæri þess að hentugum löndum til að brauðfæða þegnana, leita að lífsrými. Þetta er kjarninn í ríkis- og útþenslustefnu nasista og kemur þetta meðal annars skýrt fram í Mein Kampf.:
Nasistar töldu að Marxismi var stór þáttur í samsæri gyðinga og miðaði að því að færa heiminn í hendur gyðingum með því að grafa undan þjóðernisstefnunni og öllum gildum samfélagsins. Nasistar töldu það geðveiki að halda að hægt væri að verjast þessu samsæri Marxista og gyðinga með vestrænni lýðræðishefð. Þeir töldu Marxismann einmitt þrífast á lýðræðinu og Marxismi væri í raun óhugsandi án kapítalisma. Kapítalismi og afsprengi hans, vestrænt lýðræði voru því í kenningu nasisma óæskileg og beinlínis hættuleg framþróun hins þjóðernissósíalíska ríkis.
Grundvallaratriði í nasisma eru, þ.e. að hagsmunir einstaklingsins víkja fyrir hagsmunum fjöldans þar til öryggi fjöldans og ríkisins hefur verið tryggt. Nasismi byggir á því að fjöldinn sé ánægður og hagsmunir hans tryggðir og að fjöldinn vinni saman sem einn maður til að viðhalda ríkinu. Ríkið er því mikilvægara en einstaklingurinn því að eins lengi og fjöldinn er ríkinu trúr skiptir einstaklingurinn litlu máli. Ríkið er því algert og stöðugt en einstaklingarnir veikir og afstæðir og litlir hópar sem yfirlýstar skoðanir einstaklinga eru því aðeins leyfðar ef þeir hegði sér að fullu til samræmis við stefnu ríkisins. Til að stjórna ríkinu og fjöldanum, leiða fjöldann inn á rétta vegi til viðhalds ríkinu, þarf svo að velja hæfustu einstaklingana, líffræðilega og andlega elítu, yfirburðamenn af hreinu þýsku blóði. Allt starf ríkisins miðast við að ala upp og finna þessa náttúrulegu leiðtoga.
Stefnur nasista, kommúnista og fasista mætast á afar mörgum stöðum og sumt hvar mun skyldari stefnum Samfylkingar og Vinstri grænna en nokkurra annarra flokka hérlendis. Aftur á móti er mun auðveldara fyrir þá sem vilja leggjast í þessar aumu skotgrafir grafnar eftir hörmungaratbyrðina í Noreg að benda á að ekkert hefur valdið mannkyninu meiri hörmungum en vinstristefnan hvað ofbeldi og þjóðarmorð varðar. Kommúnistar í Sovét og öðrum slíkum ríkjum og nasistar ættu að duga sem dæmi. Nánast allir ráðherrar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eiga sér bakland úr Alþýðubandalaginu og innlendum öfgasamböndum kommúnista eins og Æskulýðsfylkingunni, og viðurkenndu og reyndu að breiða út “kommúnistafagnaðarboðskapinn” nánast fram að stofnun Samfylkingarinnar fyrir áratugi síðan. Er eðlilegt ef einhver reyni að gera þá Samfylkinguna og kjósendur Alþýðubandalagsins sáluga ábyrga fyrir voðaverkum kommúnista fyrr og nú? Henni verður einfaldlega ekki breytt þeirri staðreynd að nasistar stofnuðu flokkinn í kringum hrinræktaða vinstri stefnu sem mátaði fullkomlega við Sovét og Lenín, og keyrðu hann alla tíð sem slíka, burtséð frá því að eitthvað í stefnuskrá ný-nasista síðari tíma gæti verið svipuð og hjá öfga hægri mönnum sem hafði ekkert með grunnstefnu nasista að gera. Einfaldlega rímar allt sem máli skiptir við þá hörmungarstefnu kommúnista og margra vinstrimanna að frelsi einstaklingsins er fótum troðið. Það breytir engu hverju þú reynir að halda öðru fram en að nasismi byggir á því að fjöldinn sé ánægður og hagsmunir hans tryggðir og að fjöldinn vinni saman sem einn maður til að viðhalda ríkinu. Ríkið er því mikilvægara en einstaklingurinn því að eins lengi og fjöldinn er ríkinu trúr skiptir einstaklingurinn litlu máli. Ríkið er því algert og stöðugt en einstaklingarnir veikir og afstæðir og litlir hópar sem yfirlýstar skoðanir einstaklinga eru því aðeins leyfðar ef þeir hegði sér að fullu til samræmis við stefnu ríkisins.
MJÖG Í ANDA HÓFSAMRA HÆGRISTEFNU HÉR SEM Í HEIMINUM – ekki satt… ???
Þess má geta að helstu framámenn og stofnendur nasistaflokksins voru hugmyndafræðingarnir að ESB og störfuðu að stofnun þess eftir stríð. Mikil tengsl sambandsins við nasistaflokkinn og nasista er rekin og sýnd nákvæmlega fram á og sönnuð í ógrynni af fræðigreinum sem má finna á netinu.
