Grískt gjaldþrot er vegna evrunnar

Evran, sem Samfylkingin segir að sé bjargvættur Íslands ásamt inngöngu í Evrópusambandið, gerir Grikkland gjaldþrota. Eins og það sé ekki nóg heldur verður Grikkland hjálenda í Evrópusambandinu um ókomna framtíð þar sem gríska þjóðin mun líða skort til að borga þýskum og frönskum bönkum.

Evran er hagfræðilegt brjálæði sem þjónar pólitískum markmiðum evrópuelítunnar um samruna álfunnar. Elítan er einangruð í viðleitni sinni að skapa Evruland; Merkel kanslari Þýskalands mætir harðri andstöðu heimafyrir vegna evrópuvæðingar grískra ríkisskulda.

Í Evrópusambandinu eiga Grikkir ekki val um að vera barðir þrælar eða feitir þjónar, svo stolið sé frá nóbelsskáldinu, heldur er hlutskipti þeirra að vera barðir þjónar.


mbl.is Enn lækkar lánshæfiseinkunn Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Það hefur hins vegar ekkert að gera með inngróna spillingu grísks þjóðfélags og það að Grikkir fölsuðu bókhaldið til að fá aðgang að evrusvæðinu.

Guðmundur Benediktsson, 25.7.2011 kl. 10:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Fávís um þátt Grikkja sjálfra í hlutskipti sínu, virðist það þó ætlað þeim, að verða ,,barðir þjónar.,,

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2011 kl. 16:45

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er líkt og Helga fávís um aðildarferil Grikkja í ESB.

Var aðildin samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu? Eða eru það sömu Grikkirnir (þ.e. þáverandi stjórnvöld) sem fölsuðu bókhaldið og sóttust eftir aðild?

Kolbrún Hilmars, 25.7.2011 kl. 16:56

4 identicon

Þap er nú aum afsökun fyrir ESB að ríki geta falsað sig inn ....

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 17:27

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kolbrún: Grikkir gengu í ESB 1981 og tóku upp evru 2001, þá undir ríkisstjórn Costas Simikis og sósíalistaflokksins PASOK. Í millitíðinni, árið 2004 komst Nýtt Lýðræði sem er mið-hægriflokkur til valda undir stjórn Kostas Karamanlis. PASOK náði svo aftur völdum 2009 með Papandreou fremstan í flokki.

Ég veit hinsvegar ekki nákvæmlega hvenar þeir fölsuðu bókhaldið, hvort það var á valdatíma Simikis strax við upptöku evru, eða hvort það var síðar í valdatíð Karamanlis. Það sem ég veit hinsvegar er að þessar falsanir komu fyst fram í dagsljósið eftir að Papandreou tók við völdum 2009, og þá vildi hann kenna fráfarandi stjórn um, sem sagt hægrimönnum. Ég treysti mér ekki til að leggja mat á hvað sé sannleikanum samkvæmt í þeim efnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2011 kl. 17:32

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Guðmundur, líklega hefur bókhaldsfölsunin semsagt tengst Evruupptökunni en ekki ESB aðildinni sjálfri.

En var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um annan hvorn þáttinn - eða báða? Veist þú það?

Kolbrún Hilmars, 25.7.2011 kl. 17:40

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Maður veit varla hvaða fræði bloggshöfundur les...  Allir sem hafa lesið sér til um ástæður Gríska hrunsins vita að það sem höfundur ber hér á borð er rakalaus þvæla...því miður.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.7.2011 kl. 17:52

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kolbrún: Ég veit ekki hvort þeir greiddu atkvæði um aðild til að byrja með, held að minnsta kosti ekki. Þegar þeir staðfestu Lisbon sáttmálann 2008 var það afgreitt í gríska þinginu með stuðningi bæði hægrimanna og sósíalista. Papandreou leiðtogi sósíalista lagði fram tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu, en eftir því sem ég kemst næst fékk hún ekki meðbyr. Að þessu sögðu get ég mér þess til að gríska þjóðin hafi ekki fengið að greiða atkvæði um upptöku evru.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2011 kl. 19:32

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk aftur Guðmundur. Þá virðist nokkuð ljóst að þáverandi, skammtíma grísk stjórnvöld hafi tekið sér það Bessaleyfi að undirbúa jarðveginn fyrir "Gríska hrunið", eins og Jón Ingi orðar það svo smekklega! Án þess að bera það undir þann almenning sem nú þarf að súpa seyðið af þessum arfavitlausu ákvörðunum.

Með þetta fordæmi í huga, megum við búast við álíka trakteringum af hálfu íslensku ESB flokkanna?

Kolbrún Hilmars, 25.7.2011 kl. 20:18

10 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Er ekki mál til komið að taka úr umferð utanlandsferðir jábræðra evrunnar sem stefna sjálfstæði okkar í opinn dauðann?

hvernig komust forfeður okkar af í fornöld með enga Ríkisstjórn en heldu samt úti sjósókn og landbúnaði á sínu hyggjuviti án afskifta frá Reykjavik ?

 

Erla Magna Alexandersdóttir, 25.7.2011 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband