Laugardagur, 30. júlí 2011
Ronaldo veðsettur vegna evru-kreppu Spánar
Christiano Ronaldo sem Manchester United seldi til Real Madríd fyrir metfé gæti orðið eign Evrópska seðlabankans næstu misserin. Bankinn sem fjármagnaði kaup Real Madríd á Ronaldo og Kaká hinum brasiíska stendur frammi fyrir lánsfjárþurrð og setti samninginn upp á 76,5 milljónir evra sem veð fyrir neyðarláni frá Evrópska seðlabanknum.
Bankakerfi Spánar riðar til falls þar sem evran leikur stórt hlutverk.
Engar fréttir eru um að Evrópski seðlabankinn ætli sér hlutverk á leikmannamarkaði þrátt fyrir að eiga veð í Ronaldo og Kaká.
Athugasemdir
Ef sparisjóður Madridar fer í þrot þá eignast ECB leikmannakaupalánið sem hann hefur að veði. Ef knattspyrnuliðið lendir svo í vanskilum yrði seðlabankinn að ganga að verðinu, sem eru sjónvarpsréttarsamningar félagsins.
Verst að þeir eru hvergi nokkurs virði nema í Evrópu, þannig að til að endurheimtalánveitingu þyrftu Evrópubúar að vera mjög duglegir að horfa á útsendingar frá leikjum Real Madrid.
Í samanburði við þetta virðast ástarbréfaviðskipti Seðlabanka Íslands alls ekki hafa verið neitt voðalega slæm fjárfesting!
Kannski menn taki upp á því að uppnefna gjaldmiðilinn EuroSport...
Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2011 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.