Áhugavert myndefni um bein tengs nasista við kommúnista Sovét.:
http://www.youtube.com/watch?v=4758sBZLC5k
http://www.youtube.com/watch?v=fsE1dVd56yA&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=ZyCWy2WShl8
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 11:57
Former Soviet Dissident Warns For EU Dictatorship
"Vladimir Bukovksy, the 63-year old former Soviet dissident, fears that the European Union is on its way to becoming another Soviet Union... "
http://www.brusselsjournal.com/node/865
http://www.youtube.com/watch?v=bM2Ql3wOGcU
http://en.wikipedia.org/wiki/Vladimir_Bukovsky
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 12:08
Hér eru nokkrar slóðir fyrir þá sem geta hugsað sér að kynna sér söguna eins og hún er en ekki eins og sumir "efasemdarmenn" sem vilja að hún er eins og þeir helst óska.:
The Nazi Roots of the ‘Brussels EU’
„What you always wanted to know about the ‘Brussels EU’ – But no one dared to tell you“
„Those who cannot remember the past are condemned to repeat it“
- George Santayana
http://www.relay-of-life.org/nazi-roots/chapter.html
Hér er síða sem hægt er að kynna sér tugi ef ekki hundruði skjala nasista sem sýna og sanna augljóst faðerni ESB.:
http://www.eu-facts.org/en/roots/index.html
...
http://video.google.com/videoplay?docid=-5077403293906734610#
http://www.dailymail.co.uk/news/article-1179902/Revealed-The-secret-report-shows-Nazis-planned-Fourth-Reich--EU.html
http://www.dailymotion.com/video/xdb3m6_brian-gerrish-anthony-j-hilder-eu-h_news
http://ezinearticles.com/?Germanys-Fourth-Reich-Spreads-Its-Wings-Over-the-World&id=218533
http://www.hlinc-zionsake.org/Babylon/19-EU-post-war_Babel.html
http://www.newciv.org/nl/newslog.php/_v45/__show_article/_a000576-000173.htm
http://video.google.com/videoplay?docid=2699800300274168460#docid=-5077403293906734610
http://www.youtube.com/watch?v=oUxTnPPjaDE&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=D-luMt7EoM8&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=OVNViN1fiNk&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=4yveJ_Vq1hQ&feature=related
http://thetruthserumblog.blogspot.com/2009/05/is-european-union-nazi-union.html
......
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 12:14
Pétur. Ég hef fulla samúð með fólki sem trúir á það góða og vonar það besta. Ég kýs að búa mig undir það versta. Það hefur reynst mér best.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 12:23
Gott dæmi um hverning "snillingarnir" inngöngusinnarnir hjá Evrópusamtökin.is reyna að nýta sér heimskan áróður í anda yfirburðar hreina ESB kynstofnsins og ESB inngögusinna til að reyna að benda á stórfenglegheit ESB.:
Evrópusamtökin.is - 1.8.2011
Gæslan vinnur fyrir ESB - bjargaði flóttamönnum
Á RÚV segir: "Varðskipið Ægir bjargaði á laugardaginn 58 flóttamönnum sem skildir höfðu verið eftir í gilskorningi á Radopos-skaga á Krít.
Í hópnum voru 30 karlmenn, 16 konur, þar af tvær ófrískar, og 12 börn, þau yngstu ársgömul. Flóttamennirnir voru frá Sýrlandi og Afganistan.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að ástand fólksins hafi verið gott miðað við aðstæður."
Ægir og flugvélin Sif eru í leigu hjá ESB og stunda eftirlitsstörf fyrir Frontex, landamærastofnun ESB.
Þetta er gott dæmi um framlag okkar (nú þegar) á sviði Evrópusamstarfs!
Svo eru þeir til sem básuna stöðugt áhrifaleysi og smæð okkar innan ESB, ef af aðild verður.
Mynd: Týr með ESB-merkingum.
http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1182231/
.
PS.: Satt að segja er ég orðin sannfærður um að á bak við vefinn eru hörðustu ESB andstæðingar að gera grín að inngöngusinnum.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 12:36
Pétur, hvað varð um "friðarbandalagið" ESB þegar meirihluti ríkja þess tóku fullan þátt í innrásinni í Írak en undarlegt nokk ekki undir merkjum "friðarbandalagsins", heldur hvert um sig gerðist eitt af hinum "viljugu þjóðum"...???
Hverju veldur að meirihlutinn getur ekki eða treysti sér ekki að koma fram undir merkjum ESB í slíku tilfelli og hvað er þá að marka þetta "friðarbandalag" þegar meirihlutinn getur tekið þátt í stríði eins og þessu, sem Baugsfylkingin hefur heldur betur lýst yfir vanþóknun sinni á...??? ESB er ekki meira friðarbandalag en önnur ofbeldissamtök fyrr eða síðar eins og þetta dæmi sýnir og sannar.
Hverju veldur að ESB hefur gert allt sem það getur til að reyna að fela þessa staðreynd...???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 13:27
Hér koma orð Páls ekki baugsmiðils;
Skilaboð Margrétar eru þau að andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu séu á móti friði en með fjöldamorðum og nasisma og kommúnisma.
Takk Margrét, þetta var fallega sagt.
------
Þetta er óvenjulega lágkúrulegur útúrsnúningur jafnvel á mælikvarða Páls sjálfs. Páll greyið er ekki viðræðuhæfur. Ég finn til með því fólki sem hugsar á slíkum nótum.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 14:01
Hér er upphaf á viðtali tímaritsins Spiegel við H Mankell um fjöldamorðin í Noregi. Viðtalið er mjög athyglisvert og á vitrænum nótum( sem er kannski ekki viðeigandi á þessri bloggsíðu):
SPIEGEL: Herr Mankell, hätte der weltberühmte Krimi-Autor eine solche Geschichte und eine solche Figur erfinden können?
ANZEIGE
Mankell: Was auch immer ich schreibe, die Wirklichkeit ist stets schlimmer. Das pflege ich zu antworten, wenn ich nach dem Realitätsgehalt meiner Geschichten gefragt werde. Hätte ich mir in einem morbiden Teil meines Hirns so etwas ausgedacht, einen Mann, der in einem Sommerlager herumgeht und in aller Ruhe einen Jugendlichen nach dem anderen erschießt, die Leser hätten dies für völlig unglaubwürdig gehalten, für lächerlich sogar. Die Plausibilität einer Story kann mit der kruden Brutalität des Geschehenen nicht mithalten.
SPIEGEL: Kann man Anders Breivik einfach als geistesgestört abtun?
Mankell: Wir mögen uns zwar denken, dass seine Persönlichkeit psychotische Züge aufweist, dass er eine massive narzisstische Störung hat, dass er voller Hass steckt. Aber was heißt das schon? Er mag ja ein Psychopath sein, nur erklärt das nichts. Ich habe in diesen Tagen an Hannah Arendt und ihren Bericht über den Eichmann-Prozess 1961 in Israel gedacht. Wie können scheinbar normale Menschen, die ansonsten vielleicht liebevolle Familienväter sind, Söhne, Brüder, zu solchen Gräueltaten fähig sein? Um eine Antwort zu finden, braucht es Zeit und Abstand. Aber ich fürchte, dass am Ende eine Dimension des Unerklärlichen übrig bleibt.
Slóðin er :http://www.spiegel.de/spiegel/0,1518,777865,00.html
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 14:14
Hrafn.
hvað í ósköpunum ertu að copy peista þýsku.
Þú skilur greinilega ekki orð af því sem stendur.
Samhengið við bloggfærsluna er í það minsta ekki neitt!
Er Breivik geðveikur? Það er það sem þú peistar.
Þú er líklega bara veikur. Veikur af ESB sýki. Það er ekki gott að kunna ekki þýsku með svoleiðis veiki.
jonasgeir (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 15:05
Það er kostulegt að sjá blogglúðra og snillinga Baugsfylkingarinnar vera að reyna að leiðrétta skrif augsýnilega kexruglaðs formanns framkvæmdastjórnar Baugs og ESB flokksins þeirra, vitandi að fjöldi annarra flokksmanna hafa einmitt reynt að koma meðábyrgð á morðunum í Noregi á hægrimenn og hægri pólitík og þá jafnvel til að undirstrika meint ágæti inngöngu í ESB með því og ganga jafnvel svo langt að reyna að gera íslenska hægrimenn og Sjálfstæðisflokkinn samábyrga, á fjölmörgum bloggum og þar á meðal fyrrum forheimskur framkvæmdastjóri og spunatrúður flokksins eins og frægt er af eindæmum.
Með því hljóta þessir vinstri og miðju snillingar að krefjast þess að vera gerðir ábyrgir fyrir því sem finna má í fræðiritum.:
"Communist Body Count.: 149,469,610 millions"
Segi og skrifa.:
EITTHUNDRAÐFJÖRUTÍUOGNÍUKOMMAFJÖGURHUNDRUÐSEXTÍUOGNÍUKOMMASEXHUNDRUÐOGTÍUMILLJÓNIR.
Verði ykkur að góðu.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 15:18
Vá! Er engin leið að losna við menn eins og Hrafn þennan sem eyðileggur allar spjallsíður með sjúklegri þráhyggju sinni!?! Sjálfsagt er þetta vel skipulagt. En við látum ekkert svoleiðis skemma fyrir okkur velferðarþjóðfélagið og frjálsa tjáningu, er það nokkuð?
Helgi (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.