Mánudagur, 1. ágúst 2011
Sníkjudýrakenningin, Bandaríkin og íslenskir neyslusjúklingar
Pútín sá rússneski sakar Bandaríkin um að vera sníkjudýr á alþjóðlega hagkerfinu með því að skulda ógrynni fjár og stuðla að verðbólgu til að lækka skuldirnar sínar - sem allar eru í dollurum.
Íslenskir neyslusjúklingar haga sér á fremur bandarískan hátt þegar þeir skuldsetja heimili sín í krónum, evrum og dollurum og öðrum myntum og heimta að aðrir borgi skuldirnar.
Lærdómurinn af íslenska hruninu og bandaríska nærri-því-þjóðargjaldþrotinu er að tími ósjálfbærar skuldsetningar er liðinn.
Bandaríkin eru sníkjudýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og það undarlega.. Uh, það er kanski ekki svo undarlegt;
Steingrímur og hin tæra vinstri stjórn eru duglegri en nokkur að skuldsetja almenning. Og það er runnið upp árið 2011!
jonasgeir (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 16:24
Gæti ekki verið meira sammál jonasgeir ....og við blasir hörmungin ein ef svo heldur áfram .....
Ransý (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 00:57
tími ósjálfbærar skuldsetningar er liðinn
Ekki fyrr en við gerum okkur grein fyrir því að 98% af öllu peningamagni í umferð er búið til með útgáfu vaxtaberandi skuldabréfa, sem frá sjónarhóli bankans jafngilda peningum. Í skiptum fyrir þessa "peninga" býr bankinn til innstæðu á reikningi sem nemur höfuðstól lánsins og jafngildir frá sjónarhóli viðskiptavinarins peningum. Þetta er hinsvegar ósjálfbært vegna þess að hvorki eru búnir til né úthlutað peningum fyrir vöxtunum sem þarf að greiða af láninu. Þá peninga getur viðskiptavinurinn annað hvort fengið frá einhverjum öðrum, sem mun þá ekki geta endurgreitt sitt lán og svo koll af kolli, eða þá úr hinum 2% peningamagnsins sem ekki bera vexti þ.e.a.s. seðlar og mynt sem duga hvergi nærri til svo allar skuldir fáist greiddar með vöxtum. Síðasta úrræðið er því að taka lán fyrir vöxtunum, sem getur aðeins endað með hörmungum.
Það er ekki að ástæðulausu sem vextir eru skilgreindir sem guðlast í helgiritum flestra stærstu trúarbragða heims. Í eina skiptið sem sagt er að Jesú kristur hafi orðið verulega reiður má lesa í Jóhannesarguðspjalli:
Nú fóru páskar Gyðinga í hönd og Jesús hélt upp til Jerúsalem. Þar sá hann í helgidóminum þá er seldu naut, sauði og dúfur og víxlarana sem sátu þar. Þá gerði hann sér svipu úr köðlum og rak alla út úr helgidóminum, líka sauðina og nautin. Hann steypti niður peningum víxlaranna og hratt um borðum þeirra og við dúfnasalana sagði hann: „Burt með þetta héðan. Gerið ekki hús föður míns að sölubúð.“
Víxlarar (money changers) voru menn sem versluðu ekki með vörur heldur gjaldeyri, þeirra tíma bankamenn. Orðið banki er dregið af "bench" sem eru þessi borð víxlaranna, á grísku er t.d. sama orðið notað yfir borð og banka.
Á Íslandi höfum við ekki bara vexti, heldur líka verðtryggingu sem bankarnir reikna til hækkunar höfuðstóls, jafnvel þó fyrir því sé engin lagastoð. Um það bil þriðjungur útistandandi skulda heimilanna er til kominn vegna þessarar hækkunar án þess að neinir peningar hafi verið búnir til svo hægt sé að endurgreiða þann hluta lánanna. Þetta er augljóslega miklu ósjálfbærara fyrir vikið og getur aðeins endað með hruni eins og er skjalfest í metsölubók sem er talsvert þykkari en flest hinna áðurnefndu helgirita.
Þegar kaupmannssonurinn eignast svo bankann er komin fullkomin hringekja. Þeir geta þá hækkað verðin í búðinni sem skilar sér út í verðlagsvísitölu sem hækkar verðtryggðar eignir bankans. Þennan ávinning taka þeir svo út úr rekstri bankans sem lausafé og nota það sem eiginfjárframlag á móti lánveitingum frá bankanum þeirra til að kaupa upp samkeppnina og ná stjórn á markaðnum. Þar sem verslanir þeirra selja nauðsynjavöru komast fæstir hjá því að versla þar. Hagnaðinn geta þeir svo tekið út á þeim stað hringekjunnar þar sem skattar eru lægstir, og verið fyrstir til að eyða því fé áður en það skilar sér í umferð og kemst í hendur almúgans, en þegar þar er komið við sögu hefur þessi aukning peningamagns án verðmætasköpunar verðfellt gjaldmiðilinn og valdið þannig enn meiri verðbólgu. Sem þýðir meiri peningur í kassann í búðinni og hækkun eignastöðu bankans og árangurinn er svo verðlaunaður með útgreiðslum arðs og kaupauka og hringekjan rúllar áfram.
Til að koma í veg fyrir þetta þarf því fyrst að afnema verðtryggingu, eins og hægt er að styðja með þáttöku í Undirskriftasöfnun Heimilanna.
Næst þarf svo að endurskoða vextina. Og ég er ekki að meina prósentustigið.
Fyrr verður tími ósjálfbærrar skuldsetningar ekki liðinn.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2011 kl. 04:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.