Fjöldamorð og tölvuleikir

 Norðmaðurinn sem drap tæplega hundrað samlanda sinna í tveim tilræðum segist vilja breyta norsku samfélagi. Með ódæðum ætlaði Anders Behring Breivik að framkalla byltingu. Lögfræðingur Breivik orðar hugsun skjólstæðingsins í viðtali við Aftenposten

Men han har snakket en del om det han opplever som motiv. Det jeg generelt kan si, er at han ønsket å ramme samfunnet, samfunnsoppbyggingen og den måten vårt samfunn styres på, sier Lippestad.

Maður sem hugsar á þessum nótum sækir samfélagsgreiningu sína í heim tölvuleikja sem hannaðir eru fyrir adrenalínflæði en ekki til íhugunar um stjórnarfar í ríki mannsins.


mbl.is Vandlega undirbúin hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://maurildi.blogspot.com/2011/07/lexian-ur-utey.html

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 10:35

2 identicon

FAIL: Hann sækir hugmyndafræði sína úr biblíu, hann sækir réttlætingu úr trú sinni... Hann vildi fá krossför gegn td íslam. Hann vildi stoppa af presta í gallabuxum, hann vildi snúa kirkjunni tilbaka að kaþólsku

Að demba þessu yfir á tölvuleik er bara hlægilega hlægilegt

DoctorE (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 11:13

3 identicon

Video games don't breed psychopaths, society does.

kristján (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 11:58

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hann byggir hugmyndafræði sína ma. á vissum skilningi á evrópskri sögu eða sögutúlkun. þó hann sé kristinn sem ,,sönnum norðmanni" ber að vera - er ekki hægt að segja að biblían sé grunnurinn. En jú jú, hann hefur ákv. hægri-kristni skoðanir og upplegg sem fylgja oft (öfga) hægri mennsku. Meina, ,,kristin gildi" etc. eru hávegum höfð í þeirri deild og ma. eitt grunnprinsippð á bakvið flokka eins og framfaraflokk og danska þjóðarflokk og fleiri.

Óvinurinn er fyrst og fremst marxísk hugsun og múltíkúltúr. Uppleggið er að verkamannaflokkur sé sérlegur óvinur vegna þess að þeir standi fyrir múltíkúltúr.

Og í lok bloggs maurildis er eins og glitti í sama hatrið gagnvart verkamannaflokki og hjá þeim norska.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2011 kl. 12:49

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Anders Behring Breivik er fyrst og fremst geðveikur morðingi, yfirlýsingar frá honum sýna enga iðrun, og ef eitthvað er þá virðist hann stoltur af hryllingnum.  Þetta er viðbjóðslegur siðblindingi sem hefði ekki átt að ganga laus.

Maður spyr sig, hvernig gat þessi morðingi dulist? Vakti hann engar grunsemdir í sínum skotveiðiklúbbi eða á þeim vefsíðum sem hann lagði inn ummæli sín?

Það er varla hægt að tala um að maðurinn hafi framkvæmt hryðjuverk, því að hann kemur ekki fram fyrir hönd neinna samtaka, og enginn tekur upp varnir fyrir hann, en í hryðjuverkum eins og þau þekkjast eru hópar sem standa að baki verknaðinum eða hæla sér af honum. 

Verst þykir mér ef að hann fær aðeins 25 ára dóm.

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.7.2011 kl. 13:37

6 Smámynd: Óskar

Enn er Páll við sama heygarðshornið og nefnir ekki augljósa og einfalda staðreynd.  Morðinginn sækir hugmyndafræði sína á hægri væng stjórnmálanna þar sem öfgarusl hefur fengið frítt spil.  Á Islandi er þetta rusl helst að finna í Sjálfstæðisflokknum. Þó ekki ætli ég neinum þar að fremja fjöldamorð þá er allur varinn góður.  Það þarf að kanna hvaða hyski leynist þar innanbúðar.

Óskar, 24.7.2011 kl. 13:58

7 identicon

Það hefur ekki þurft tölvuleiki til þess að fremja fjöldamorð í gegnum árþúsundin.

Karl (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 14:11

8 identicon

Óskar.  Þú gleymdir að minnast á að hugmyndafræði Nasista er það sem kratar og Samfylkingin byggir á.  Orðið Nasisti, eða Nazi, er sett saman úr orðinum national socialist, sem þýðir á íslensku þjóðernis jafnaðarmaður. Sennilega ætlar engin Samfylkingarmönnum að ætla að fremja fjöldamorð. Eða - "þarf að kanna hvaða hyski leynist þar innanbúðar"...????.  Þér þykir sjálfsagt allur varinn góður... ekki satt ... ????

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 15:51

9 identicon

Tölvuleikir drepa ekki fólk, byssur gera það

Jón Ragnar (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 17:15

10 Smámynd: Óskar

Guðmundur 2.guðmundsson, einn af nafnleysingjunum sem hvarf af Eyjunni þegar farið var fram á að þar skrifuðu menn undir nafni- þú sækir speki þína greinilega til sorpsins á amx sem reynir að klína þessum gjörningi á eitthvað annað en öfga hægri stefnu.    Nasistar hafa ALDREI verið taldir til vinstri í stjórnmálaflórunni aðeins hálfvitar láta sér detta það í hug.  Afhverju gengu þá allir úr hinum íslenska nasistaflokk beint í sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma þegar flokkurinn var lagður niður?

Óskar, 24.7.2011 kl. 18:19

11 identicon

NAFNLEYSINGINN ÓSKAR.  Alltaf jafn óheppinn.  Ástæða þess að allir "NAFNLEYSINGJARNIR" létur sig hverfa af Eyjan.is er að eymdarfyrirbærin Karl Th. Birgisson og brekkan Bingi með fulltingi Baugs og Baugsfylkingarinnar tóku þann miðil yfir og gerðu að þeim Baugsfylkingarsorphaug sem hann er orðinn.  Í mínu tilfelli reyndi ég í einhverjar vikur en gafst upp á ömurlegheitunum og fer ekki þangað inn. 

Það er MJÖG áhugavert að enn finnast svo takmarkaðir að "þekkja ekki" söguna að NASISTAR eru og voru vinstramegin SÓSÍALISTAR og KRATAR á miðjunni og að FASISTAR voru stofnaðir sem mótvægi við fyrirbærið af öfga hægrimönnum.  Síðan má benda á að KOMMÚNISMI sem er líka  bakland SAMFYLKINGARINNAR þar sem flestir framámenn hennar koma beint úr ALÞÝÐUBANDALAGINU sem var nátengt SOVÉT allt fram að samruna flokksins við ALÞÝÐUFLOKKINN eins og allir vita. KOMMÚNISTAR bera ábyrgð á langmestu blóðsúthellingum og ofbeldi sögunnar.  Varla er nokkur maður svo heimskur að ætla að gera kjósendur SAMFYLKINGAR á neinn hátt ábyrga fyrir því frekar en voðaverkum NASISTA.  Ólíkt því sem þó nokkrir vinstrimenn og kratar stunda og ráðast núna á hægrimenn og vilja gera ábyrga fyrir þessum voðaverkum í Noregi. 

Lægra er ekki hægt að leggjast.

Þetta má ma. finna um NASISMA í alfræðiritum.:

"Í Þýskalandi náðu nasistar undir forystu Adolfs Hitlers völdum 1933 og héldu þeim fram til 1945 þegar Þýskaland var sigrað í Seinni heimsstyrjöldinni.

Nefndist flokkur þeirra „Die National-Sozialistische Deutsche Arbeiterpartei“ (Hinn þjóðernissósíalíski þýski verkamannaflokkur - stundum nefndur Þjóðernisjafnaðarmannaflokkurinn), skammstafað N. S .D. A. P. Er orðið „nasisti“ runnið þaðan.

Flokkar með svipaða stefnu höfðu völdin víða í Evrópu árin milli stríða, 1918-1939. Nasistar sjálfir kenndu sig við jafnaðarstefnu og eða sósíalisma."

Verður gaman að sjá nýja og bættu útskýringuna frá þér.

Síðan er auðfundið á netinu gríðarlegt magn af gögnum og greinum og bein tengsl NASISTA við hönnun og smíði ESB.  Bæði lykilmenn NASISTA sem urðu að framámönnum innan ESB, sem og hugmyndafræðin á bak við sambandið.

Sýnist að þú þurfir ekki að leita langt að "HÁLFVITANUM" í þessu máli.

Ekki hef ég minnstu hugmynd um í hvað flokk menn gengu eftir að Flokkur þjóðernisflokkurinn var lagður niður.  Flokkurinn hafði nálægt ekkert fylgi svo áhrif hans á landsmálin voru engin.  Og aldrei hef ég heyrt að nokkur þaðan hafi komist til metorða í Sjálfstæðisflokknum.  Þú augsýnilega þykist hafa heimildir um slíkt, sem mikill fengur væri í að sjá.  Þú gerir þér augsýnilega ekki grein fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn á dögum um og eftir seinna stríð teldist til vinstriflokkar í dag og sennilega lengra til vinstri en Samfylkingin er í raun.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 19:21

12 Smámynd: Óskar

Enn reynir Guðmundur 2. að nota amx aðferðina og klína þessum óþverra á einhverja aðra en öfga hægri menn.   Guðmundur getur þá kannski svarað því hversvegna morðinginn drap og réðist eingöngu á vinstri menn - kannski getur Guðmundur svarað því hversvegna morðinginn fyrirleit múslima og var mikill aðdáandi Ísraels eins og tamt er um öfgahægri menn.  Reyndar hefur enginn tengt morðingjann beint við nýnasista nema hægri menn sem eru að reyna að þvo hann af sér.   Málið er Guðmundur að þið eigið þennan mann og megið eiga hann áfram, hann hefur fallið fyrir svipuðum áróðri og dælt er út af viðbjóðsmiðlum eins og amx og omega, jafnvel mogganum á köflum.  Reyndu ekki að klína þessum viðbjóði yfir á aðra, þú og þínir líkar eigið þetta punktur.

Óskar, 24.7.2011 kl. 20:26

13 identicon

Óskar.  Þú ert með eindæmum og dæmigerður blogglúður Baugsfylkingarinnar.  Hvergi reyni ég að gera nokkra pólitíska stefnu ábyrga fyrir voðaatburðunum í Noregi. 

Það hvarflar ekki að mér að skríða ofan í flokkspólitíska skólpræsið til þín og taka þátt í þeirri heimsku.  Ég einfaldlega gagnrýndi þig og aðra álíka fyrir að leyfa ykkur þennan viðbjóð.  Engin held ég að reyni að gera krata og Samfylkinguna ábyrga fyrir voðaverkum nasista, þó svo að þeir titluðu sig krata og aðhylltust þá stjórnmálastefnu.  Engin held ég að reyni að gera Samfylkinguna ábyrga fyrir verstu voðaverkum mannkynssögunnar kommúnismann, sem flestir að framámenn Samfylkingarinnar aðhylltust opinberlega nánast að stofnun Samfylkingarinnar og Alþýðubandalagið var lagt niður vegna þessa.  Ennþá eru voðaverk unnin undir merkjum kommúnismans eins og í Norður Kóreu sem fólki býður sömu örlög og ungmennanna í Noregi, og það fyrir að segja skoðanir sínar.  Engin svo ég viti hefur reynt að gera kjósendur Samfylkingarinnar ábyrga fyrir slíku.  Ekki einu sinni framámennina sem störfuðu og studdu kommúnismann leynt og ljóst.  Það er út í hött að reyna að ata hægri menn aur vegna þessara atburða og gera þá og Sjálfstæðisflokkinn á einhvern hátt tortryggilega eða jafnvel óbeint ábyrga vegna þessa.

Breivik tók sér vald til að refsa þeim sem eru honum ósammála og reyna að þagga niður í þeim með ofbeldi.  Eitthvað sem er alltof líkt því sem þú og fleiri predikið vegna atburðanna og byggt á sama óeðlinu sem á endanum varð til þess að hann missti vitið.  Hann einn ber ábyrgðina.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 22:32

14 identicon

Þá er bara spurningin; Hver eða hverjir ykkar eru farnir að sanka að sér áburði?

Dolli (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband