Dollaraprófið á gjaldmiðlaumræðuna

Jón Kaldal var sem ritstjóri Fréttablaðsins á framfæri auðmanna að fegra útrásina og breiða út snilli íslensku fjárplógsmannanna. Þegar heimsmynd Jóns hrundi haustið 2008 tók hann óðara nýja trú  og boðar nú Evrópusambandið úr predikunarstól Fréttatímans.

Jón segir að flótti sé hafinn frá gjaldmiðlaumræðunni. Í reynd er það ekki flótti heldur uppgjöf andstæðinga krónunnar sem blasir við í umræðunni um krónuna. Skýringin á uppgjöfinni er einföld. Andstæðingar krónunnar féllu nær allir á dollaraprófinu.

Dollaraprófið í gjaldmiðlaumræðunni er einfalt: þeir sem með hagfræðilegum rökum telja óvinnandi veg að Ísland haldi úti eigin gjaldmiðli en vilja ekki dollar heldur evru eru í reynd aðildarsinnar í sauðagæru. Þeir vilja evruna ekki vegna hagfræðinnar heldur vegna aðildar að Evrópusambandinu.

Menn eins og Jón Kaldal koma aldrei til dyranna eins og þeir eru klæddir. Undirferli og fals fyrrum málaliða auðmanna endurnýtist í Evrópuumræðunni þar sem krónan er gerð að blóraböggli.

Þjóðin lætur ekki sama lágkúruliðið plata sig tvisvar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta blað fréttatíminn ferlega skrýtið.

Næ eiginlega ekki tilganginum með þessu.

Ég held að fáir lesi þetta og að leiðarar í Fréttatímanum skipti bara engu máli.

Páll og aðrir krónumenn geta andað rólega.

Karl (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 14:05

2 identicon

Baugspennar hvaða nöfnum sem þeir nefnast eru löngu búnir að fremja trúverðugleika sjálfsmorð.  Engin von um uppreisn æru.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 17:29

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Sammála Karli, renni í gegn um þetta blað af því að það er borið til mín óumbeðið, en treysti því ekki.

Fríblöð eru ekki ókeypis.

Steinarr Kr. , 29.7.2011 kl. 20:27

4 Smámynd: Alfreð K

Hver á Fréttatímann?  Veit það einhver?

Alfreð K, 29.7.2011 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband