Framsókn tekur forystu í nýju pólitísku mati

Framsóknarflokkurinn og flokksformaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru með afgerandi forystu í pólitísku endurmati. Grein formannsins i Morgunblaðinu í dag um fyrirsjáanlega langtímaerfiðleika Evrulands og viðbrögð Íslands eru skörp drög að pólitík sem umræðan mun hverfast um á næstu misserum.

Pólitík almennt, og að ekki sé talað um endurmat stjórnmála eftir hrun, verður ekki hrist fram úr erminni. Pólitík þarf að setja fram, ræða og endurskoða margsinnis áður en hún verður brúkleg. Til grundvallar þarf mat á stöðu stjórnmálanna og framtíðarsýn. 

Það krefst bæði elju, innsæis og hugrekkis að láta pólitík gera sig. Framsóknarflokkurinn virðist ætla að vanda sig við endurmatið og er kominn út á miðja braut á meðan annar ónefndur stjórnarandstöðuflokkur situr kjurr og koðnar niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tratt fyrir nokkur frekar sur epli i framsokn er tar ad finna langsamlega skynsømustu umræduna virdist vera. Sigmundur er godur! Annad en sumir onefndir....

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 15:49

2 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Þessi grein Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu í dag er frábær

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 29.7.2011 kl. 16:31

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

             Það er langt síðan maður lítt pólitískur,benti mér á  áhugaverðan málflutning Sigmundar Davíðs,þar sem hann styddi málflutning sinn ævinlega rökum.

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2011 kl. 21:44

4 identicon

Framsókn skorar - og á sama tíma mæta aðrir ekki einu sinni til leiks. Ég hélt að hér á landi væri til flokkur sem lengi kallaðist Sjálfstæðisflokkur, mældist stundum með 30% fylgi, en hann er gersamlega týndur. Við hverju er að búast þegar engin er forystan?

Helgi (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 22:45

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Munurinn á þeim félugum Sigmundi Davíð og Bjarna Ben., sem eiga að standa fremstir í gagnrýni á starfandi ríkisstjórn, er einkum sá að Sigmundur kemur sjaldan fram með gagnrýni án þess að leggja um leið fram tillögu til bóta, á það jafnt við í stuttum sem löngum pistlum. Bjarni gagnrýnir en bendir þó sjaldnast á leið til bóta, það er ekki trúverðugur málflutningur og lítið betri en fjöldi bloggara heldur úti.

Reyndar hafa fjölmiðlar verið duglegir að klippa til viðtöl sín við þessa menn þannig að ekki kemur fram nema hluti þeirra, sá hluti sem gerir þá ótrúverðuga eða er til bóta fyrir stjórnvöld.

Ef hins vegar er lagst yfir skrif þessara tveggja manna, kemur munurinn bersýnilega í ljós!

Gunnar Heiðarsson, 30.7.2011 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband